Erlent

Játar að hafa af­höfðað aðra stúlkuna í Marokkó

Sylvía Hall skrifar
Louisa Vesterager Jespersen, 24 ára, og Maren Ueland, 28 ára, fundust myrtar í Marokkó þann 17. desember síðastliðinn.
Louisa Vesterager Jespersen, 24 ára, og Maren Ueland, 28 ára, fundust myrtar í Marokkó þann 17. desember síðastliðinn. Myndir/Facebook
Abdessamad Ejjoud, einn þeirra sem var handtekinn í tengslum við morðið á tveimur norrænum konum í Marokkó í desember, hefur játað við réttarhöld að hafa afhöfðað aðra stúlkuna. BBC greinir frá.

Hinn 25 ára gamli Ejjoud játaði sekt sína í réttarsal og sagðist jafnframt sjá eftir því að hafa átt þátt í dauða stúlknanna. Hann er sakaður um að hafa leitt aðgerðir hópsins en sakborningarnir, sem eru 24 talsins, eru einnig ákærðir fyrir að hafa stofnað hryðjuverkahóp. 

Sjá einnig: Ráfuðu um fjöllin í marga daga í leit að fórnarlömbum áður en þeir völdu Maren og Louisu

Aðeins þrír eru þó ákærðir fyrir morðið á stúlkunum og eiga þeir yfir höfði sér dauðarefsingu verði þeir fundnir sekir.

Mennirnir þrír sem ákærðir eru fyrir morðið á stúlkunum.
Ekki er vitað um hvora stúlkuna ræðir en fórnarlömbin, þær Louisa Vesterager Jespersen og Maren Ueland, fundust í Atlasfjallgarðinum í desember þar sem þær höfðu verið saman á bakpokaferðalagi. 

Málið vakti mikinn óhug á sínum tíma en báðar voru myrtar á hrottafenginn hátt. Á meðal sönnunargagna í málinu er myndband sem sagt er sýna morðið á annarri konunni og hafa fjórtán verið ákærðir í Danmörku fyrir dreifingu á myndbandinu. 


Tengdar fréttir

Dauða­dóms krafist: „Verri en skepnur“

Lögmaður fjölskyldu annarrar norrænu kvennanna, sem myrtar voru í Marokkó í desember síðastliðinn, segir að saksóknarar komi til með að fara fram á að sakborningar verði dæmdir til dauða.

Sviss­lendingur dæmdur eftir morðin í Marokkó

Dómstóll í Marokkó hefur dæmt 33 ára mann í tíu ára fangelsi í tengslum við morðin á hinni norsku Maren Ueland og hinni dönsku Louisu Vesterager Jespersen í Atlasfjöllum í desember síðastliðinn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.