Hringdi í Harry Maguire og reyndi að biðjast afsökunar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2019 14:45 Harry Maguire í fyrsta leiknum með Manchester United. Getty/Matthew Ashton Knattspyrnusérfræðingur Sky Sports og fyrrum stórstjarna Arsenal sér eftir því að hafa gagnrýnt Harry Maguire fyrir að hafa viljað fara til Manchester United. Harry Maguire lék sinn fyrsta leik með Manchester United um síðustu helgi þegar United menn unnu 4-0 sigur á Chelsea. United hélt aðeins sjö sinnum marki sínu hreinu á síðustu leiktíð. Nokkrum dögum áður hafði Manchester United gert Maguire að dýrasta varnarmanni heims eftir að hafa keypt hann á 80 milljónir punda frá Leicester City. Paul Merson er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Arsenal á árunum 1985 til 1997 en hann varð tvisvar enskur meistari með félaginu og skoraði alls 78 mörk í 327 leikjum fyrir Arsenal."I called him today. I was out of order and I am the first to admit that" Paul Merson apologises to Harry Maguire over criticism of his signing for Man Utd More: https://t.co/o5swbwT381pic.twitter.com/q9L7sZbixE — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 13, 2019Merson gagnrýndi þessa ákvörðun Maguire harðlega og kallaði hana fáránlega. „Maguire fyrir 80 milljónir er eins fáránlegt og það getur orðið,“ sagði Paul Merson fyrir leik Manchester United og Chelsea. Nú er komið allt annað hljóð í hann. „Ég sýndi honum ekki nógu mikla virðingu um daginn. Hann hefur spilað í undanúrslitum á HM, hann er landsliðsmaður og ég var í ruglinu og er fyrstur til að viðurkenna það,“ sagði Paul Merson. „Menn mega samt ekki gleyma því að þegar hann spilaði fyrir Leicester þá duttu þeir aftur á völlinn og vörðust á vítateigslínunni með ekkert pláss á bak við sig. Nú er hann að spila á miðjulínunni hjá Manchester United og þá er hann að fá bolta inn fyrir sig á eldfljóta menn eins og Pierre-Emerick Aubameyang hjá Arsenal og Sergio Aguero hjá Manchester City,“ sagði Merson.Harry Maguire is @premierleague Man of the Match on his @ManUtd debut • 7 clearances - most in match • 4 interceptions - most in match • 86% passing accuracy • Dribbled past no times Helps Man Utd keep their 1st clean sheet in 16 games in all comps since February pic.twitter.com/v3iYFR97Oy — Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) August 11, 2019 „Hann hefur samt mjög sterka nærveru, skipar mönnum til og er ekkert að fíflast. Mér fannst hann spila þennan fyrsta leik mjög vel,“ sagði Merson. „Mér fannst ég vera of harður í gagnrýninni á laugardaginn ef ég segi alveg eins og er. Ég reyndi að ná í hann á mánudaginn og ég mun tala við hann á morgun því hann sendi mér skilaboð til baka,“ sagði Merson. „Það sem ég ætlaði að segja kom ekki nógu vel út,“ sagði Merson en það má heyra hann tala um Harry Maguire hér að neðan. Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira
Knattspyrnusérfræðingur Sky Sports og fyrrum stórstjarna Arsenal sér eftir því að hafa gagnrýnt Harry Maguire fyrir að hafa viljað fara til Manchester United. Harry Maguire lék sinn fyrsta leik með Manchester United um síðustu helgi þegar United menn unnu 4-0 sigur á Chelsea. United hélt aðeins sjö sinnum marki sínu hreinu á síðustu leiktíð. Nokkrum dögum áður hafði Manchester United gert Maguire að dýrasta varnarmanni heims eftir að hafa keypt hann á 80 milljónir punda frá Leicester City. Paul Merson er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Arsenal á árunum 1985 til 1997 en hann varð tvisvar enskur meistari með félaginu og skoraði alls 78 mörk í 327 leikjum fyrir Arsenal."I called him today. I was out of order and I am the first to admit that" Paul Merson apologises to Harry Maguire over criticism of his signing for Man Utd More: https://t.co/o5swbwT381pic.twitter.com/q9L7sZbixE — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 13, 2019Merson gagnrýndi þessa ákvörðun Maguire harðlega og kallaði hana fáránlega. „Maguire fyrir 80 milljónir er eins fáránlegt og það getur orðið,“ sagði Paul Merson fyrir leik Manchester United og Chelsea. Nú er komið allt annað hljóð í hann. „Ég sýndi honum ekki nógu mikla virðingu um daginn. Hann hefur spilað í undanúrslitum á HM, hann er landsliðsmaður og ég var í ruglinu og er fyrstur til að viðurkenna það,“ sagði Paul Merson. „Menn mega samt ekki gleyma því að þegar hann spilaði fyrir Leicester þá duttu þeir aftur á völlinn og vörðust á vítateigslínunni með ekkert pláss á bak við sig. Nú er hann að spila á miðjulínunni hjá Manchester United og þá er hann að fá bolta inn fyrir sig á eldfljóta menn eins og Pierre-Emerick Aubameyang hjá Arsenal og Sergio Aguero hjá Manchester City,“ sagði Merson.Harry Maguire is @premierleague Man of the Match on his @ManUtd debut • 7 clearances - most in match • 4 interceptions - most in match • 86% passing accuracy • Dribbled past no times Helps Man Utd keep their 1st clean sheet in 16 games in all comps since February pic.twitter.com/v3iYFR97Oy — Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) August 11, 2019 „Hann hefur samt mjög sterka nærveru, skipar mönnum til og er ekkert að fíflast. Mér fannst hann spila þennan fyrsta leik mjög vel,“ sagði Merson. „Mér fannst ég vera of harður í gagnrýninni á laugardaginn ef ég segi alveg eins og er. Ég reyndi að ná í hann á mánudaginn og ég mun tala við hann á morgun því hann sendi mér skilaboð til baka,“ sagði Merson. „Það sem ég ætlaði að segja kom ekki nógu vel út,“ sagði Merson en það má heyra hann tala um Harry Maguire hér að neðan.
Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira