Pepsi Max deildarlið Víkings hefur losað sig við Gínuemanninn Mohamed Dide Fofana en hann var á láni hjá Víkingum frá norska B-deildarliðinu Sogndal.
Íþróttafréttamaðurinn Tómas Þór Þórðarson segir frá þessu í hlaðvarpi Fótbolta.net.
Fofana hefur spilað átta leiki fyrir Víkinga í Pepsi Max deildinni í sumar auk eins leiks í bikarnum en hann var ekki í leikmannahópi liðsins í 3-2 sigri á Breiðabliki í gær.
Víkingar eru í 10.sæti Pepsi Max deildarinnar með sextán stig eftir fjórtán umferðir, jafnmörg stig og KA-menn sem eru í fallsæti.
Fofana farinn frá Víkingi
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið

Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis
Íslenski boltinn



KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace
Íslenski boltinn

Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn
Körfubolti




Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag
Enski boltinn
