Ritstjóri New York Times segir Trump hafa stofnað lífi blaðamanna í hættu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. nóvember 2019 10:30 Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur farið mikinn í gagnrýni sinni á tiltekna fjölmiðla í landinu. vísir/getty Ritstjóri bandaríska dagblaðsins New York Times, Dean Baquet, sakar Donald Trump Bandaríkjaforseta um að stofna lífi blaðamanna blaðsins í hættu þar sem forsetinn útsetji þá fyrir svívirðingum og misnotkun og lýsi þeim sem „óvinum fólksins.“ Rætt er við Baquet á vef breska blaðsins Guardian en hann settist í ritstjórastól New York Times árið 2014. Baquet segir svívirðingar Trump í garð blaðamanna eins og Maggie Haberman, sem fjallar um stjórnmál fyrir New York Times, skelfilegar og geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. „Ég tel að persónulegar árásir hans í garð blaðamanna, þar á meðal Maggie, séu frekar hræðilegar og ekki forsetaembættinu sæmandi. Ég held líka að þegar hann ræðst með svona persónulegum hætti gegn blaðamönnum, til dæmis með því að uppnefna þá, þá sé hann að stofna lífi þeirra í hættu,“ segir Baquet. Þá segir hann að frasinn „óvinir fólksins“ hafi djúpa sögulega merkingu. „Ég tel að þegar forsetinn segi það þá sé það skelfileg árás á fjölmiðla,“ segir Baquet. Trump hefur ekki farið leynt með óbeit sína á tilteknum fjölmiðlum, eins og til dæmis við New York Times, Washington Post og CNN. Orð Baquet í viðtalinu við Guardian enduróma orð AG Sulzberger, útgefanda New York Times, sem hefur einnig látið Trump heyra það vegna orðræðu og framkomu forsetans gagnvart fjölmiðlum. Baquet segir starf sitt vera að fjalla um heiminn af mikilli forvitni en ekki að vera einhvers konar stjórnarandstaða gegn Trump, þótt hann hafi fengið mörg símtöl frá lesendum um að taka enn gagnrýnni nálgun gagnvart forsetanum. Aðspurður hvort að Trump sé rasisti kveðst Baquet ekki vita það. „Ég tel að Donald Trump segi hluti sem geta valdið deilum á milli kynþátta. Ég held að það sé aðeins annað. Ég er ekki nógu mikið inni í hausnum á honum til þess að vita hvort hann segi þessa hluti til þess að kynda undir hjá kjósendum sínum.“ Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Fleiri fréttir Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjá meira
Ritstjóri bandaríska dagblaðsins New York Times, Dean Baquet, sakar Donald Trump Bandaríkjaforseta um að stofna lífi blaðamanna blaðsins í hættu þar sem forsetinn útsetji þá fyrir svívirðingum og misnotkun og lýsi þeim sem „óvinum fólksins.“ Rætt er við Baquet á vef breska blaðsins Guardian en hann settist í ritstjórastól New York Times árið 2014. Baquet segir svívirðingar Trump í garð blaðamanna eins og Maggie Haberman, sem fjallar um stjórnmál fyrir New York Times, skelfilegar og geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. „Ég tel að persónulegar árásir hans í garð blaðamanna, þar á meðal Maggie, séu frekar hræðilegar og ekki forsetaembættinu sæmandi. Ég held líka að þegar hann ræðst með svona persónulegum hætti gegn blaðamönnum, til dæmis með því að uppnefna þá, þá sé hann að stofna lífi þeirra í hættu,“ segir Baquet. Þá segir hann að frasinn „óvinir fólksins“ hafi djúpa sögulega merkingu. „Ég tel að þegar forsetinn segi það þá sé það skelfileg árás á fjölmiðla,“ segir Baquet. Trump hefur ekki farið leynt með óbeit sína á tilteknum fjölmiðlum, eins og til dæmis við New York Times, Washington Post og CNN. Orð Baquet í viðtalinu við Guardian enduróma orð AG Sulzberger, útgefanda New York Times, sem hefur einnig látið Trump heyra það vegna orðræðu og framkomu forsetans gagnvart fjölmiðlum. Baquet segir starf sitt vera að fjalla um heiminn af mikilli forvitni en ekki að vera einhvers konar stjórnarandstaða gegn Trump, þótt hann hafi fengið mörg símtöl frá lesendum um að taka enn gagnrýnni nálgun gagnvart forsetanum. Aðspurður hvort að Trump sé rasisti kveðst Baquet ekki vita það. „Ég tel að Donald Trump segi hluti sem geta valdið deilum á milli kynþátta. Ég held að það sé aðeins annað. Ég er ekki nógu mikið inni í hausnum á honum til þess að vita hvort hann segi þessa hluti til þess að kynda undir hjá kjósendum sínum.“
Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Fleiri fréttir Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjá meira