Erlent

Kappræður Demókrata í nótt

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Tíu demókratar, sem sækjast eftir útnefningu flokksins til forsetaframboðs, mætast í kappræðum í Texas í nótt. Þetta verður í fyrsta sinn í aðdraganda prófkjöra flokksins sem ekki hefur þurft að skipta frambjóðendahópnum í tvennt en fjöldi frambjóðenda uppfyllti ekki skilyrði um fylgi og fjárstuðning.

Búast má við föstum skotum á Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, sem hefur leitt skoðanakannanir alla prófkjörsbaráttuna. Næst á eftir honum í fylgi koma þau Elizabeth Warren og Bernie Sanders öldungadeildarþingmenn. Þau þykja bæði vel til vinstri við Biden.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×