Segja öfga hægri hópa dreifa hatri til milljóna Evrópu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. maí 2019 08:00 Jordan Bardella, frambjóðandi frönsku Þjóðfylkingarinnar í Evrópuþingskosningunum, og Marine Le Pen, leiðtogi flokksins, sem er einn þekktasti hægri öfga flokkur í Evrópu. vísir/getty Aktívistasamtökin Avaaz segja öfga hægri hópa hafa dreift falsfréttum og hatursorðræðu til milljóna Evrópubúa á Facebook í aðdraganda Evrópuþingskosninganna sem hefjast næstkomandi fimmtudag. Facebook hefur lokað fyrir slíkar síður á samfélagsmiðlinum í aðdraganda kosninganna en að sögn Avaaz voru síðurnar með um sex milljónir fylgjenda. Þá er Facebook að skoða hundruð annarra síðna á miðlinum sem eru með allt að 26 milljónir fylgjenda. Í umfjöllun um málið á vef Guardian segir að Avaaz hafi tilkynnt meira en 500 hópa eða síður til Facebook sem settar hafa verið upp víðs vegar um Evrópu, meðal annars í Frakklandi, Ítalíu, Bretlandi, Spáni, Þýskalandi og Póllandi.Mun vinsælli en opinberar síður flokkanna Flestar síðurnar dreifa falsfréttum eða nota nafnlausa notendur til þess að dreifa því sem deilt hefur verið á síðunum en slíkt gengur gegn reglum Facebook að því er fram kemur í umfjöllun Guardian. Síður sem þessar eru mun vinsælli og ná til stærri hóps en opinberar síður öfga hægri flokka og frambjóðenda þeirra en að sögn Avaaz hafa síðurnar sem teknar hafa verið niður verið skoðað 500 milljón sinnum. „Facebook-notendur hafa mikið verið að skoða þessar síður. Það skiptir ekki máli hvað þú ert með marga fylgjendur ef þú nærð ekki til neinna. Síðurnar hafa verið skoðaðar 500 milljón sinnum sem er hærri tala en kjósendur á kjörskrá í Evrópuþingskosningunum,“ segir Christoph Scott hjá Avaaz.Áróður fyrir hvítri þjóðernishyggju og afneitun á helförinni Á meðal þess sem hóparnir hafa dreift á Facebook í aðdraganda kosninganna er áróður á frönskum síðum fyrir hvítri þjóðernishyggju og afneitun á helförinni á þýskum síðum. Scott segir að Facebook hafi brugðist vel við þegar þeim var bent á síðurnar af Avaaz en segir að fyrirtækið þurfi að gera betur í því að uppræta síðurnar sjálft. „Þeir ættu að gera þetta sjálfir. Við erum um 30 sem erum að vinna í þessu en Facebook er með yfir 30 þúsund starfsmenn í öryggisteymi sínu,“ segir Scott. Evrópusambandið Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Aktívistasamtökin Avaaz segja öfga hægri hópa hafa dreift falsfréttum og hatursorðræðu til milljóna Evrópubúa á Facebook í aðdraganda Evrópuþingskosninganna sem hefjast næstkomandi fimmtudag. Facebook hefur lokað fyrir slíkar síður á samfélagsmiðlinum í aðdraganda kosninganna en að sögn Avaaz voru síðurnar með um sex milljónir fylgjenda. Þá er Facebook að skoða hundruð annarra síðna á miðlinum sem eru með allt að 26 milljónir fylgjenda. Í umfjöllun um málið á vef Guardian segir að Avaaz hafi tilkynnt meira en 500 hópa eða síður til Facebook sem settar hafa verið upp víðs vegar um Evrópu, meðal annars í Frakklandi, Ítalíu, Bretlandi, Spáni, Þýskalandi og Póllandi.Mun vinsælli en opinberar síður flokkanna Flestar síðurnar dreifa falsfréttum eða nota nafnlausa notendur til þess að dreifa því sem deilt hefur verið á síðunum en slíkt gengur gegn reglum Facebook að því er fram kemur í umfjöllun Guardian. Síður sem þessar eru mun vinsælli og ná til stærri hóps en opinberar síður öfga hægri flokka og frambjóðenda þeirra en að sögn Avaaz hafa síðurnar sem teknar hafa verið niður verið skoðað 500 milljón sinnum. „Facebook-notendur hafa mikið verið að skoða þessar síður. Það skiptir ekki máli hvað þú ert með marga fylgjendur ef þú nærð ekki til neinna. Síðurnar hafa verið skoðaðar 500 milljón sinnum sem er hærri tala en kjósendur á kjörskrá í Evrópuþingskosningunum,“ segir Christoph Scott hjá Avaaz.Áróður fyrir hvítri þjóðernishyggju og afneitun á helförinni Á meðal þess sem hóparnir hafa dreift á Facebook í aðdraganda kosninganna er áróður á frönskum síðum fyrir hvítri þjóðernishyggju og afneitun á helförinni á þýskum síðum. Scott segir að Facebook hafi brugðist vel við þegar þeim var bent á síðurnar af Avaaz en segir að fyrirtækið þurfi að gera betur í því að uppræta síðurnar sjálft. „Þeir ættu að gera þetta sjálfir. Við erum um 30 sem erum að vinna í þessu en Facebook er með yfir 30 þúsund starfsmenn í öryggisteymi sínu,“ segir Scott.
Evrópusambandið Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira