Erlent

Svara Louis CK fullum hálsi eftir að hann gerði grín að Parkland-fórnarlömbum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Louis C.K. hefur viðurkennt að ásakanir um ósæmilega kynferðistilburði hans séu sannar og biður konurnar afsökunar.
Louis C.K. hefur viðurkennt að ásakanir um ósæmilega kynferðistilburði hans séu sannar og biður konurnar afsökunar. Vísir/Getty
Bandaríski grínistinn Louis CK virðist enn á ný hafa komið sér í vandræði eftir að hluta af atriði úr uppistandi hans var lekið á netið. Þar má heyra hann gera miskunnarlaust grín að þeim nemendum sem komust lífs af eftir skotárásina í Parkland á síðasta ári, sem margir hverjir hafa barist fyrir hertri skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum.

„Bera vitni fyrir þinginu, þessi krakkar. Hvað í fjandanum. Hvað eruð þið að gera?“ má heyra Louis CK segja í upptökunni. „Þið voruð í skóla þar sem krakkar voru skotnir. Af hverju þýðir það að ég þarf að hlusta á ykkur. Af hverju gerir það ykkur áhugaverð? Þið voruð ekki skotin. Þið ýttuð einhverjum feitum krakka í skotlínuna og nú þarf ég að hlusta á ykkur tala?“

Alls létust 17 og fjölmargir særðust ífebrúar á síðasta ári þegar Nikolas Cruzgekk inn í Marjory Stoneman grunnskólann í Parkland í Florída og hóf þar skothríð. Núverandi og fyrrverandi nemendur skólans hafa vakið mikla athygli eftir að þau hófu mikla baráttu fyrir því að skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum yrði hert, svo koma mætti í veg fyrir árásir á borð við þá í Parkland.

Louis CK hefur að mestu látið lítið fyrir sér fara síðan árið 2017 erhann var sakaður um að hafa áreitt fimm konurkynferðislega.Viðurkenndi hann skömmu síðarað sögur þeirra sem stigu fram gegn honum væru sannar.Hann hefur þó á undanförnu reynt að stíga aftur í sviðsljósiðmeð því að halda uppistand á grínklúbbum og er upptakan sögð vera frá því í desember síðastliðnum, er hann kom fram í Governor's Comedy Club í New York.

Fjölmargir minnstust þeirra sem létust í Parkland-árásinni.Getty/Joe Raedle

„Af hverju kemur þú ekki hingað heim til okkar og prófar einhvern af þessum ömurlegu nýju bröndurum?“

Ummæli hans um Parkland-eftirlifendurna hafa farið fyrir brjóstið á aðstandendum þeirra sem dóu eða komust lífs af í skotárásinni, sem og þeirra sem sluppu lifandi undan kúlum árásarmannsins. Svara þau grínistanum fullum hálsi.

„Til allra þeirra sem þekkja Louis CK, vinsamlegast komið þessum skilaboðum frá mér til hans. Dóttir mín var myrt í Parkland-árásinni. Sonur minn hljóp undan kúlunum. Ég og eiginkona mín glímum við missinn á hverjum degi. Af hverju kemur þú ekki hingað heim til okkar og prófar einhvern af þessum ömurlegu nýju bröndurum,“ skrifar Fred Guttenberg á Twitter.

„Það er sorglegt að þurfa að leggjast svo lágt að áætlun þín um að snúa aftur sé að gera grín að þeim sem lifðu af skotárás í skóla og dirfast að berjast á móti,“ skrifaði Ryan Deitch, einn þeirra sem komst lífs af eftir árásina.

„Jafnvel þó að það að taka hlaupskot og borða sveppi hafi verið fínt fyrir þig þegar þú varst átján ára er það ekki lúxus sem við fáum að njóta eftir að hafa orðið vitni að því að sjá vini og bekkjarfélaga okkar í líkkistum vegna skotárásar sem auðveldlega má koma í veg fyrir,“ skrifaði Kyra Parrow á Twitter, einnig ein af þeim sem komst lífs af.

Fjölmiðlar á borð við CNN hafa reynt að ná tali af Louis vegna málsins undanfarna daga, án árangurs.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×