Morten Beck Andersen skoraði öll mörkin í 3-1 sigri FH á Stjörnunni er liðin mættust í Garðabænum. Þorsteinn Már Ragnarsson kom Stjörnunni yfir í fyrri hálfleik en öll mörk Danans komu í síðari hálfleik.
FH er í 3. sætinu með 31 stig eftir sigurinn en Stjarnan er sæti neðar með 28 stig er bæði lið eiga eftir að leika þrjá leiki. Mörkin úr leiknum má sjá neðst í fréttinni.
KA komst í góða stöðu í fallbaráttunni með 2-0 sigri á Grindavík í kvöld. Elfar Árni Aðalsteinsson kom KA yfir úr vítaspyrnu en skömmu áður hafði hann brennt annarri vítaspyrnu.
Mark Elfars kom á 91. mínútu og annað mark KA á þeirri 94., en það gerði Nökkvi Þeyr Þórisson.
KA er nú í 9. sætinu með 24 stig og er sex stigum á undan Grindavík sem er í fall sæti, ellefta sætinu. Grindavík er fjórum stigum á eftir Víkingi sem er í tíunda sætinu en Víkingur á þó leik til til góða.
Mörkin úr Grindavík má sjá hér að ofan.