Röð óhagstæðra skoðanakannana fyrir Trump Kjartan Kjartansson skrifar 11. september 2019 12:42 Trump hefur til þessa notið góðs af efnahagsuppsveiflu. Aukinnar svartsýni á efnahagshorfur virðist þó gæta hjá almenningi sem gæti torveldað endurkjör forsetans. AP/Chris Seward Flestir frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins mælast með forskot á Donald Trump Bandaríkjaforseta í nýrri skoðanakönnun sem Washington Post birti í dag. Á sama tíma virðast vinsældir forsetans hafa þokast niður á við í skugga vaxandi svartsýni á efnahagshorfur. Vinsældir Trump hafa lítið haggast þegar til lengri tíma er litið þó að þær hafi sigið tímabundið í kjölfar umdeildra atburða. Þær hafa verið á milli 40-44 prósent í meðaltali skoðanakannanna sem tölfræðivefurinn Five Thirty Eight heldur utan um. Nú ber þó svo við að vinsældir Trump hafa farið niður fyrir 41% í fyrsta skipti frá því að hann hélt alríkisstofnunum lokuðum vegna deilu um fjármögnun landamæramúrs í um mánuð frá desember fram í janúar. Nate Silver, ritstjóri Five Thirty Eight, skrifaði á Twitter að þó að sigið í vinsældum Trump sé ekki mikið hafi það haldist stöðugt í nokkrar vikur. Vísbendingar séu um að það megi rekja til varanlegri þátta eins og ástands efnahagsmála frekar en tilfallandi atburða eða fréttaflutnings af forsetanum sem hafa drifið fyrri fylgissveiflur. „Það ætti sennilega að valda skynsömu fólki í Hvíta húsinu hugarangri,“ tísti Silver. Skoðanakönnun sem var birt fyrr í vikunni virðist styðja þá skýringu Silver. Þannig sögðust sex af hverjum tíu svarendum í könnun Washington Post og ABC telja að samdráttur væri líklegur á næsta ári og að verð á neytendavörum ætti eftir að hækka vegna tollastríðs Trump við Kína. Vinsældir Trump mældust 38% í þeirri könnun.While not a huge downturn, this one has persisted for a few weeks, and look like it may be due more to chronic (the economy) rather than acute (some particular news story) conditions. It should probably cause some consternation among any rational people in the White House.— Nate Silver (@NateSilver538) September 10, 2019 Fengi aldrei meira en 44% Könnun sömu fjölmiðla sem birtist í dag bendir til þess að helstu frambjóðendur í forvali demókrata hefðu sigur í forsetakosningum. Þannig hefðu Joe Biden, Bernie Sanders, Elizabeth Warren og Kamala Harris hann líklega undir ef marka má niðurstöðurnar. Munurinn á Trump og Pete Buttigieg reyndist innan skekkjumarka könnunarinnar. Verst vegnaði Trump gegn fyrrverandi varaforsetanum Biden. Samkvæmt könnuninni fengi Biden 55% atkvæða gegn 40% Trump. Aðrir hefðu ekki eins afdráttarlausan sigur á Trump. Sanders mælist með níu prósentustiga forskot á forsetann, Warren með sjö prósentustig og Harris sömuleiðis. Forsetinn fengi aldrei meira en 44% atkvæða gegn neinum af þeim fimm demókrötum sem spurt var um í könnuninni. Trump hlaut 46% atkvæða í forsetakosningunum árið 2016 en hann vann fleiri kjörmenn en Hillary Clinton og var því kjörinn forseti.Sakar fjölmiðla um falskannanir og undirróður Forsetinn hefur tekið nýlegum könnunum illa og ýmist sakað fjölmiðla um að hagræða niðurstöðum þeirra án frekari rökstuðnings eða um að grafa undan sér á meðal almennings. Í röð tísta í morgun kallaði Trump könnun Washington Post og ABC „tilgátukönnun“ og sagði þá eina verstu skoðanakönnuðina í bransanum. Fullyrti forsetinn að könnunin væri „fals“ sem ætti að bæla áhuga repúblikana á kosningunum og byggja upp frambjóðendur „félaga“ fjölmiðlanna í Demókrataflokknum. „Ef það væri ekki fyrir endalausar falsfréttir um mig og með allt það sem ég hef gert (meira en nokkur annar forseti á fyrstu 2 ½ árunum!) væri ég með forskot á „Félaga“ lélegu fjölmiðlanna [e. Lamestream media] með tuttugu stigum. Því miður, það er satt!“ tísti Trump.If it weren't for the never ending Fake News about me, and with all that I have done (more than any other President in the first 2 1/2 years!), I would be leading the “Partners” of the LameStream Media by 20 points. Sorry, but true!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 11, 2019 Vísaði hann meðal annars til sigurs frambjóðanda repúblikana í aukakosningum um sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í Norður-Karólínu í gærkvöldi. Þær kosningarnar þykja þó ekki endilega tilefni til bjartsýni fyrir Repúblikanaflokkinn og Trump. Dan Bishop, frambjóðandi repúblikana, hafði þar nauman sigur á Dan McCready, frambjóðanda demókrata, í íhaldssömu kjördæmi sem Trump hafði sigur í með um tólf prósentustiga mun árið 2016. AP-fréttastofan segir Bishop hafa um tveggja prósentustiga forskot á McCready þegar flest atkvæði hafa verið talin. Trump lýsti yfir stuðningi við Bishop fyrir kosningarnar. Aukakosningarnar voru haldnar eftir að vísbendingar komu fram um kosningasvik starfsmanna framboðs repúblikana í kosningunum í nóvember. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Flestir frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins mælast með forskot á Donald Trump Bandaríkjaforseta í nýrri skoðanakönnun sem Washington Post birti í dag. Á sama tíma virðast vinsældir forsetans hafa þokast niður á við í skugga vaxandi svartsýni á efnahagshorfur. Vinsældir Trump hafa lítið haggast þegar til lengri tíma er litið þó að þær hafi sigið tímabundið í kjölfar umdeildra atburða. Þær hafa verið á milli 40-44 prósent í meðaltali skoðanakannanna sem tölfræðivefurinn Five Thirty Eight heldur utan um. Nú ber þó svo við að vinsældir Trump hafa farið niður fyrir 41% í fyrsta skipti frá því að hann hélt alríkisstofnunum lokuðum vegna deilu um fjármögnun landamæramúrs í um mánuð frá desember fram í janúar. Nate Silver, ritstjóri Five Thirty Eight, skrifaði á Twitter að þó að sigið í vinsældum Trump sé ekki mikið hafi það haldist stöðugt í nokkrar vikur. Vísbendingar séu um að það megi rekja til varanlegri þátta eins og ástands efnahagsmála frekar en tilfallandi atburða eða fréttaflutnings af forsetanum sem hafa drifið fyrri fylgissveiflur. „Það ætti sennilega að valda skynsömu fólki í Hvíta húsinu hugarangri,“ tísti Silver. Skoðanakönnun sem var birt fyrr í vikunni virðist styðja þá skýringu Silver. Þannig sögðust sex af hverjum tíu svarendum í könnun Washington Post og ABC telja að samdráttur væri líklegur á næsta ári og að verð á neytendavörum ætti eftir að hækka vegna tollastríðs Trump við Kína. Vinsældir Trump mældust 38% í þeirri könnun.While not a huge downturn, this one has persisted for a few weeks, and look like it may be due more to chronic (the economy) rather than acute (some particular news story) conditions. It should probably cause some consternation among any rational people in the White House.— Nate Silver (@NateSilver538) September 10, 2019 Fengi aldrei meira en 44% Könnun sömu fjölmiðla sem birtist í dag bendir til þess að helstu frambjóðendur í forvali demókrata hefðu sigur í forsetakosningum. Þannig hefðu Joe Biden, Bernie Sanders, Elizabeth Warren og Kamala Harris hann líklega undir ef marka má niðurstöðurnar. Munurinn á Trump og Pete Buttigieg reyndist innan skekkjumarka könnunarinnar. Verst vegnaði Trump gegn fyrrverandi varaforsetanum Biden. Samkvæmt könnuninni fengi Biden 55% atkvæða gegn 40% Trump. Aðrir hefðu ekki eins afdráttarlausan sigur á Trump. Sanders mælist með níu prósentustiga forskot á forsetann, Warren með sjö prósentustig og Harris sömuleiðis. Forsetinn fengi aldrei meira en 44% atkvæða gegn neinum af þeim fimm demókrötum sem spurt var um í könnuninni. Trump hlaut 46% atkvæða í forsetakosningunum árið 2016 en hann vann fleiri kjörmenn en Hillary Clinton og var því kjörinn forseti.Sakar fjölmiðla um falskannanir og undirróður Forsetinn hefur tekið nýlegum könnunum illa og ýmist sakað fjölmiðla um að hagræða niðurstöðum þeirra án frekari rökstuðnings eða um að grafa undan sér á meðal almennings. Í röð tísta í morgun kallaði Trump könnun Washington Post og ABC „tilgátukönnun“ og sagði þá eina verstu skoðanakönnuðina í bransanum. Fullyrti forsetinn að könnunin væri „fals“ sem ætti að bæla áhuga repúblikana á kosningunum og byggja upp frambjóðendur „félaga“ fjölmiðlanna í Demókrataflokknum. „Ef það væri ekki fyrir endalausar falsfréttir um mig og með allt það sem ég hef gert (meira en nokkur annar forseti á fyrstu 2 ½ árunum!) væri ég með forskot á „Félaga“ lélegu fjölmiðlanna [e. Lamestream media] með tuttugu stigum. Því miður, það er satt!“ tísti Trump.If it weren't for the never ending Fake News about me, and with all that I have done (more than any other President in the first 2 1/2 years!), I would be leading the “Partners” of the LameStream Media by 20 points. Sorry, but true!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 11, 2019 Vísaði hann meðal annars til sigurs frambjóðanda repúblikana í aukakosningum um sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í Norður-Karólínu í gærkvöldi. Þær kosningarnar þykja þó ekki endilega tilefni til bjartsýni fyrir Repúblikanaflokkinn og Trump. Dan Bishop, frambjóðandi repúblikana, hafði þar nauman sigur á Dan McCready, frambjóðanda demókrata, í íhaldssömu kjördæmi sem Trump hafði sigur í með um tólf prósentustiga mun árið 2016. AP-fréttastofan segir Bishop hafa um tveggja prósentustiga forskot á McCready þegar flest atkvæði hafa verið talin. Trump lýsti yfir stuðningi við Bishop fyrir kosningarnar. Aukakosningarnar voru haldnar eftir að vísbendingar komu fram um kosningasvik starfsmanna framboðs repúblikana í kosningunum í nóvember.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira