Erlent

Danski rit­höfundurinn Jane Aa­mund er látin

Atli Ísleifsson skrifar
Jane Aamund.
Jane Aamund. Bog & Idé
Danski rithöfundurinn Jane Aamund, sem er einna þekktust fyrir bækur sínar Klinkevals og Colorado drømme, er látin, 82 ára að aldri.

Sonur Aamund staðfestir að hún hafi andast í gær, en hún hafði glímt við krabbamein um langt skeið.

Aamund starfaði lengi sem blaðamaður og gaf út fyrstu bók sína, Bag damen stod en Christian, árið 1977. Hún sló hins vegar í gegn með Kinkevals-bókunum, sem voru þrjár talsins, á árunum 1989 til 1992.

Aamund fylgdi svo bókunum eftir með ástarsögunni Colorado drømme, sem var að hluta sjálfsævisöguleg, árið 1998. Colorado draumurinn kom út í íslenskri þýðingu árið 2002.

Hún skrifaði í heildina um tuttugu bækur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×