Íslensku liðin gætu mætt Man. Utd í Evrópudeildinni í sumar Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. maí 2019 13:30 Ole Gunnar Solskjær mætir kannski til Íslands í júlí. vísir/getty Stuðningsmenn Manchester United vita væntanlega ekki hvort þeir eigi að halda með Manchester City eða Watford í úrslitaleik enska bikarsins um helgina en úrslitin í þeim leik hafa töluverð áhrif á sumarið hjá United. Fari svo að Manchester City vinni bikarinn fær Watford ekki sæti í Evrópudeildinni sem silfurliðið í þeirri keppni heldur fellur það í skaut næsta liðs í úrvaldeildinni sem ekki er komið í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Það er Manchester United. Stuðningsmenn Manchester United ættu því að halda með City um helgina því með sigri lærisveina Guardiola fer United beint í riðlakeppni Evrópudeildarinnar sem „bikarmeistari“ á Englandi en það tekur þá bikarmeistarasætið. Aftur á móti þurfa stuðningsmenn United að ákveða sig hvort þeir vilja að tímabilið hjá sínum mönnum hefjist á eðlilegum tíma eða í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar eins og staðan er akkurat núna. Þá gæti United mögulega komið til Íslands. Ef Watford verður bikarmeistari tekur það bikarmeistarasætið og United fer í Evrópudeildina þökk sé sjötta sætinu sem það náði á síðustu leiktíð og hefur þá leik sem fyrr segir í annarri umferð forkeppninnar 25. júlí. Þar gefst stuðningsmönnum Manchester United aftur á móti kannski möguleiki að sjá hetjurnar sínar með berum augum því þar verður United í pottinum með þeim íslensku liðum sem að komast í gegnum fyrstu umferðina. Breiðablik, KR og Stjarnan mæta öll til leiks í fyrstu umferðinni en í fyrra komust tvö af þremur íslensku liðunum áfram í aðra umferð en á því stigi gæti Manchester United beðið. Það fer því eftir því hvernig fer á laugardaginn í úrslitaleik enska bikarsins hvort að Ole Gunnar Solskjær hefji mögulega leik á sinni fyrstu heilu leiktíð í lok júlí og það kannski á Íslandi. Íslenski boltinn Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Dagskráin: Fyrstu Bestu mörkin eftir EM, formúla, píla og golf Sport Fleiri fréttir Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Sjá meira
Stuðningsmenn Manchester United vita væntanlega ekki hvort þeir eigi að halda með Manchester City eða Watford í úrslitaleik enska bikarsins um helgina en úrslitin í þeim leik hafa töluverð áhrif á sumarið hjá United. Fari svo að Manchester City vinni bikarinn fær Watford ekki sæti í Evrópudeildinni sem silfurliðið í þeirri keppni heldur fellur það í skaut næsta liðs í úrvaldeildinni sem ekki er komið í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Það er Manchester United. Stuðningsmenn Manchester United ættu því að halda með City um helgina því með sigri lærisveina Guardiola fer United beint í riðlakeppni Evrópudeildarinnar sem „bikarmeistari“ á Englandi en það tekur þá bikarmeistarasætið. Aftur á móti þurfa stuðningsmenn United að ákveða sig hvort þeir vilja að tímabilið hjá sínum mönnum hefjist á eðlilegum tíma eða í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar eins og staðan er akkurat núna. Þá gæti United mögulega komið til Íslands. Ef Watford verður bikarmeistari tekur það bikarmeistarasætið og United fer í Evrópudeildina þökk sé sjötta sætinu sem það náði á síðustu leiktíð og hefur þá leik sem fyrr segir í annarri umferð forkeppninnar 25. júlí. Þar gefst stuðningsmönnum Manchester United aftur á móti kannski möguleiki að sjá hetjurnar sínar með berum augum því þar verður United í pottinum með þeim íslensku liðum sem að komast í gegnum fyrstu umferðina. Breiðablik, KR og Stjarnan mæta öll til leiks í fyrstu umferðinni en í fyrra komust tvö af þremur íslensku liðunum áfram í aðra umferð en á því stigi gæti Manchester United beðið. Það fer því eftir því hvernig fer á laugardaginn í úrslitaleik enska bikarsins hvort að Ole Gunnar Solskjær hefji mögulega leik á sinni fyrstu heilu leiktíð í lok júlí og það kannski á Íslandi.
Íslenski boltinn Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Dagskráin: Fyrstu Bestu mörkin eftir EM, formúla, píla og golf Sport Fleiri fréttir Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Sjá meira