Jürgen Klopp lærði ensku með því að horfa á Friends-þættina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. ágúst 2019 13:00 Jürgen Klopp og vinirnir fimm í Friends þáttunum. Samsett/Getty Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var aldrei í vandræðum með enskuna þegar hann mætti á svæðið sem nýr knattspyrnustjóri Liverpool í október 2015. Nú vitum við hverjum við getum þakkað það. Jürgen Klopp viðurkenndi það í viðtali við Juliette Ferrington á BBC 5 Live að hann hafi notað bandarísku gamnaþáttaröðina Friends til að læra enskuna svona vel. Friends var einn allra vinsælasti sjónvarpsþátturinn á árunum 1994 til 2004 og vinirnir fimm eru hluti af mótunarárum heillar kynslóðar, bæði í Bandaríkjunum sem og í Evrópu. Nú hafa þeir öðlast vinsældir hjá nýjum kynslóðum í gegnum Netflix og aðrar veitur.Klopp used the programme FRIENDS to learn English. It's got us thinking... Can you think of any managers who look like characters from the TV? #bbcfootball Get Involved https://t.co/ksErI0nVhHpic.twitter.com/vLdyWMJxtu — BBC Sport (@BBCSport) August 7, 2019Jürgen Klopp var meðal annars spurður út í karakterinn Joey Tribiani sem Matt LeBlanc lék á ógleymanlegan hátt í þáttunum. Klopp sagðist vera gáfaðri en Joey en ekki eins tungumjúkur. „Ég lærði ensku með því að horfa á Friends þættina af því að það var auðvelt að skilja þá,“ sagði Jürgen Klopp í viðtalinu. „Þú reynir síðan að horfa á kvikmyndir, því það er næst á dagskrá hjá þér. Í kvikmyndum eru notaðar mállýskur og þar er enskan ekki eins skýr. Ruslatal og allir þessir hlutir sem þú þarft að fylgjast með,“ sagði Klopp. „Það er auðveldast fyrir Þjóðverja að hlusta á enskuna í Friends. Þar eru auðveld samtöl. Þú skilur næstum því hvert orð strax og þess vegna er það góð leið fyrir okkur til að læra enskuna,“ sagði Klopp. En hverjum líkist Klopp mest í þáttunum. „Nei, nei, nei nei. Ég er hrifnari af stelpunum en strákunum. Ég get samt ekki leikið stelpu. Það er þá helst Joey, því miður. Ég er aðeins klárari en Joey en mér gekk ekki eins vel að tala við stelpurnar og hann,“ sagði Klopp og hermdi svo eftir Joey Tribiani. „How you doing?,“ sagi Klopp léttur og bætti við: „Þetta var augljóslega ekki svona auðvelt fyrir mig í mínu lífi,“ sagði Klopp eins og sjá má hér fyrir neðan."How you doin'?" Jurgen Klopp reveals he learnt English watching... Friends! Listen to a the Football Daily podcast with #LFC's Jurgen Klopp and Andy Robertson : https://t.co/7xk2lX6J5Mpic.twitter.com/efpaHKGG7b — BBC 5 Live Sport (@5liveSport) August 7, 2019 Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Fleiri fréttir Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var aldrei í vandræðum með enskuna þegar hann mætti á svæðið sem nýr knattspyrnustjóri Liverpool í október 2015. Nú vitum við hverjum við getum þakkað það. Jürgen Klopp viðurkenndi það í viðtali við Juliette Ferrington á BBC 5 Live að hann hafi notað bandarísku gamnaþáttaröðina Friends til að læra enskuna svona vel. Friends var einn allra vinsælasti sjónvarpsþátturinn á árunum 1994 til 2004 og vinirnir fimm eru hluti af mótunarárum heillar kynslóðar, bæði í Bandaríkjunum sem og í Evrópu. Nú hafa þeir öðlast vinsældir hjá nýjum kynslóðum í gegnum Netflix og aðrar veitur.Klopp used the programme FRIENDS to learn English. It's got us thinking... Can you think of any managers who look like characters from the TV? #bbcfootball Get Involved https://t.co/ksErI0nVhHpic.twitter.com/vLdyWMJxtu — BBC Sport (@BBCSport) August 7, 2019Jürgen Klopp var meðal annars spurður út í karakterinn Joey Tribiani sem Matt LeBlanc lék á ógleymanlegan hátt í þáttunum. Klopp sagðist vera gáfaðri en Joey en ekki eins tungumjúkur. „Ég lærði ensku með því að horfa á Friends þættina af því að það var auðvelt að skilja þá,“ sagði Jürgen Klopp í viðtalinu. „Þú reynir síðan að horfa á kvikmyndir, því það er næst á dagskrá hjá þér. Í kvikmyndum eru notaðar mállýskur og þar er enskan ekki eins skýr. Ruslatal og allir þessir hlutir sem þú þarft að fylgjast með,“ sagði Klopp. „Það er auðveldast fyrir Þjóðverja að hlusta á enskuna í Friends. Þar eru auðveld samtöl. Þú skilur næstum því hvert orð strax og þess vegna er það góð leið fyrir okkur til að læra enskuna,“ sagði Klopp. En hverjum líkist Klopp mest í þáttunum. „Nei, nei, nei nei. Ég er hrifnari af stelpunum en strákunum. Ég get samt ekki leikið stelpu. Það er þá helst Joey, því miður. Ég er aðeins klárari en Joey en mér gekk ekki eins vel að tala við stelpurnar og hann,“ sagði Klopp og hermdi svo eftir Joey Tribiani. „How you doing?,“ sagi Klopp léttur og bætti við: „Þetta var augljóslega ekki svona auðvelt fyrir mig í mínu lífi,“ sagði Klopp eins og sjá má hér fyrir neðan."How you doin'?" Jurgen Klopp reveals he learnt English watching... Friends! Listen to a the Football Daily podcast with #LFC's Jurgen Klopp and Andy Robertson : https://t.co/7xk2lX6J5Mpic.twitter.com/efpaHKGG7b — BBC 5 Live Sport (@5liveSport) August 7, 2019
Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Fleiri fréttir Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira