Forsetaframbjóðandi tilkynnti tíst til FBI Sylvía Hall skrifar 14. september 2019 08:48 Beto O'Rourke. Vísir/Getty Beto O‘Rourke, einn frambjóðenda í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar árið 2020, olli töluverðum usla í kappræðum flokksins aðfaranótt föstudags. Þar sagðist hann ætla að gera öll sjálfvirk skotvopn upptæk og ítrekaði jafnframt þá skoðun á Twitter-síðu sinni. „Já, ef þetta er skotvopn sem var hannað til þess að drepa fólk í bardaga,“ svaraði O‘Rourke aðspurður hvort hann ætlaði að gera fólki skylt að selja ríkinu slík skotvopn.Last night, I was asked if I’d buy back AR-15s and AK-47s. I said, “Hell yes.” If you’re with me, RT. pic.twitter.com/Z29m8i1Orn — Beto O'Rourke (@BetoORourke) September 14, 2019 Skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum hefur löngum verið hitamál og hafa endurbætur á skotvopnalöggjöf mætt harðri gagnrýni frá þeim Bandaríkjamönnum sem trúa því að réttur þeirra til skotvopnaeignar sé eitthvað sem stjórnmálamenn eiga ekki að skipta sér af. Á það sérstaklega við í Texasríki, sem er heimaríki O'Rourke. Á meðal þeirra sem voru ósáttir við ummæli frambjóðandans var þingmaðurinn og repúblikaninn Briscoe Cain frá Texas sem birti færslu til O‘Rourke á Twitter-síðu sinni þar sem hann sagði riffillinn sinn vera „tilbúinn“ fyrir frambjóðandann. „AR riffillinn minn er tilbúinn fyrir þig Robert Francis,“ skrifaði Cain til O‘Rourke, sem heitir fullu nafni Robert Francis. O‘Rourke svaraði færslunni með þeim orðum að þetta væri einfaldlega líflátshótun og Cain væri ekki hæfur til þess að eiga skotvopn. Færslunni var eytt af Twitter eftir að hún var tilkynnt til stjórnenda síðunnar og var hún sögð brjóta gegn reglum sem kveða á um bann við ofbeldishótunum. Cain var ósáttur og kallaði frambjóðandann barn í kjölfarið, en færslan var tilkynnt til alríkislögreglunnar, FBI, í Bandaríkjunum. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Röð óhagstæðra skoðanakannana fyrir Trump Forsetinn bregst við með því að saka fjölmiðla án sannana um að falsa kannanir og grafa undan sér. 11. september 2019 12:42 Kappræður Demókrata í nótt Tíu demókratar mætast í kappræðum í Texas í nótt. 12. september 2019 19:00 Frambjóðendur Demókrata tókust á um heilbrigðismálin Þeir tíu frambjóðendur bandarískra Demókrata sem sækjast eftir útnefningu flokksins til forsetaframboðs og eru taldir eiga mesta möguleika á sigri tókust á í sjónvarpskappræðum í Houston í nótt. 13. september 2019 07:21 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Beto O‘Rourke, einn frambjóðenda í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar árið 2020, olli töluverðum usla í kappræðum flokksins aðfaranótt föstudags. Þar sagðist hann ætla að gera öll sjálfvirk skotvopn upptæk og ítrekaði jafnframt þá skoðun á Twitter-síðu sinni. „Já, ef þetta er skotvopn sem var hannað til þess að drepa fólk í bardaga,“ svaraði O‘Rourke aðspurður hvort hann ætlaði að gera fólki skylt að selja ríkinu slík skotvopn.Last night, I was asked if I’d buy back AR-15s and AK-47s. I said, “Hell yes.” If you’re with me, RT. pic.twitter.com/Z29m8i1Orn — Beto O'Rourke (@BetoORourke) September 14, 2019 Skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum hefur löngum verið hitamál og hafa endurbætur á skotvopnalöggjöf mætt harðri gagnrýni frá þeim Bandaríkjamönnum sem trúa því að réttur þeirra til skotvopnaeignar sé eitthvað sem stjórnmálamenn eiga ekki að skipta sér af. Á það sérstaklega við í Texasríki, sem er heimaríki O'Rourke. Á meðal þeirra sem voru ósáttir við ummæli frambjóðandans var þingmaðurinn og repúblikaninn Briscoe Cain frá Texas sem birti færslu til O‘Rourke á Twitter-síðu sinni þar sem hann sagði riffillinn sinn vera „tilbúinn“ fyrir frambjóðandann. „AR riffillinn minn er tilbúinn fyrir þig Robert Francis,“ skrifaði Cain til O‘Rourke, sem heitir fullu nafni Robert Francis. O‘Rourke svaraði færslunni með þeim orðum að þetta væri einfaldlega líflátshótun og Cain væri ekki hæfur til þess að eiga skotvopn. Færslunni var eytt af Twitter eftir að hún var tilkynnt til stjórnenda síðunnar og var hún sögð brjóta gegn reglum sem kveða á um bann við ofbeldishótunum. Cain var ósáttur og kallaði frambjóðandann barn í kjölfarið, en færslan var tilkynnt til alríkislögreglunnar, FBI, í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Röð óhagstæðra skoðanakannana fyrir Trump Forsetinn bregst við með því að saka fjölmiðla án sannana um að falsa kannanir og grafa undan sér. 11. september 2019 12:42 Kappræður Demókrata í nótt Tíu demókratar mætast í kappræðum í Texas í nótt. 12. september 2019 19:00 Frambjóðendur Demókrata tókust á um heilbrigðismálin Þeir tíu frambjóðendur bandarískra Demókrata sem sækjast eftir útnefningu flokksins til forsetaframboðs og eru taldir eiga mesta möguleika á sigri tókust á í sjónvarpskappræðum í Houston í nótt. 13. september 2019 07:21 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Röð óhagstæðra skoðanakannana fyrir Trump Forsetinn bregst við með því að saka fjölmiðla án sannana um að falsa kannanir og grafa undan sér. 11. september 2019 12:42
Kappræður Demókrata í nótt Tíu demókratar mætast í kappræðum í Texas í nótt. 12. september 2019 19:00
Frambjóðendur Demókrata tókust á um heilbrigðismálin Þeir tíu frambjóðendur bandarískra Demókrata sem sækjast eftir útnefningu flokksins til forsetaframboðs og eru taldir eiga mesta möguleika á sigri tókust á í sjónvarpskappræðum í Houston í nótt. 13. september 2019 07:21