Atvinnumennska nauðsynleg vilji íslensku liðin ná meiri árangri í Evrópukeppnum Anton Ingi Leifsson skrifar 26. júlí 2019 19:30 Ef íslensku félagsliðin í fótboltanum eiga að ná betri árangri í Evrópukeppnunm í fótbolta er atvinnumennska eina leiðin segir Rúnar Kristinsson þjálfari KR. KR og Breiðablik duttu út fyrir Molde og Vaduz í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar og Valur datt út úr Meistaradeildinni gegn Maribor. Við það færðist Valsmenn þó niður í Evrópudeildina. Stjarnan var eina liðið sem komst áfram í gegnum fyrstu umferðina en þeir höfðu betur gegn Tallinn frá Eistlandi. Mikil umræða hefur skapast um hvað þurfi að gera svo íslensku liðin komist lengra í Evrópukeppnunum og Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, hefur skoðun á því. „Ég held að það sem við þurfum að gera til þess að bæta knattspyrnuna þá hlýtur það að vera eina leiðin að gera alla okkar leikmenn að atvinnumönnum,“ sagði Rúnar í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni að mikilvægt væri að lengja tímabilið vildu íslensku liðin betri árangur. Rúnar er ekki endilega sammála því. „Þó að við lengjum tímabilið þá held ég að við verðum ekkert betri í fótbolta. Við þurfum að geta æft meira og oftar og leikmennirnir fengið frí þess á milli, í stað þess að mæta í vinnu á morgnanna, æfingu á kvöldin og hugsa svo um börn og fjölskyldu.“ „Það er bara erfitt og þetta vitum við sem höfum búið erlendis og starfað sem atvinnumenn í knattspyrnu. Það er mín skoðun á þessu.“ „Við þurfum þá að fara inn með þetta. Við getum ekki spilað úti í október og nóvember og það mætir enginn á leikina þá. Það er ekkert gaman að vera spila fótbolta og þjálfararnir eru í max göllum og áhorfendur í stúku í svipuðum klæðum.“ „Við erum að spila frá nóvember og fram í maí innan húss og erum að spila fullt af leikjum. Við þurfum þá að nýta þá betur en ein leiðin gæti verið að fjölga leikjum í deildinni. Kannski fækka liðum og hafa meiri samkeppni,“ Er eini þröskuldurinn fyrir íslensku liðin að hér sé ekki atvinnumennska eða eru þeir fleiri? „Ég held að fámenni sé líka stór hluti af þessu. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að við erum rétt rúmlega 300 þúsund. Það er mjög erfitt að halda úti toppknattspyrnuliði. Þó að við fáum útlendinga til að styrkja okkur þá er töluvert langt í land til Norðurlandanna til að mynda,“ sagði Rúnar. Evrópudeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Leik lokið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Sjá meira
Ef íslensku félagsliðin í fótboltanum eiga að ná betri árangri í Evrópukeppnunm í fótbolta er atvinnumennska eina leiðin segir Rúnar Kristinsson þjálfari KR. KR og Breiðablik duttu út fyrir Molde og Vaduz í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar og Valur datt út úr Meistaradeildinni gegn Maribor. Við það færðist Valsmenn þó niður í Evrópudeildina. Stjarnan var eina liðið sem komst áfram í gegnum fyrstu umferðina en þeir höfðu betur gegn Tallinn frá Eistlandi. Mikil umræða hefur skapast um hvað þurfi að gera svo íslensku liðin komist lengra í Evrópukeppnunum og Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, hefur skoðun á því. „Ég held að það sem við þurfum að gera til þess að bæta knattspyrnuna þá hlýtur það að vera eina leiðin að gera alla okkar leikmenn að atvinnumönnum,“ sagði Rúnar í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni að mikilvægt væri að lengja tímabilið vildu íslensku liðin betri árangur. Rúnar er ekki endilega sammála því. „Þó að við lengjum tímabilið þá held ég að við verðum ekkert betri í fótbolta. Við þurfum að geta æft meira og oftar og leikmennirnir fengið frí þess á milli, í stað þess að mæta í vinnu á morgnanna, æfingu á kvöldin og hugsa svo um börn og fjölskyldu.“ „Það er bara erfitt og þetta vitum við sem höfum búið erlendis og starfað sem atvinnumenn í knattspyrnu. Það er mín skoðun á þessu.“ „Við þurfum þá að fara inn með þetta. Við getum ekki spilað úti í október og nóvember og það mætir enginn á leikina þá. Það er ekkert gaman að vera spila fótbolta og þjálfararnir eru í max göllum og áhorfendur í stúku í svipuðum klæðum.“ „Við erum að spila frá nóvember og fram í maí innan húss og erum að spila fullt af leikjum. Við þurfum þá að nýta þá betur en ein leiðin gæti verið að fjölga leikjum í deildinni. Kannski fækka liðum og hafa meiri samkeppni,“ Er eini þröskuldurinn fyrir íslensku liðin að hér sé ekki atvinnumennska eða eru þeir fleiri? „Ég held að fámenni sé líka stór hluti af þessu. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að við erum rétt rúmlega 300 þúsund. Það er mjög erfitt að halda úti toppknattspyrnuliði. Þó að við fáum útlendinga til að styrkja okkur þá er töluvert langt í land til Norðurlandanna til að mynda,“ sagði Rúnar.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Leik lokið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Sjá meira