Regn og hlýindi stöðva hundasleðakeppni í Alaska Kjartan Kjartansson skrifar 31. janúar 2019 15:58 Hvuttarnir sem voru komnir til að keppa í Willow fara ekki langt í ár. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Getty Á sama tíma og gríðarlegar frosthörkur ganga yfir miðvesturríki Bandaríkjanna hefur þurft að aflýsa árlegri hundasleðakeppni í Alaska vegna rigningar. Hitinn hefur verið yfir frostmarki þar undanfarið og aflýsa hefur þurft fleiri hundasleðakeppnum vegna aðstæðna í vetur. Frostið í Chicago í Bandaríkjunum hefur mælst um -30°C síðasta sólahringinn og með vindkælingu hefur hitinn farið niður í -56°C á sumum stöðum í miðvesturríkjunum. Kuldakastið hefur haft miklar raskanir í för með sér, flug og almenningssamgöngur hafa lamast og að minnsta kosti átta eru taldir hafa látist af völdum aðstæðna. Sama er þó ekki uppi á teningnum á norðvesturhjara Norður-Ameríku þar sem óvenjuhlýtt hefur verið í veðri. Það hefur skapað vandræði fyrir hundasleðakeppendur í Alaska. Þannig segir Anchorage Daily News frá því að blása hafi þurft af Willow 300-hundasleðakeppnina sem átti að hefjast í bænum Willow í morgun. Þrjátíu og fjórir keppendur voru skráðir til leiks en um undankeppni er að ræða fyrir aðra stærri þúsund mílna hundasleðakeppni. Keppnishaldarar segja að rigning og slæmar aðstæður á leiðinni hafi leitt til þess að þeir þurftu að aflýsa henni. Hluti leiðarinnar lá undir standandi vatni eftir viðvarandi hlýindi undanfarið. Starfsmenn höfðu lagað þau svæði en rigning í byrjun vikunnar batt enda á vonir skipuleggjenda um að hægt væri að halda keppnina. Fleiri keppnir hafa orðið veðuraðstæðum í Alaska að bráð í vetur. Einni var nýlega frestað og leiðir tveggja fyrirhugaðra keppna hafa verið styttar vegna snjóleysis og slæmra aðstæðna.Heimskautaloft sem streymir suður Kuldabolinn sem herjar á miðvesturríkin er af völdum heimskautalofts sem yfirleitt er haldið í skefjum af skotvindum yfir norðurskautinu. Þegar skotvindarnir veikjast getur kalt loft frá pólsvæðunum skriðið suður á bóginn en hlýtt loft á móti leitað norður. Þannig hefur hitinn annars staðar á norðurhveli víða verið vel yfir meðaltali á sama tíma og kuldamet gætu fallið í hluta Norður-Ameríku. Kenningar hafa jafnvel verið uppi um að hnattræn hlýnun gætu stuðlað að veikingu skotvindanna sem halda heimskautaloftinu í skorðum. Kuldaskot af þessu tagi gætu þannig jafnvel orðið tíðari eftir því sem hnattræn hlýnun færist í aukana á næstu árum og áratugum. „Heimurinn (og norðurhvelið) er enn óvenjuhlýr, hnattræn hlýnun er ekki skyndilega horfin!“ tísti Stefan Rahmstorf, prófessor í hafeðlisfræði við Potsdam-háskóla, og vísaði til háðsorða Donalds Trump Bandaríkjaforseta í vikunni um að kuldakastið sýndi á einhvern hátt fram á að hnattræn hlýnun ætti sér ekki stað.Wow! That is quite a cold anomaly over North America now: 20 °C too cold for the season! A big blob of Arctic air has gone astray and wandered off the pole. Note to Trump: the world (and Northern Hemisphere) is still anomalously warm, global warming has not suddenly gone missing! pic.twitter.com/gqZQmhW9nK— Stefan Rahmstorf (@rahmstorf) January 30, 2019 Bandaríkin Loftslagsmál Norður-Ameríka Tengdar fréttir Átta látnir af völdum kuldabolans í Bandaríkjunum Með vindkælingu hefur frostið á sumum stöðum farið niður í -56°C. 31. janúar 2019 11:08 Vetrarhörkur hverfa ekki þrátt fyrir hnattræna hlýnun Íslenskur loftslagsfræðingur segir fimbulkulda í Bandaríkjunum í janúar ekki þurfa að koma á óvart. Hnattræn hlýnun muni ekki eyða út árstíðarbundnum kulda. 29. janúar 2019 13:30 Ísilagt Michigan-vatn vekur mikla athygli Í Chicago í Illinois-ríki hefur frostið náð þrjátíu gráðum en kuldinn gerði það að verkum að stöðuvatnið sem borgin stendur við, Michigan-vatn, varð ísilagt. 31. janúar 2019 13:45 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Á sama tíma og gríðarlegar frosthörkur ganga yfir miðvesturríki Bandaríkjanna hefur þurft að aflýsa árlegri hundasleðakeppni í Alaska vegna rigningar. Hitinn hefur verið yfir frostmarki þar undanfarið og aflýsa hefur þurft fleiri hundasleðakeppnum vegna aðstæðna í vetur. Frostið í Chicago í Bandaríkjunum hefur mælst um -30°C síðasta sólahringinn og með vindkælingu hefur hitinn farið niður í -56°C á sumum stöðum í miðvesturríkjunum. Kuldakastið hefur haft miklar raskanir í för með sér, flug og almenningssamgöngur hafa lamast og að minnsta kosti átta eru taldir hafa látist af völdum aðstæðna. Sama er þó ekki uppi á teningnum á norðvesturhjara Norður-Ameríku þar sem óvenjuhlýtt hefur verið í veðri. Það hefur skapað vandræði fyrir hundasleðakeppendur í Alaska. Þannig segir Anchorage Daily News frá því að blása hafi þurft af Willow 300-hundasleðakeppnina sem átti að hefjast í bænum Willow í morgun. Þrjátíu og fjórir keppendur voru skráðir til leiks en um undankeppni er að ræða fyrir aðra stærri þúsund mílna hundasleðakeppni. Keppnishaldarar segja að rigning og slæmar aðstæður á leiðinni hafi leitt til þess að þeir þurftu að aflýsa henni. Hluti leiðarinnar lá undir standandi vatni eftir viðvarandi hlýindi undanfarið. Starfsmenn höfðu lagað þau svæði en rigning í byrjun vikunnar batt enda á vonir skipuleggjenda um að hægt væri að halda keppnina. Fleiri keppnir hafa orðið veðuraðstæðum í Alaska að bráð í vetur. Einni var nýlega frestað og leiðir tveggja fyrirhugaðra keppna hafa verið styttar vegna snjóleysis og slæmra aðstæðna.Heimskautaloft sem streymir suður Kuldabolinn sem herjar á miðvesturríkin er af völdum heimskautalofts sem yfirleitt er haldið í skefjum af skotvindum yfir norðurskautinu. Þegar skotvindarnir veikjast getur kalt loft frá pólsvæðunum skriðið suður á bóginn en hlýtt loft á móti leitað norður. Þannig hefur hitinn annars staðar á norðurhveli víða verið vel yfir meðaltali á sama tíma og kuldamet gætu fallið í hluta Norður-Ameríku. Kenningar hafa jafnvel verið uppi um að hnattræn hlýnun gætu stuðlað að veikingu skotvindanna sem halda heimskautaloftinu í skorðum. Kuldaskot af þessu tagi gætu þannig jafnvel orðið tíðari eftir því sem hnattræn hlýnun færist í aukana á næstu árum og áratugum. „Heimurinn (og norðurhvelið) er enn óvenjuhlýr, hnattræn hlýnun er ekki skyndilega horfin!“ tísti Stefan Rahmstorf, prófessor í hafeðlisfræði við Potsdam-háskóla, og vísaði til háðsorða Donalds Trump Bandaríkjaforseta í vikunni um að kuldakastið sýndi á einhvern hátt fram á að hnattræn hlýnun ætti sér ekki stað.Wow! That is quite a cold anomaly over North America now: 20 °C too cold for the season! A big blob of Arctic air has gone astray and wandered off the pole. Note to Trump: the world (and Northern Hemisphere) is still anomalously warm, global warming has not suddenly gone missing! pic.twitter.com/gqZQmhW9nK— Stefan Rahmstorf (@rahmstorf) January 30, 2019
Bandaríkin Loftslagsmál Norður-Ameríka Tengdar fréttir Átta látnir af völdum kuldabolans í Bandaríkjunum Með vindkælingu hefur frostið á sumum stöðum farið niður í -56°C. 31. janúar 2019 11:08 Vetrarhörkur hverfa ekki þrátt fyrir hnattræna hlýnun Íslenskur loftslagsfræðingur segir fimbulkulda í Bandaríkjunum í janúar ekki þurfa að koma á óvart. Hnattræn hlýnun muni ekki eyða út árstíðarbundnum kulda. 29. janúar 2019 13:30 Ísilagt Michigan-vatn vekur mikla athygli Í Chicago í Illinois-ríki hefur frostið náð þrjátíu gráðum en kuldinn gerði það að verkum að stöðuvatnið sem borgin stendur við, Michigan-vatn, varð ísilagt. 31. janúar 2019 13:45 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Átta látnir af völdum kuldabolans í Bandaríkjunum Með vindkælingu hefur frostið á sumum stöðum farið niður í -56°C. 31. janúar 2019 11:08
Vetrarhörkur hverfa ekki þrátt fyrir hnattræna hlýnun Íslenskur loftslagsfræðingur segir fimbulkulda í Bandaríkjunum í janúar ekki þurfa að koma á óvart. Hnattræn hlýnun muni ekki eyða út árstíðarbundnum kulda. 29. janúar 2019 13:30
Ísilagt Michigan-vatn vekur mikla athygli Í Chicago í Illinois-ríki hefur frostið náð þrjátíu gráðum en kuldinn gerði það að verkum að stöðuvatnið sem borgin stendur við, Michigan-vatn, varð ísilagt. 31. janúar 2019 13:45