Lífstíðarfangelsi fyrir að misþyrma börnum sínum um árabil Samúel Karl Ólason skrifar 19. apríl 2019 18:29 Louise Anna Turpin er hér lengst til vinstri og David Allen Turpin er til hægri. AP/Will Lester David Allen Turpin og Louise Anna Turpin hafa verið dæmd lífstíðarfangelsi fyrir að misþyrma tólf af þrettán börnum sínum. Þau munu mögulega geta fengið reynslulausn í fyrsta lagi eftir 25 ár. Börnin fengu lítið sem ekkert að borða, voru barin reglulega og misþyrmt um árabil, eða þar til ein dóttir þeirra flúði með því að stökkva út um glugga og kalla eftir hjálp í janúar í fyrra. Þegar lögregluþjóna bar að garði fundu þeir 22 ára son þeirra hlekkjaðan við rúm og tvær stúlkur sem hafði nýverið sleppt úr hlekkjum. Sjö af börnum hjónanna voru í raun fullorðin og á aldrinum 18 til 29 ára gömul. Yngsta barnið var tveggja ára. Öll börnin þjáðust af næringarskorti og til marks um það töldu lögregluþjónarnir að stúlkan sem flúði hefði verið um tíu ára gömul. Í rauninni var hún sautján ára. Hús þeirra hjóna mun hafa verið viðbjóðslegt þegar lögregluþjónar fóru þar inn og var mikil lykt af hlandi og skít.Sjá einnig: Borðuðu einu sinni á dag og fóru tvisvar á ári í sturtuDavid Allen er 57 ára gamall og Louise Anna er 49 ára gömul. Dómsuppkvaðning fór fram í Kaliforníu í dag en þau lýstu yfir sekt í febrúar.Lýstu aðstæðum Nokkur börn þeirra voru viðstödd dómsuppkvaðninguna í dag en ekkert þeirra hefur verið nafngreint og fyrirskipaði dómari að ekki mætti taka myndir af þeim. Ein dóttir þeirra sagðist vera að taka stjórn á eigin lífi. Henni gengi vel að búa ein og væri í skóla. „Ég er baráttukona. Ég er sterk og ég skýst í gegnum lífið eins og eldflaug,“ sagði hún. Hún sagði líf hennar hafa verið slæmt hingað til en það hefði gert hana sterka. „Ég barðist til að verða sú manneskja sem ég er.“ Sonur þeirra sagðist ekki geta lýst því sem hann hafi þurft að ganga í gegnum. Hann fengi enn martraðir um að systkini hans væru hlekkjuð og barin. Það tilheyrði þó fortíðinni. „Ég elska foreldra mína og hef fyrirgefið þeim fyrir margt af því sem þau gerðu okkur. Ég hef lært svo mikið og orðið mjög sjálfstæður.“ Hann gengur einnig í skóla og er að læra forritun. Hér að neðan má sjá upptöku úr dómsal í dag þar sem dómsuppkvaðning fór fram. Í byrjun má heyra hluta yfirlýsingar þeirra sem nefnd eru hér að ofan. Sonur þeirra las einnig yfirlýsingar frá öðrum börnum. Því næst lesa þau David og Louise upp yfirlýsingar. Bandaríkin Tengdar fréttir Hundar Turpin-fjölskyldunnar voru vel haldnir Börn hjónanna voru hins vegar vannærð, pyntuð og þurftu reglulega að þola barsmíðar. 20. janúar 2018 10:01 Borðuðu einu sinni á dag og fóru tvisvar á ári í sturtu Foreldrar þrettán barna sem fundust við hræðilegar aðstæður munu fara fyrir dómara í dag. 18. janúar 2018 15:48 Foreldrarnir neita sök: Sum barnanna skert á vitsmunum og með taugaskaða eftir ofbeldið Börnin fengu að halda dagbækur sem lögreglan hefur komist yfir. 18. janúar 2018 22:50 Nágrannar höfðu ekki hugmynd um að börn væru í húsinu „Þau voru mjög hrædd. Eins og þau hefðu aldrei séð fólk áður.“ 16. janúar 2018 11:04 Hjón ákærð fyrir pyndingar og illa meðferð á börnum sínum Hjón í Kaliforníu hafa verið ákærð fyrir pyndingar á þrettán börnum sínum en þau voru handtekin á sunnudag eftir að einni dóttur þeirra tókst að losna úr prísundinni og kalla til lögreglu. 16. janúar 2018 20:33 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Sjá meira
David Allen Turpin og Louise Anna Turpin hafa verið dæmd lífstíðarfangelsi fyrir að misþyrma tólf af þrettán börnum sínum. Þau munu mögulega geta fengið reynslulausn í fyrsta lagi eftir 25 ár. Börnin fengu lítið sem ekkert að borða, voru barin reglulega og misþyrmt um árabil, eða þar til ein dóttir þeirra flúði með því að stökkva út um glugga og kalla eftir hjálp í janúar í fyrra. Þegar lögregluþjóna bar að garði fundu þeir 22 ára son þeirra hlekkjaðan við rúm og tvær stúlkur sem hafði nýverið sleppt úr hlekkjum. Sjö af börnum hjónanna voru í raun fullorðin og á aldrinum 18 til 29 ára gömul. Yngsta barnið var tveggja ára. Öll börnin þjáðust af næringarskorti og til marks um það töldu lögregluþjónarnir að stúlkan sem flúði hefði verið um tíu ára gömul. Í rauninni var hún sautján ára. Hús þeirra hjóna mun hafa verið viðbjóðslegt þegar lögregluþjónar fóru þar inn og var mikil lykt af hlandi og skít.Sjá einnig: Borðuðu einu sinni á dag og fóru tvisvar á ári í sturtuDavid Allen er 57 ára gamall og Louise Anna er 49 ára gömul. Dómsuppkvaðning fór fram í Kaliforníu í dag en þau lýstu yfir sekt í febrúar.Lýstu aðstæðum Nokkur börn þeirra voru viðstödd dómsuppkvaðninguna í dag en ekkert þeirra hefur verið nafngreint og fyrirskipaði dómari að ekki mætti taka myndir af þeim. Ein dóttir þeirra sagðist vera að taka stjórn á eigin lífi. Henni gengi vel að búa ein og væri í skóla. „Ég er baráttukona. Ég er sterk og ég skýst í gegnum lífið eins og eldflaug,“ sagði hún. Hún sagði líf hennar hafa verið slæmt hingað til en það hefði gert hana sterka. „Ég barðist til að verða sú manneskja sem ég er.“ Sonur þeirra sagðist ekki geta lýst því sem hann hafi þurft að ganga í gegnum. Hann fengi enn martraðir um að systkini hans væru hlekkjuð og barin. Það tilheyrði þó fortíðinni. „Ég elska foreldra mína og hef fyrirgefið þeim fyrir margt af því sem þau gerðu okkur. Ég hef lært svo mikið og orðið mjög sjálfstæður.“ Hann gengur einnig í skóla og er að læra forritun. Hér að neðan má sjá upptöku úr dómsal í dag þar sem dómsuppkvaðning fór fram. Í byrjun má heyra hluta yfirlýsingar þeirra sem nefnd eru hér að ofan. Sonur þeirra las einnig yfirlýsingar frá öðrum börnum. Því næst lesa þau David og Louise upp yfirlýsingar.
Bandaríkin Tengdar fréttir Hundar Turpin-fjölskyldunnar voru vel haldnir Börn hjónanna voru hins vegar vannærð, pyntuð og þurftu reglulega að þola barsmíðar. 20. janúar 2018 10:01 Borðuðu einu sinni á dag og fóru tvisvar á ári í sturtu Foreldrar þrettán barna sem fundust við hræðilegar aðstæður munu fara fyrir dómara í dag. 18. janúar 2018 15:48 Foreldrarnir neita sök: Sum barnanna skert á vitsmunum og með taugaskaða eftir ofbeldið Börnin fengu að halda dagbækur sem lögreglan hefur komist yfir. 18. janúar 2018 22:50 Nágrannar höfðu ekki hugmynd um að börn væru í húsinu „Þau voru mjög hrædd. Eins og þau hefðu aldrei séð fólk áður.“ 16. janúar 2018 11:04 Hjón ákærð fyrir pyndingar og illa meðferð á börnum sínum Hjón í Kaliforníu hafa verið ákærð fyrir pyndingar á þrettán börnum sínum en þau voru handtekin á sunnudag eftir að einni dóttur þeirra tókst að losna úr prísundinni og kalla til lögreglu. 16. janúar 2018 20:33 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Sjá meira
Hundar Turpin-fjölskyldunnar voru vel haldnir Börn hjónanna voru hins vegar vannærð, pyntuð og þurftu reglulega að þola barsmíðar. 20. janúar 2018 10:01
Borðuðu einu sinni á dag og fóru tvisvar á ári í sturtu Foreldrar þrettán barna sem fundust við hræðilegar aðstæður munu fara fyrir dómara í dag. 18. janúar 2018 15:48
Foreldrarnir neita sök: Sum barnanna skert á vitsmunum og með taugaskaða eftir ofbeldið Börnin fengu að halda dagbækur sem lögreglan hefur komist yfir. 18. janúar 2018 22:50
Nágrannar höfðu ekki hugmynd um að börn væru í húsinu „Þau voru mjög hrædd. Eins og þau hefðu aldrei séð fólk áður.“ 16. janúar 2018 11:04
Hjón ákærð fyrir pyndingar og illa meðferð á börnum sínum Hjón í Kaliforníu hafa verið ákærð fyrir pyndingar á þrettán börnum sínum en þau voru handtekin á sunnudag eftir að einni dóttur þeirra tókst að losna úr prísundinni og kalla til lögreglu. 16. janúar 2018 20:33