Erlent

Kom óvænt fram í fyrsta sinn síðan „sögurnar reyndust sannar“

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Louis C.K. hefur viðurkennt að ásakanir um ósæmilega kynferðistilburði hans séu sannar og biður konurnar afsökunar.
Louis C.K. hefur viðurkennt að ásakanir um ósæmilega kynferðistilburði hans séu sannar og biður konurnar afsökunar. Vísir/Getty

Grínistinn Louis C. K. kom óvænt fram á Comedy Cellar, rótgrónum uppistandsklúbb í New York-borg, á sunnudagskvöld. Þetta er í fyrsta sinn sem grínistinn kemur fram opinberlega síðan hann játaði í fyrra að hafa áreitt fjölda kvenna kynferðislega.

Eigandi Comedy Cellar, Noam Dworman, staðfesti fregnir af uppistandi C.K. í gær. Bandaríska dagblaðið New York Times hefur eftir Dworman að uppistandið hafi staðið yfir í um 15 mínútur og að umfjöllunarefnið hafi verið „dæmigert fyrir Louis C.K.“.

Þá sagði Dworman að áhorfendur, sem voru um 115 talsins, hefðu tekið vel á móti C.K. er hann steig á svið. Ein kvörtun hefur borist vegna uppistandsins, sem var ekki auglýst fyrirfram.

Fimm konur stigu fram í nóvember síðastliðnum og sökuðu C.K. um að hafa áreitt sig kynferðislega. Sneri áreitnin að því að C.K. hafi ítrekað afklætt sig fyrir framan konurnar og í einhverjum tilvikum stundað sjálfsfróun fyrir framan þær, án samþykkis.

C.K. staðfesti sannleiksgildi ásakananna í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér nokkrum dögum síðar og játaði á sig verknaðinn. Hann baðst einnig afsökunar á gjörðum sínum. C.K. hefur farið nær alveg huldu höfði í Hollywood síðan ásakanirnar voru bornar á hendur honum, þar til nú.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.