Afléttu lögbanni á transbann Trump Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. janúar 2019 20:57 Trump telur að of mikill tilkostnaður fylgi því að leyfa transfólki að þjóna í Bandaríkjaher. Martin H. Simon/Getty Hæstiréttur Bandaríkjanna aflétti í dag tímabundnu lögbanni á svokallað transbann Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sem ætlað er að gera stórum hluta transfólks í Bandaríkjunum ókleift að ganga í herinn. Alríkisdómstólar í landinu höfðu áður stöðvað bannið frá því að taka gildi á meðan það væri til meðferðar dómstóla. Rétturinn, sem er skipaður níu dómurum, kaus um málið. Fimm voru fylgjandi því að aflétta lögbanninu, en fjórir á móti og skiptust atkvæðin eftir því hvort dómararnir við réttinn höfðu verið skipaðir af íhaldsömum forsetum eða ekki. Stefna forsetans gengur út á að banna „transfólki sem þarf eða hefur gengist undir kynleiðréttingaraðgerð.“ Aflétting réttarins á lögbanninu er þó ekki bindandi, heldur gefur hún hernum aðeins leyfi til þess að taka transbannið svokallaða upp þar til dómstólar í Bandaríkjunum hafa fjallað um það efnislega. Málið komst fyrst í fréttir árið 2017 þegar Trump tilkynnti á Twitter að Bandaríkin myndu ekki lengur „samþykkja eða leyfa“ bandarískt transfólk í hernum og rökstuddi afstöðu sína með vísan til „himinhás læknis- og lyfjakostnaðar og truflunar [á starfi hersins].“After consultation with my Generals and military experts, please be advised that the United States Government will not accept or allow...... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 26, 2017....Transgender individuals to serve in any capacity in the U.S. Military. Our military must be focused on decisive and overwhelming..... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 26, 2017 Jim Mattis, þáverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, gerði síðan nokkrar breytingar á stefnunni þar sem bannið var þrengt að einstaklingum sem vitað væri að ættu við kynáttunarvanda að stríða og einstaklingum hvers líkamlegt kyn og kyngervi voru ekki það sama. Það varð til þess að því transfólki sem þjónaði í hernum áður en stefnan um bannið var tekin fékk undanþágu, auk þess sem transfólki sem tilbúið væri að skrá sig í herinn samkvæmt líffræðilegu kyni sínu yrði ekki meinað að gera slíkt. Rétt tæplega tíu þúsund transfólks sinna nú herþjónustu í Bandaríkjaher. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ákvörðun Donalds Trump vekur hræðslu Formenn Trans-Íslands og Samtakanna '78 segja ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að banna transfólki að starfa fyrir her landsins ekki koma á óvart. Ákvörðunin markar brotthvarf frá stefnu Obama, fyrrverandi forseta. 27. júlí 2017 07:00 Óvissa vegna banns Trump við transfólki í hernum Ákvörðun Donalds Trump um að banna transfólki að gegna herþjónustu kom hermálayfirvöldum í opna skjöldu. Blaðafulltrúi Hvíta hússins getur ekki svarað hvort hermenn sem eru þegar á vígvellinum verði sendir heim vegna bannsins. 27. júlí 2017 10:41 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Dick Cheney er látinn Erlent Fleiri fréttir Dick Cheney er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Hæstiréttur Bandaríkjanna aflétti í dag tímabundnu lögbanni á svokallað transbann Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sem ætlað er að gera stórum hluta transfólks í Bandaríkjunum ókleift að ganga í herinn. Alríkisdómstólar í landinu höfðu áður stöðvað bannið frá því að taka gildi á meðan það væri til meðferðar dómstóla. Rétturinn, sem er skipaður níu dómurum, kaus um málið. Fimm voru fylgjandi því að aflétta lögbanninu, en fjórir á móti og skiptust atkvæðin eftir því hvort dómararnir við réttinn höfðu verið skipaðir af íhaldsömum forsetum eða ekki. Stefna forsetans gengur út á að banna „transfólki sem þarf eða hefur gengist undir kynleiðréttingaraðgerð.“ Aflétting réttarins á lögbanninu er þó ekki bindandi, heldur gefur hún hernum aðeins leyfi til þess að taka transbannið svokallaða upp þar til dómstólar í Bandaríkjunum hafa fjallað um það efnislega. Málið komst fyrst í fréttir árið 2017 þegar Trump tilkynnti á Twitter að Bandaríkin myndu ekki lengur „samþykkja eða leyfa“ bandarískt transfólk í hernum og rökstuddi afstöðu sína með vísan til „himinhás læknis- og lyfjakostnaðar og truflunar [á starfi hersins].“After consultation with my Generals and military experts, please be advised that the United States Government will not accept or allow...... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 26, 2017....Transgender individuals to serve in any capacity in the U.S. Military. Our military must be focused on decisive and overwhelming..... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 26, 2017 Jim Mattis, þáverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, gerði síðan nokkrar breytingar á stefnunni þar sem bannið var þrengt að einstaklingum sem vitað væri að ættu við kynáttunarvanda að stríða og einstaklingum hvers líkamlegt kyn og kyngervi voru ekki það sama. Það varð til þess að því transfólki sem þjónaði í hernum áður en stefnan um bannið var tekin fékk undanþágu, auk þess sem transfólki sem tilbúið væri að skrá sig í herinn samkvæmt líffræðilegu kyni sínu yrði ekki meinað að gera slíkt. Rétt tæplega tíu þúsund transfólks sinna nú herþjónustu í Bandaríkjaher.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ákvörðun Donalds Trump vekur hræðslu Formenn Trans-Íslands og Samtakanna '78 segja ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að banna transfólki að starfa fyrir her landsins ekki koma á óvart. Ákvörðunin markar brotthvarf frá stefnu Obama, fyrrverandi forseta. 27. júlí 2017 07:00 Óvissa vegna banns Trump við transfólki í hernum Ákvörðun Donalds Trump um að banna transfólki að gegna herþjónustu kom hermálayfirvöldum í opna skjöldu. Blaðafulltrúi Hvíta hússins getur ekki svarað hvort hermenn sem eru þegar á vígvellinum verði sendir heim vegna bannsins. 27. júlí 2017 10:41 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Dick Cheney er látinn Erlent Fleiri fréttir Dick Cheney er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Ákvörðun Donalds Trump vekur hræðslu Formenn Trans-Íslands og Samtakanna '78 segja ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að banna transfólki að starfa fyrir her landsins ekki koma á óvart. Ákvörðunin markar brotthvarf frá stefnu Obama, fyrrverandi forseta. 27. júlí 2017 07:00
Óvissa vegna banns Trump við transfólki í hernum Ákvörðun Donalds Trump um að banna transfólki að gegna herþjónustu kom hermálayfirvöldum í opna skjöldu. Blaðafulltrúi Hvíta hússins getur ekki svarað hvort hermenn sem eru þegar á vígvellinum verði sendir heim vegna bannsins. 27. júlí 2017 10:41