Sarah Silverman leyfði Louis C.K. að stunda sjálfsfróun fyrir framan sig Sylvía Hall skrifar 22. október 2018 20:51 Silverman ásamt Louis C.K. til hægri. Vísir/Getty Grínistinn og leikkonan Sarah Silverman tjáði sig um samband sitt við uppistandarann Louis C.K. í þætti Howard Stern nú á dögunum en grínistarnir hafa verið vinir um árabil. Louis C.K. var sakaður um ósæmilega hegðun í garð kvenkyns uppistandara fyrir ári síðan í tengslum við #MeToo-byltinguna. Silverman hefur verið á meðal þeirra kvenna sem hafa talað um kynjamisrétti í skemmtanabransanum og segir hún C.K. hafa misnotað aðstöðu sína gagnvart þessum konum en fimm konur stigu fram og sögðu grínistann hafa stundað sjálfsfróun fyrir framan þær. Sjá einnig: Louis C.K.: „Þessar sögur eru sannar“ Grínistarnir hafa verið vinir í yfir 25 ár og segir Silverman að hún hafi leyft C.K. að stunda sjálfsfróun fyrir framan sig á fyrstu árum þeirra í skemmtibransanum. Hún segir það hafi verið gert í góðu gríni og ekki sambærilegt því sem hinar konurnar upplifðu. „Það er ekki sambærilegt því sem þessar konur eru að tala um. Hann gat ekki boðið mér neitt. Við vorum bara vinir. Stundum vildi ég sjá það, það var stórkostlegt. Stundum sagði ég „alls ekki, ógeðslegt“ og við fengum okkur pizzu.“ Hún segir vandamálið liggja í því að hegðun C.K. breyttist ekki eftir að hann varð frægur. Hún segir honum hafa liðið eins og hann væri enn sami maður en áttaði sig ekki á breyttum aðstæðum. Þá segist hún vita til þess að hann hafi reynt að breyta hegðun sinni áður en ásakanirnar birtust í fjölmiðlum. „Það er til fólk sem neitar fyrir allt sem það er sakað um og heldur áfram að vera stjórnmálamenn eða kvikmyndagerðarmenn líkt og það var áður. Svo er það fólkið sem stígur fram og segir: „Ég er sekur um þessa hluti, ég gerði rangt og vill breyta rétt“ og svo er það fólkið sem er útilokað úr samfélaginu til æviloka. Hann er bróðir minn, svo þetta er erfitt. Ég hef kannski ekki hlutlaust sjónarhorn á málið en ég er að reyna,“ sagði Silverman. Þá sagðist hún ekki ætlast til þess að allir myndu taka grínistanum opnum örmum á ný. Hún sagði hann þó sjá eftir gjörðum sínum og vildi sjá hann tala um það á sviði. MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Kom óvænt fram í fyrsta sinn síðan „sögurnar reyndust sannar“ Eigandi Comedy Cellar, Noam Dworman, staðfesti fregnir af uppistandi C.K. í gær. 28. ágúst 2018 14:53 HBO slítur samstarfi við Louis C.K. Fimm konur hafa sakað bandaríska grínistann Louis C.K. um kynferðislega áreitni. 10. nóvember 2017 14:00 Saka Louis C.K. um ósæmilega kynferðistilburði Fimm konur sem flestar starfa sem uppistandarar hafa ásakað Louis C.K. um ósæmilega hegðun gagnvart sér. 9. nóvember 2017 20:49 Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira
Grínistinn og leikkonan Sarah Silverman tjáði sig um samband sitt við uppistandarann Louis C.K. í þætti Howard Stern nú á dögunum en grínistarnir hafa verið vinir um árabil. Louis C.K. var sakaður um ósæmilega hegðun í garð kvenkyns uppistandara fyrir ári síðan í tengslum við #MeToo-byltinguna. Silverman hefur verið á meðal þeirra kvenna sem hafa talað um kynjamisrétti í skemmtanabransanum og segir hún C.K. hafa misnotað aðstöðu sína gagnvart þessum konum en fimm konur stigu fram og sögðu grínistann hafa stundað sjálfsfróun fyrir framan þær. Sjá einnig: Louis C.K.: „Þessar sögur eru sannar“ Grínistarnir hafa verið vinir í yfir 25 ár og segir Silverman að hún hafi leyft C.K. að stunda sjálfsfróun fyrir framan sig á fyrstu árum þeirra í skemmtibransanum. Hún segir það hafi verið gert í góðu gríni og ekki sambærilegt því sem hinar konurnar upplifðu. „Það er ekki sambærilegt því sem þessar konur eru að tala um. Hann gat ekki boðið mér neitt. Við vorum bara vinir. Stundum vildi ég sjá það, það var stórkostlegt. Stundum sagði ég „alls ekki, ógeðslegt“ og við fengum okkur pizzu.“ Hún segir vandamálið liggja í því að hegðun C.K. breyttist ekki eftir að hann varð frægur. Hún segir honum hafa liðið eins og hann væri enn sami maður en áttaði sig ekki á breyttum aðstæðum. Þá segist hún vita til þess að hann hafi reynt að breyta hegðun sinni áður en ásakanirnar birtust í fjölmiðlum. „Það er til fólk sem neitar fyrir allt sem það er sakað um og heldur áfram að vera stjórnmálamenn eða kvikmyndagerðarmenn líkt og það var áður. Svo er það fólkið sem stígur fram og segir: „Ég er sekur um þessa hluti, ég gerði rangt og vill breyta rétt“ og svo er það fólkið sem er útilokað úr samfélaginu til æviloka. Hann er bróðir minn, svo þetta er erfitt. Ég hef kannski ekki hlutlaust sjónarhorn á málið en ég er að reyna,“ sagði Silverman. Þá sagðist hún ekki ætlast til þess að allir myndu taka grínistanum opnum örmum á ný. Hún sagði hann þó sjá eftir gjörðum sínum og vildi sjá hann tala um það á sviði.
MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Kom óvænt fram í fyrsta sinn síðan „sögurnar reyndust sannar“ Eigandi Comedy Cellar, Noam Dworman, staðfesti fregnir af uppistandi C.K. í gær. 28. ágúst 2018 14:53 HBO slítur samstarfi við Louis C.K. Fimm konur hafa sakað bandaríska grínistann Louis C.K. um kynferðislega áreitni. 10. nóvember 2017 14:00 Saka Louis C.K. um ósæmilega kynferðistilburði Fimm konur sem flestar starfa sem uppistandarar hafa ásakað Louis C.K. um ósæmilega hegðun gagnvart sér. 9. nóvember 2017 20:49 Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira
Kom óvænt fram í fyrsta sinn síðan „sögurnar reyndust sannar“ Eigandi Comedy Cellar, Noam Dworman, staðfesti fregnir af uppistandi C.K. í gær. 28. ágúst 2018 14:53
HBO slítur samstarfi við Louis C.K. Fimm konur hafa sakað bandaríska grínistann Louis C.K. um kynferðislega áreitni. 10. nóvember 2017 14:00
Saka Louis C.K. um ósæmilega kynferðistilburði Fimm konur sem flestar starfa sem uppistandarar hafa ásakað Louis C.K. um ósæmilega hegðun gagnvart sér. 9. nóvember 2017 20:49