Átta látnir af völdum kuldabolans í Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 31. janúar 2019 11:08 Að minnsta kosti átta manns hafa látið lífið af völdum kuldakastsins sem gengur nú yfir miðvesturríki Bandaríkjanna. Þúsundum flugferða hefur verið aflýst, skólum hefur verið lokað og póstsendingar stöðvaðar á meðan mesti kuldinn gengur yfir. Í Chicago í Illinois-ríki náði frostið þrjátíu gráðum og 37 gráðum í Norður-Dakóta, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sums staða hefur mikil snjókoma fylgt kalda loftinu sem á uppruna sinn að rekja til norðurheimskautsins. Spáð er allt að sextíu sentímetra snjókomu í Wisconsin-ríki. Vindur hefur jafnframt magnað kuldann upp. Með vindkælingu mældist hitinn -54°C í Grand Forks í Norður-Dakóta í gærmorgun. Kuldinn er svo mikill að Veðurþjónusta Bandaríkjanna hefur varað við því að kalsár geti myndast á innan við tíu mínútum sums staðar. Á meðal þeirra sem talið er að hafi látist af völdum kuldans er 55 ára gamall karlmaður sem fraus til bana í bílskúr í Milwaukee í Wisconsin. Svo virðist sem að hann hafi hnigið niður þegar hann mokaði snjó. Í Illinois lést 82 ára gamall maður vegna ofkælingar fyrir utan húsið sitt. Námsmaður við Háskólann í Iowa fannst látinn á bak við háskólabyggingu aðfaranótt miðvikudags. Umferðarslys sem tengjast veðrinu hafa einnig orðið fólki að bana. Þannig varð 75 ára gamall karlmaður fyrir snjóplógi nærri Chicago í gær. Ungt par lét lífið í árekstri af völdum hálku í norðanverðu Indíana. Pósturinn hefur hætt útburði í hluta tíu ríkja á Sléttunum miklu og í miðvestrinu. Hundruð skóla hefur einnig verið lokað þar. The Guardian segir að í það minnsta 2.700 flugferðum hafi verið aflýst í gær, flestum þeirra um tvo stærstu flugvelli Chicago. Um 1.800 ferðum til viðbótar hefur verið aflýst í dag. Lestarfyrirtækið Amtrak hefur einnig aflýst lestarferðum til og frá Chicago. Bandaríkin Tengdar fréttir Stytta sér stundir í kuldakastinu með því að kasta sjóðandi vatni upp í ískalt loftið Mikið kuldakast gengur nú yfir miðvesturríki Bandaríkjanna og hefur víða þurft að loka skólum og vinnustöðum. Gert er ráð fyrir allt að 29 stiga frosti og með vindkælingu gæti kuldinn farið niður í -40 gráður. 30. janúar 2019 18:37 Vetrarhörkur hverfa ekki þrátt fyrir hnattræna hlýnun Íslenskur loftslagsfræðingur segir fimbulkulda í Bandaríkjunum í janúar ekki þurfa að koma á óvart. Hnattræn hlýnun muni ekki eyða út árstíðarbundnum kulda. 29. janúar 2019 13:30 Manndrápsveður vestanhafs Hættulegt frost var í norðausturhluta Bandaríkjanna í gær. Fór niður að fjörutíu stigum. Stórborgir lentu illa í heimskautalægðinni og mældist frost til að mynda 32 stig í Chicago. Veðurfræðingar vara við útivist. 31. janúar 2019 06:10 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Sjá meira
Að minnsta kosti átta manns hafa látið lífið af völdum kuldakastsins sem gengur nú yfir miðvesturríki Bandaríkjanna. Þúsundum flugferða hefur verið aflýst, skólum hefur verið lokað og póstsendingar stöðvaðar á meðan mesti kuldinn gengur yfir. Í Chicago í Illinois-ríki náði frostið þrjátíu gráðum og 37 gráðum í Norður-Dakóta, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sums staða hefur mikil snjókoma fylgt kalda loftinu sem á uppruna sinn að rekja til norðurheimskautsins. Spáð er allt að sextíu sentímetra snjókomu í Wisconsin-ríki. Vindur hefur jafnframt magnað kuldann upp. Með vindkælingu mældist hitinn -54°C í Grand Forks í Norður-Dakóta í gærmorgun. Kuldinn er svo mikill að Veðurþjónusta Bandaríkjanna hefur varað við því að kalsár geti myndast á innan við tíu mínútum sums staðar. Á meðal þeirra sem talið er að hafi látist af völdum kuldans er 55 ára gamall karlmaður sem fraus til bana í bílskúr í Milwaukee í Wisconsin. Svo virðist sem að hann hafi hnigið niður þegar hann mokaði snjó. Í Illinois lést 82 ára gamall maður vegna ofkælingar fyrir utan húsið sitt. Námsmaður við Háskólann í Iowa fannst látinn á bak við háskólabyggingu aðfaranótt miðvikudags. Umferðarslys sem tengjast veðrinu hafa einnig orðið fólki að bana. Þannig varð 75 ára gamall karlmaður fyrir snjóplógi nærri Chicago í gær. Ungt par lét lífið í árekstri af völdum hálku í norðanverðu Indíana. Pósturinn hefur hætt útburði í hluta tíu ríkja á Sléttunum miklu og í miðvestrinu. Hundruð skóla hefur einnig verið lokað þar. The Guardian segir að í það minnsta 2.700 flugferðum hafi verið aflýst í gær, flestum þeirra um tvo stærstu flugvelli Chicago. Um 1.800 ferðum til viðbótar hefur verið aflýst í dag. Lestarfyrirtækið Amtrak hefur einnig aflýst lestarferðum til og frá Chicago.
Bandaríkin Tengdar fréttir Stytta sér stundir í kuldakastinu með því að kasta sjóðandi vatni upp í ískalt loftið Mikið kuldakast gengur nú yfir miðvesturríki Bandaríkjanna og hefur víða þurft að loka skólum og vinnustöðum. Gert er ráð fyrir allt að 29 stiga frosti og með vindkælingu gæti kuldinn farið niður í -40 gráður. 30. janúar 2019 18:37 Vetrarhörkur hverfa ekki þrátt fyrir hnattræna hlýnun Íslenskur loftslagsfræðingur segir fimbulkulda í Bandaríkjunum í janúar ekki þurfa að koma á óvart. Hnattræn hlýnun muni ekki eyða út árstíðarbundnum kulda. 29. janúar 2019 13:30 Manndrápsveður vestanhafs Hættulegt frost var í norðausturhluta Bandaríkjanna í gær. Fór niður að fjörutíu stigum. Stórborgir lentu illa í heimskautalægðinni og mældist frost til að mynda 32 stig í Chicago. Veðurfræðingar vara við útivist. 31. janúar 2019 06:10 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Sjá meira
Stytta sér stundir í kuldakastinu með því að kasta sjóðandi vatni upp í ískalt loftið Mikið kuldakast gengur nú yfir miðvesturríki Bandaríkjanna og hefur víða þurft að loka skólum og vinnustöðum. Gert er ráð fyrir allt að 29 stiga frosti og með vindkælingu gæti kuldinn farið niður í -40 gráður. 30. janúar 2019 18:37
Vetrarhörkur hverfa ekki þrátt fyrir hnattræna hlýnun Íslenskur loftslagsfræðingur segir fimbulkulda í Bandaríkjunum í janúar ekki þurfa að koma á óvart. Hnattræn hlýnun muni ekki eyða út árstíðarbundnum kulda. 29. janúar 2019 13:30
Manndrápsveður vestanhafs Hættulegt frost var í norðausturhluta Bandaríkjanna í gær. Fór niður að fjörutíu stigum. Stórborgir lentu illa í heimskautalægðinni og mældist frost til að mynda 32 stig í Chicago. Veðurfræðingar vara við útivist. 31. janúar 2019 06:10
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent