Ráðherra segir af sér vegna meintra afskipta Trudeau af rannsókn Kjartan Kjartansson skrifar 5. mars 2019 07:35 Philpott segist hafa misst trú á viðbrögð ríkisstjórnar Trudeau við ásökununum. Vísir/Getty Jane Philpott, einn hæst setti ráðherrann í ríkisstjórn Justins Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur sagt af sér. Hún segist hafa misst trú á hvernig ríkisstjórnin hefur tekið á spillingarrannsókn á verkfræðifyrirtæki. Trudeau hefur verið sakaður um að þrýsta á dómsmálaráðherra sinn um að grípa inn í rannsóknina á fyrirtækinu. Í afsagnarbréfi sem Philpott, sem er forseti svonefnds fjármálaráðs Kanada, ritaði segist hún verða að fylgja grunngildum sínum og siðferðislegum og stjórnarskrárlegum skyldum. Hún hafi þungar áhyggjur af því að vísbendingar séu um að stjórnmálamenn og embættismenn hafi þrýst á fyrrverandi dómsmálaráðherra að beita sér í sakamálarannsókna á SNC-Lavalin. „Það getur kostað sitt að standa við lífsreglur sínar en það kostar enn meira að láta þær lönd og leið,“ skrifaði Philpott sem sagði sér ekki lengur sætt í ríkisstjórninni. Hún ætlar þó áfram að sitja sem þingmaður Frjálslynda flokksins. Trudeau sagði afsögn Philpott vonbrigði en að hann hefði skilning á henni. Vinsældir hans í skoðanakönnunum hafa minnkað vegna hneykslismálsins en kosið verður til þings í október. Philpott er þriðji ráðherrann sem hefur sagt af sér vegna þess, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. SNC-Lavalin er eitt stærsta verkfræði- og byggingarfyrirtæki heims. Það hefur verið til rannsóknar vegna ásakana um fjársvik og spillingu vegna meintra mútugreiðslna til líbískra embættismanna á árunum 2001 til 2011. Jody Wilson-Raybould sagði af sér sem dómsmálaráðherra í febrúar og sagði þá að hún og starfslið hennar hefði setið undir sífelldum og óviðeigandi tilraunum til að koma SNC-Lavalin undan saksókn. Trudeau og nokkrir helstu ráðgjafar hans hafa verið sakaðir um að hafa staðið að þeim tilraunum. Einn helsti ráðgjafi forsætisráðherrann sagði af sér upp úr miðjum febrúar en neitaði að hafa gert nokkuð óviðeigandi í starfi. Kanada Tengdar fréttir Forsætisráðherra Kanada sagður hafa reynt að koma verkfræðistofu undan málaferlum Trudeau hafnar ásökununum. 11. febrúar 2019 22:46 Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Jane Philpott, einn hæst setti ráðherrann í ríkisstjórn Justins Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur sagt af sér. Hún segist hafa misst trú á hvernig ríkisstjórnin hefur tekið á spillingarrannsókn á verkfræðifyrirtæki. Trudeau hefur verið sakaður um að þrýsta á dómsmálaráðherra sinn um að grípa inn í rannsóknina á fyrirtækinu. Í afsagnarbréfi sem Philpott, sem er forseti svonefnds fjármálaráðs Kanada, ritaði segist hún verða að fylgja grunngildum sínum og siðferðislegum og stjórnarskrárlegum skyldum. Hún hafi þungar áhyggjur af því að vísbendingar séu um að stjórnmálamenn og embættismenn hafi þrýst á fyrrverandi dómsmálaráðherra að beita sér í sakamálarannsókna á SNC-Lavalin. „Það getur kostað sitt að standa við lífsreglur sínar en það kostar enn meira að láta þær lönd og leið,“ skrifaði Philpott sem sagði sér ekki lengur sætt í ríkisstjórninni. Hún ætlar þó áfram að sitja sem þingmaður Frjálslynda flokksins. Trudeau sagði afsögn Philpott vonbrigði en að hann hefði skilning á henni. Vinsældir hans í skoðanakönnunum hafa minnkað vegna hneykslismálsins en kosið verður til þings í október. Philpott er þriðji ráðherrann sem hefur sagt af sér vegna þess, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. SNC-Lavalin er eitt stærsta verkfræði- og byggingarfyrirtæki heims. Það hefur verið til rannsóknar vegna ásakana um fjársvik og spillingu vegna meintra mútugreiðslna til líbískra embættismanna á árunum 2001 til 2011. Jody Wilson-Raybould sagði af sér sem dómsmálaráðherra í febrúar og sagði þá að hún og starfslið hennar hefði setið undir sífelldum og óviðeigandi tilraunum til að koma SNC-Lavalin undan saksókn. Trudeau og nokkrir helstu ráðgjafar hans hafa verið sakaðir um að hafa staðið að þeim tilraunum. Einn helsti ráðgjafi forsætisráðherrann sagði af sér upp úr miðjum febrúar en neitaði að hafa gert nokkuð óviðeigandi í starfi.
Kanada Tengdar fréttir Forsætisráðherra Kanada sagður hafa reynt að koma verkfræðistofu undan málaferlum Trudeau hafnar ásökununum. 11. febrúar 2019 22:46 Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Forsætisráðherra Kanada sagður hafa reynt að koma verkfræðistofu undan málaferlum Trudeau hafnar ásökununum. 11. febrúar 2019 22:46