Baulað á Johnson í Lúxemborg Kjartan Kjartansson skrifar 16. september 2019 16:52 Bettel tók einn við spurningum blaðamanna eftir að Johnson hætti við fundinn vegna hóps mótmælenda sem gerði hróp að honum. Vísir/EPA Forsvarsmönnum Evrópusambandsins og Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, bar ekki saman um gang viðræðna þeirra um fyrirhugaða útgöngu Breta eða hver bæri ábyrgð á að leysa úr þráteflinu varðandi hana eftir fundi þeirra í Lúxemborg í dag. Johnson hætti við blaðamannafund með forsætisráðherra Lúxemborg vegna háværra mótmæla. Johnson fundaði með Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB, Michel Barnier, aðalsamningamann ESB gagnvart Bretlandi, og Xavier Bettel, forsætisráðherra Lúxemborgar, í dag. Eftir fundina hélt Johnson því fram að nýr útgöngusamningur væri byrjaður að sjá dagsins ljós. „Já, það eru góðir möguleikar á samningi, já ég get séð móta fyrir því, allir sjá um það bil hvað er hægt að gera,“ sagði Johnson við blaðamenn eftir fundina. Leiðtogar Evrópusambandsins sögðu aftur á móti að breski forsætisráðherrann hefði ekki lagt neitt nýtt fram, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Nýjar tillögur um samninga þyrftu að vera í samræmi við samninginn sem breska þingið hefur hafnað í þrígang. Bettel lét Johnson heyra það á blaðamannafundi sem Johnson hætti við að taka þátt í vegna hóps mótmælenda sem gerði hróp að honum. Sagði hann að Johnson bæri ábyrgð á að leysa úr þráteflinu og að hann hefði framtíð allra Breta í höndum sínum. „Þú getur ekki haldið framtíðinni í gíslingu fyrir flokkspólitíska hagsmuni,“ sagði Bettel. Reuters segir að mótmælendurnir hafi meðal annars verið breskir eftirlaunaþegar búsettir í Lúxemborg. Þeir hafi heyrst hrópa „fasisti“, „stöðvið valdaránið, segið sannleikann“ og „Skammastu þín, Boris“ að Johnson. Eftir á bar Johnson því við að það hefði verið ósanngjarnt gagnvart Bettel að hann tæki þátt í blaðamannafundinum vegna mótmælendanna. Bettel tók engu að síður við spurningum blaðamanna við hlið auðs ræðupúlts þar sem Johnson átti að standa.“I don't think it would have been fair to the prime minister of Luxembourg"Boris Johnson explains why he did not take part in a press conference alongside Luxembourg PM Xavier Bettel saying "there was clearly going to be a lot of noise” from protesters https://t.co/IdVgyC8rBd pic.twitter.com/PcxlmXT2gO— BBC Politics (@BBCPolitics) September 16, 2019 Bretland Brexit Evrópusambandið Lúxemborg Tengdar fréttir Viðræður í skötulíki Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hélt því fram í viðtali við Mail on Sunday að góður gangur væri í samningaumleitunum við Evrópusambandið um útgöngu Bretlands. Heimildarmenn dagblaðsins The Guardian innan ESB halda hins vegar öðru fram. 16. september 2019 07:15 Munu ekki fallast á frekari frest Boris Johnson mun funda með Jean-Claude Juncker í Lúxemborg í dag. 16. september 2019 08:03 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira
Forsvarsmönnum Evrópusambandsins og Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, bar ekki saman um gang viðræðna þeirra um fyrirhugaða útgöngu Breta eða hver bæri ábyrgð á að leysa úr þráteflinu varðandi hana eftir fundi þeirra í Lúxemborg í dag. Johnson hætti við blaðamannafund með forsætisráðherra Lúxemborg vegna háværra mótmæla. Johnson fundaði með Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB, Michel Barnier, aðalsamningamann ESB gagnvart Bretlandi, og Xavier Bettel, forsætisráðherra Lúxemborgar, í dag. Eftir fundina hélt Johnson því fram að nýr útgöngusamningur væri byrjaður að sjá dagsins ljós. „Já, það eru góðir möguleikar á samningi, já ég get séð móta fyrir því, allir sjá um það bil hvað er hægt að gera,“ sagði Johnson við blaðamenn eftir fundina. Leiðtogar Evrópusambandsins sögðu aftur á móti að breski forsætisráðherrann hefði ekki lagt neitt nýtt fram, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Nýjar tillögur um samninga þyrftu að vera í samræmi við samninginn sem breska þingið hefur hafnað í þrígang. Bettel lét Johnson heyra það á blaðamannafundi sem Johnson hætti við að taka þátt í vegna hóps mótmælenda sem gerði hróp að honum. Sagði hann að Johnson bæri ábyrgð á að leysa úr þráteflinu og að hann hefði framtíð allra Breta í höndum sínum. „Þú getur ekki haldið framtíðinni í gíslingu fyrir flokkspólitíska hagsmuni,“ sagði Bettel. Reuters segir að mótmælendurnir hafi meðal annars verið breskir eftirlaunaþegar búsettir í Lúxemborg. Þeir hafi heyrst hrópa „fasisti“, „stöðvið valdaránið, segið sannleikann“ og „Skammastu þín, Boris“ að Johnson. Eftir á bar Johnson því við að það hefði verið ósanngjarnt gagnvart Bettel að hann tæki þátt í blaðamannafundinum vegna mótmælendanna. Bettel tók engu að síður við spurningum blaðamanna við hlið auðs ræðupúlts þar sem Johnson átti að standa.“I don't think it would have been fair to the prime minister of Luxembourg"Boris Johnson explains why he did not take part in a press conference alongside Luxembourg PM Xavier Bettel saying "there was clearly going to be a lot of noise” from protesters https://t.co/IdVgyC8rBd pic.twitter.com/PcxlmXT2gO— BBC Politics (@BBCPolitics) September 16, 2019
Bretland Brexit Evrópusambandið Lúxemborg Tengdar fréttir Viðræður í skötulíki Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hélt því fram í viðtali við Mail on Sunday að góður gangur væri í samningaumleitunum við Evrópusambandið um útgöngu Bretlands. Heimildarmenn dagblaðsins The Guardian innan ESB halda hins vegar öðru fram. 16. september 2019 07:15 Munu ekki fallast á frekari frest Boris Johnson mun funda með Jean-Claude Juncker í Lúxemborg í dag. 16. september 2019 08:03 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira
Viðræður í skötulíki Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hélt því fram í viðtali við Mail on Sunday að góður gangur væri í samningaumleitunum við Evrópusambandið um útgöngu Bretlands. Heimildarmenn dagblaðsins The Guardian innan ESB halda hins vegar öðru fram. 16. september 2019 07:15
Munu ekki fallast á frekari frest Boris Johnson mun funda með Jean-Claude Juncker í Lúxemborg í dag. 16. september 2019 08:03