Erlent

Kvöddu 747 á sér­stakan máta

Atli Ísleifsson skrifar
LY1747 tók smá krók á leið sinni til Tel Avív.
LY1747 tók smá krók á leið sinni til Tel Avív. Flightradar24
Ísraelska flugfélagið El Al kvaddi flota sinn af Boeing 747 vélum á sérstakan máta í gær. Fyrir síðasta flugið hvatti félagið almenning til að fylgjast með síðustu ferð Boeing 747 vélar flugfélagsins sem flaug frá Róm til Tel Avív, á síðunni Flightradar24.

Flugferðin tók um hundrað mínútum lengri tíma en venjulega, en áhugasamir tóku eftir að LY1747 „teiknaði“ 747-vél, séða að ofan, á kortið.

Vélin, sem er 25 ára gömul og af gerðinni Boeing 747-400, lenti svo heilu og höndnu í Tel Avív.

Flugfélagið hefur notast við 747 frá árinu 1971 og en mun framvegis notast við Boeing 787 og Airbus A350.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×