Lífstíðarfangelsi fyrir að misþyrma börnum sínum um árabil Samúel Karl Ólason skrifar 19. apríl 2019 18:29 Louise Anna Turpin er hér lengst til vinstri og David Allen Turpin er til hægri. AP/Will Lester David Allen Turpin og Louise Anna Turpin hafa verið dæmd lífstíðarfangelsi fyrir að misþyrma tólf af þrettán börnum sínum. Þau munu mögulega geta fengið reynslulausn í fyrsta lagi eftir 25 ár. Börnin fengu lítið sem ekkert að borða, voru barin reglulega og misþyrmt um árabil, eða þar til ein dóttir þeirra flúði með því að stökkva út um glugga og kalla eftir hjálp í janúar í fyrra. Þegar lögregluþjóna bar að garði fundu þeir 22 ára son þeirra hlekkjaðan við rúm og tvær stúlkur sem hafði nýverið sleppt úr hlekkjum. Sjö af börnum hjónanna voru í raun fullorðin og á aldrinum 18 til 29 ára gömul. Yngsta barnið var tveggja ára. Öll börnin þjáðust af næringarskorti og til marks um það töldu lögregluþjónarnir að stúlkan sem flúði hefði verið um tíu ára gömul. Í rauninni var hún sautján ára. Hús þeirra hjóna mun hafa verið viðbjóðslegt þegar lögregluþjónar fóru þar inn og var mikil lykt af hlandi og skít.Sjá einnig: Borðuðu einu sinni á dag og fóru tvisvar á ári í sturtuDavid Allen er 57 ára gamall og Louise Anna er 49 ára gömul. Dómsuppkvaðning fór fram í Kaliforníu í dag en þau lýstu yfir sekt í febrúar.Lýstu aðstæðum Nokkur börn þeirra voru viðstödd dómsuppkvaðninguna í dag en ekkert þeirra hefur verið nafngreint og fyrirskipaði dómari að ekki mætti taka myndir af þeim. Ein dóttir þeirra sagðist vera að taka stjórn á eigin lífi. Henni gengi vel að búa ein og væri í skóla. „Ég er baráttukona. Ég er sterk og ég skýst í gegnum lífið eins og eldflaug,“ sagði hún. Hún sagði líf hennar hafa verið slæmt hingað til en það hefði gert hana sterka. „Ég barðist til að verða sú manneskja sem ég er.“ Sonur þeirra sagðist ekki geta lýst því sem hann hafi þurft að ganga í gegnum. Hann fengi enn martraðir um að systkini hans væru hlekkjuð og barin. Það tilheyrði þó fortíðinni. „Ég elska foreldra mína og hef fyrirgefið þeim fyrir margt af því sem þau gerðu okkur. Ég hef lært svo mikið og orðið mjög sjálfstæður.“ Hann gengur einnig í skóla og er að læra forritun. Hér að neðan má sjá upptöku úr dómsal í dag þar sem dómsuppkvaðning fór fram. Í byrjun má heyra hluta yfirlýsingar þeirra sem nefnd eru hér að ofan. Sonur þeirra las einnig yfirlýsingar frá öðrum börnum. Því næst lesa þau David og Louise upp yfirlýsingar. Bandaríkin Tengdar fréttir Hundar Turpin-fjölskyldunnar voru vel haldnir Börn hjónanna voru hins vegar vannærð, pyntuð og þurftu reglulega að þola barsmíðar. 20. janúar 2018 10:01 Borðuðu einu sinni á dag og fóru tvisvar á ári í sturtu Foreldrar þrettán barna sem fundust við hræðilegar aðstæður munu fara fyrir dómara í dag. 18. janúar 2018 15:48 Foreldrarnir neita sök: Sum barnanna skert á vitsmunum og með taugaskaða eftir ofbeldið Börnin fengu að halda dagbækur sem lögreglan hefur komist yfir. 18. janúar 2018 22:50 Nágrannar höfðu ekki hugmynd um að börn væru í húsinu „Þau voru mjög hrædd. Eins og þau hefðu aldrei séð fólk áður.“ 16. janúar 2018 11:04 Hjón ákærð fyrir pyndingar og illa meðferð á börnum sínum Hjón í Kaliforníu hafa verið ákærð fyrir pyndingar á þrettán börnum sínum en þau voru handtekin á sunnudag eftir að einni dóttur þeirra tókst að losna úr prísundinni og kalla til lögreglu. 16. janúar 2018 20:33 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fleiri fréttir Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Sjá meira
David Allen Turpin og Louise Anna Turpin hafa verið dæmd lífstíðarfangelsi fyrir að misþyrma tólf af þrettán börnum sínum. Þau munu mögulega geta fengið reynslulausn í fyrsta lagi eftir 25 ár. Börnin fengu lítið sem ekkert að borða, voru barin reglulega og misþyrmt um árabil, eða þar til ein dóttir þeirra flúði með því að stökkva út um glugga og kalla eftir hjálp í janúar í fyrra. Þegar lögregluþjóna bar að garði fundu þeir 22 ára son þeirra hlekkjaðan við rúm og tvær stúlkur sem hafði nýverið sleppt úr hlekkjum. Sjö af börnum hjónanna voru í raun fullorðin og á aldrinum 18 til 29 ára gömul. Yngsta barnið var tveggja ára. Öll börnin þjáðust af næringarskorti og til marks um það töldu lögregluþjónarnir að stúlkan sem flúði hefði verið um tíu ára gömul. Í rauninni var hún sautján ára. Hús þeirra hjóna mun hafa verið viðbjóðslegt þegar lögregluþjónar fóru þar inn og var mikil lykt af hlandi og skít.Sjá einnig: Borðuðu einu sinni á dag og fóru tvisvar á ári í sturtuDavid Allen er 57 ára gamall og Louise Anna er 49 ára gömul. Dómsuppkvaðning fór fram í Kaliforníu í dag en þau lýstu yfir sekt í febrúar.Lýstu aðstæðum Nokkur börn þeirra voru viðstödd dómsuppkvaðninguna í dag en ekkert þeirra hefur verið nafngreint og fyrirskipaði dómari að ekki mætti taka myndir af þeim. Ein dóttir þeirra sagðist vera að taka stjórn á eigin lífi. Henni gengi vel að búa ein og væri í skóla. „Ég er baráttukona. Ég er sterk og ég skýst í gegnum lífið eins og eldflaug,“ sagði hún. Hún sagði líf hennar hafa verið slæmt hingað til en það hefði gert hana sterka. „Ég barðist til að verða sú manneskja sem ég er.“ Sonur þeirra sagðist ekki geta lýst því sem hann hafi þurft að ganga í gegnum. Hann fengi enn martraðir um að systkini hans væru hlekkjuð og barin. Það tilheyrði þó fortíðinni. „Ég elska foreldra mína og hef fyrirgefið þeim fyrir margt af því sem þau gerðu okkur. Ég hef lært svo mikið og orðið mjög sjálfstæður.“ Hann gengur einnig í skóla og er að læra forritun. Hér að neðan má sjá upptöku úr dómsal í dag þar sem dómsuppkvaðning fór fram. Í byrjun má heyra hluta yfirlýsingar þeirra sem nefnd eru hér að ofan. Sonur þeirra las einnig yfirlýsingar frá öðrum börnum. Því næst lesa þau David og Louise upp yfirlýsingar.
Bandaríkin Tengdar fréttir Hundar Turpin-fjölskyldunnar voru vel haldnir Börn hjónanna voru hins vegar vannærð, pyntuð og þurftu reglulega að þola barsmíðar. 20. janúar 2018 10:01 Borðuðu einu sinni á dag og fóru tvisvar á ári í sturtu Foreldrar þrettán barna sem fundust við hræðilegar aðstæður munu fara fyrir dómara í dag. 18. janúar 2018 15:48 Foreldrarnir neita sök: Sum barnanna skert á vitsmunum og með taugaskaða eftir ofbeldið Börnin fengu að halda dagbækur sem lögreglan hefur komist yfir. 18. janúar 2018 22:50 Nágrannar höfðu ekki hugmynd um að börn væru í húsinu „Þau voru mjög hrædd. Eins og þau hefðu aldrei séð fólk áður.“ 16. janúar 2018 11:04 Hjón ákærð fyrir pyndingar og illa meðferð á börnum sínum Hjón í Kaliforníu hafa verið ákærð fyrir pyndingar á þrettán börnum sínum en þau voru handtekin á sunnudag eftir að einni dóttur þeirra tókst að losna úr prísundinni og kalla til lögreglu. 16. janúar 2018 20:33 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fleiri fréttir Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Sjá meira
Hundar Turpin-fjölskyldunnar voru vel haldnir Börn hjónanna voru hins vegar vannærð, pyntuð og þurftu reglulega að þola barsmíðar. 20. janúar 2018 10:01
Borðuðu einu sinni á dag og fóru tvisvar á ári í sturtu Foreldrar þrettán barna sem fundust við hræðilegar aðstæður munu fara fyrir dómara í dag. 18. janúar 2018 15:48
Foreldrarnir neita sök: Sum barnanna skert á vitsmunum og með taugaskaða eftir ofbeldið Börnin fengu að halda dagbækur sem lögreglan hefur komist yfir. 18. janúar 2018 22:50
Nágrannar höfðu ekki hugmynd um að börn væru í húsinu „Þau voru mjög hrædd. Eins og þau hefðu aldrei séð fólk áður.“ 16. janúar 2018 11:04
Hjón ákærð fyrir pyndingar og illa meðferð á börnum sínum Hjón í Kaliforníu hafa verið ákærð fyrir pyndingar á þrettán börnum sínum en þau voru handtekin á sunnudag eftir að einni dóttur þeirra tókst að losna úr prísundinni og kalla til lögreglu. 16. janúar 2018 20:33