Íslensku liðin gætu mætt Man. Utd í Evrópudeildinni í sumar Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. maí 2019 13:30 Ole Gunnar Solskjær mætir kannski til Íslands í júlí. vísir/getty Stuðningsmenn Manchester United vita væntanlega ekki hvort þeir eigi að halda með Manchester City eða Watford í úrslitaleik enska bikarsins um helgina en úrslitin í þeim leik hafa töluverð áhrif á sumarið hjá United. Fari svo að Manchester City vinni bikarinn fær Watford ekki sæti í Evrópudeildinni sem silfurliðið í þeirri keppni heldur fellur það í skaut næsta liðs í úrvaldeildinni sem ekki er komið í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Það er Manchester United. Stuðningsmenn Manchester United ættu því að halda með City um helgina því með sigri lærisveina Guardiola fer United beint í riðlakeppni Evrópudeildarinnar sem „bikarmeistari“ á Englandi en það tekur þá bikarmeistarasætið. Aftur á móti þurfa stuðningsmenn United að ákveða sig hvort þeir vilja að tímabilið hjá sínum mönnum hefjist á eðlilegum tíma eða í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar eins og staðan er akkurat núna. Þá gæti United mögulega komið til Íslands. Ef Watford verður bikarmeistari tekur það bikarmeistarasætið og United fer í Evrópudeildina þökk sé sjötta sætinu sem það náði á síðustu leiktíð og hefur þá leik sem fyrr segir í annarri umferð forkeppninnar 25. júlí. Þar gefst stuðningsmönnum Manchester United aftur á móti kannski möguleiki að sjá hetjurnar sínar með berum augum því þar verður United í pottinum með þeim íslensku liðum sem að komast í gegnum fyrstu umferðina. Breiðablik, KR og Stjarnan mæta öll til leiks í fyrstu umferðinni en í fyrra komust tvö af þremur íslensku liðunum áfram í aðra umferð en á því stigi gæti Manchester United beðið. Það fer því eftir því hvernig fer á laugardaginn í úrslitaleik enska bikarsins hvort að Ole Gunnar Solskjær hefji mögulega leik á sinni fyrstu heilu leiktíð í lok júlí og það kannski á Íslandi. Íslenski boltinn Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Stuðningsmenn Manchester United vita væntanlega ekki hvort þeir eigi að halda með Manchester City eða Watford í úrslitaleik enska bikarsins um helgina en úrslitin í þeim leik hafa töluverð áhrif á sumarið hjá United. Fari svo að Manchester City vinni bikarinn fær Watford ekki sæti í Evrópudeildinni sem silfurliðið í þeirri keppni heldur fellur það í skaut næsta liðs í úrvaldeildinni sem ekki er komið í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Það er Manchester United. Stuðningsmenn Manchester United ættu því að halda með City um helgina því með sigri lærisveina Guardiola fer United beint í riðlakeppni Evrópudeildarinnar sem „bikarmeistari“ á Englandi en það tekur þá bikarmeistarasætið. Aftur á móti þurfa stuðningsmenn United að ákveða sig hvort þeir vilja að tímabilið hjá sínum mönnum hefjist á eðlilegum tíma eða í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar eins og staðan er akkurat núna. Þá gæti United mögulega komið til Íslands. Ef Watford verður bikarmeistari tekur það bikarmeistarasætið og United fer í Evrópudeildina þökk sé sjötta sætinu sem það náði á síðustu leiktíð og hefur þá leik sem fyrr segir í annarri umferð forkeppninnar 25. júlí. Þar gefst stuðningsmönnum Manchester United aftur á móti kannski möguleiki að sjá hetjurnar sínar með berum augum því þar verður United í pottinum með þeim íslensku liðum sem að komast í gegnum fyrstu umferðina. Breiðablik, KR og Stjarnan mæta öll til leiks í fyrstu umferðinni en í fyrra komust tvö af þremur íslensku liðunum áfram í aðra umferð en á því stigi gæti Manchester United beðið. Það fer því eftir því hvernig fer á laugardaginn í úrslitaleik enska bikarsins hvort að Ole Gunnar Solskjær hefji mögulega leik á sinni fyrstu heilu leiktíð í lok júlí og það kannski á Íslandi.
Íslenski boltinn Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira