Þrír dæmdir til dauða fyrir Marokkó-morðin Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. júlí 2019 15:56 Þrír liðsmenn samtaka sem kenna sig við íslamskt ríki voru í dag dæmdir til dauða fyrir morðin á tveimur ungum norrænum konum. Þrír menn voru í Marokkó í dag dæmdir til dauðarefsingar fyrir að hafa orðið tveimur norrænum háskólanemum að bana í desember á síðasta ári. Morðin á hinni norsku Maren Ueland, 28 ára, og hinni dönsku Louisu Vesterager Jespersen, 24 ára, vöktu mikla athygli á sínum tíma og komu illa við samvisku heimsbyggðarinnar en í desember á síðasta ári réðust fjórir menn á ungu konurnar og myrtu þær með hrottafengnum hætti. Þær Ueland og Jespersen voru saman á bakpokaferðalagi um landið og höfðu tjaldað í hlíðum Toubkal-fjalls í Atlasfjöllum suður af Marrakech. Þær fundust síðan látnar í hlíðum fjallsins mánudaginn 17. desember. Einn ódæðismannanna tók morðin upp á myndband en það fór síðar í dreifingu á samfélagsmiðlum.Louisa Vesterager Jespersen, 24 ára, og Maren Ueland, 28 ára, fundust látnar í Marokkó þann 17. desember síðastliðinn.Myndir/FacebookDanski ríkisfjölmiðillinn greinir frá því að þremenningarnir hafi játað fyrir dómi að hafa orðið konunum að bana. Það hafi þeir gert með stuðningi hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki. Viku áður en höfuðpaurarnir létu til skarar skríða höfðu þeir svarið samtökunum hollustueið. Frá upphafi var talið að fjórir hefðu ráðist á konurnar en hinn fjórði fékk ekki dauðarefsingu en hann hlaut aftur á móti lífstíðarfangelsi. Aðrir tuttugu voru ákærðir í tengslum við Marokkó-morðin en þeir hlutu ýmist 5-25 ára fangelsisdóma í dag. Fyrir dómi sögðust nokkrir þeirra vera saklausir. Eina ástæðan fyrir því að þeir hefðu verið ákærðir séu tengsl þeirra við höfuðpauranna. Þrátt fyrir að mennirnir hafi hlotið dauðadóm í dag er alls óvíst að þeim dómi verði nokkurn tímann framfylgt. Þannig hefur enginn dauðadæmdur fangi verið tekinn af lífi í Marokkó frá árinu 1993 þrátt fyrir að um hundrað fangar sem hafa hlotið dauðadóm séu nú í fangelsum landsins. Danmörk Marokkó Marokkó-morðin Noregur Tengdar fréttir Dauðadóms krafist: „Verri en skepnur“ Lögmaður fjölskyldu annarrar norrænu kvennanna, sem myrtar voru í Marokkó í desember síðastliðinn, segir að saksóknarar komi til með að fara fram á að sakborningar verði dæmdir til dauða. 11. maí 2019 12:26 Játar að hafa afhöfðað aðra stúlkuna í Marokkó Hinn 25 ára gamli Ejjoud játaði sekt sína í réttarsal. 31. maí 2019 12:56 Ráfuðu um fjöllin í marga daga í leit að fórnarlömbum áður en þeir völdu Maren og Louisu Hryðjuverkamennirnir sem ákærðir eru fyrir morðin á tveimur norrænum konum í Marokkó í desember síðastliðnum ætluðu að fara til Sýrlands og ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS. Þeir höfðu hins vegar ekki efni á ferðalaginu. 15. maí 2019 12:43 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Þrír menn voru í Marokkó í dag dæmdir til dauðarefsingar fyrir að hafa orðið tveimur norrænum háskólanemum að bana í desember á síðasta ári. Morðin á hinni norsku Maren Ueland, 28 ára, og hinni dönsku Louisu Vesterager Jespersen, 24 ára, vöktu mikla athygli á sínum tíma og komu illa við samvisku heimsbyggðarinnar en í desember á síðasta ári réðust fjórir menn á ungu konurnar og myrtu þær með hrottafengnum hætti. Þær Ueland og Jespersen voru saman á bakpokaferðalagi um landið og höfðu tjaldað í hlíðum Toubkal-fjalls í Atlasfjöllum suður af Marrakech. Þær fundust síðan látnar í hlíðum fjallsins mánudaginn 17. desember. Einn ódæðismannanna tók morðin upp á myndband en það fór síðar í dreifingu á samfélagsmiðlum.Louisa Vesterager Jespersen, 24 ára, og Maren Ueland, 28 ára, fundust látnar í Marokkó þann 17. desember síðastliðinn.Myndir/FacebookDanski ríkisfjölmiðillinn greinir frá því að þremenningarnir hafi játað fyrir dómi að hafa orðið konunum að bana. Það hafi þeir gert með stuðningi hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki. Viku áður en höfuðpaurarnir létu til skarar skríða höfðu þeir svarið samtökunum hollustueið. Frá upphafi var talið að fjórir hefðu ráðist á konurnar en hinn fjórði fékk ekki dauðarefsingu en hann hlaut aftur á móti lífstíðarfangelsi. Aðrir tuttugu voru ákærðir í tengslum við Marokkó-morðin en þeir hlutu ýmist 5-25 ára fangelsisdóma í dag. Fyrir dómi sögðust nokkrir þeirra vera saklausir. Eina ástæðan fyrir því að þeir hefðu verið ákærðir séu tengsl þeirra við höfuðpauranna. Þrátt fyrir að mennirnir hafi hlotið dauðadóm í dag er alls óvíst að þeim dómi verði nokkurn tímann framfylgt. Þannig hefur enginn dauðadæmdur fangi verið tekinn af lífi í Marokkó frá árinu 1993 þrátt fyrir að um hundrað fangar sem hafa hlotið dauðadóm séu nú í fangelsum landsins.
Danmörk Marokkó Marokkó-morðin Noregur Tengdar fréttir Dauðadóms krafist: „Verri en skepnur“ Lögmaður fjölskyldu annarrar norrænu kvennanna, sem myrtar voru í Marokkó í desember síðastliðinn, segir að saksóknarar komi til með að fara fram á að sakborningar verði dæmdir til dauða. 11. maí 2019 12:26 Játar að hafa afhöfðað aðra stúlkuna í Marokkó Hinn 25 ára gamli Ejjoud játaði sekt sína í réttarsal. 31. maí 2019 12:56 Ráfuðu um fjöllin í marga daga í leit að fórnarlömbum áður en þeir völdu Maren og Louisu Hryðjuverkamennirnir sem ákærðir eru fyrir morðin á tveimur norrænum konum í Marokkó í desember síðastliðnum ætluðu að fara til Sýrlands og ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS. Þeir höfðu hins vegar ekki efni á ferðalaginu. 15. maí 2019 12:43 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Dauðadóms krafist: „Verri en skepnur“ Lögmaður fjölskyldu annarrar norrænu kvennanna, sem myrtar voru í Marokkó í desember síðastliðinn, segir að saksóknarar komi til með að fara fram á að sakborningar verði dæmdir til dauða. 11. maí 2019 12:26
Játar að hafa afhöfðað aðra stúlkuna í Marokkó Hinn 25 ára gamli Ejjoud játaði sekt sína í réttarsal. 31. maí 2019 12:56
Ráfuðu um fjöllin í marga daga í leit að fórnarlömbum áður en þeir völdu Maren og Louisu Hryðjuverkamennirnir sem ákærðir eru fyrir morðin á tveimur norrænum konum í Marokkó í desember síðastliðnum ætluðu að fara til Sýrlands og ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS. Þeir höfðu hins vegar ekki efni á ferðalaginu. 15. maí 2019 12:43