Derby tryggði sig í umspilið Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 5. maí 2019 13:37 Frank Lampard stýrði Derby í umspilssæti á hans fyrsta tímabili vísir/getty Derby County tryggði sér sæti í umspilinu um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni með dramatískum sigri á West Bromwich Albion á lokadegi ensku Championship deildarinnar. Línurnar voru nokkuð skýrar fyrir daginn. Norwich var svo gott sem búið að tryggja sér sigur í deildinni, Sheffield United var öruggt í öðru sæti og Leeds, West Brom og Aston Villa voru örugg með sæti í umspilinu. Það var hins vegar mikil barátta á milli Derby, Middlesbrough og Bristol um síðasta umspilssætið. Derby var í bestu stöðunni fyrir lokaumferðina en þegar seinni hálfleikur var nýfarinn af stað var útlitið ekki gott fyrir lærisveina Frank Lambard. Stefan Johansen var nýbúinn að skora fyrir West Brom og jafna leikinn á sama tíma og Middlesbrough var 2-0 yfir gegn Rotherham. Sú staða þýddi að Derby var komið niður í sjöunda sæti og ekki í umspilssæti. Þetta var þó enn í þeirra höndum, mark myndi breyta öllu. Það var Derby sem náði að koma þriðja markinu í leikinn, Mason Bennet kom þeim yfir á 70. mínútu af stuttu færi. Derby var aftur komið upp í sjötta sætið. Þremur mínútum síðar skoraði Harry Wilson og fór langt með að tryggja Derby í umspilið. Derby sá leikinn út, vann 3-1 og tryggði sig inn í umspilið. Norwich vann Aston Villa 2-1 á Villa Park og gulltryggði deildarmeistaratitilinn, Sheffield United gerði 2-2 jafntefli í Stoke. Rotherham, Bolton og Ipswich féllu niður í C-deildina, Norwich og Sheffield United fara beint upp í úrvalsdeildina en Leeds, West Brom, Aston Villa og Derby spila umspil um eitt laust sæti. Leeds og Derby mætast í fyrri umferð umspilsins og West Brom og Aston Villa. Birkir Bjarnason var á varamannabekknum hjá Aston Villa í dag, Patrik Sigurður Gunnarsson var á bekknum hjá Brentford og Jón Daði Böðvarsson var ekki í leikmannahóp Reading.Úrslit lokaumferðarinnar: Aston Villa - Norwich 1-2 Blackburn - Swansea 2-2 Brentford - Preston 3-0 Derby - West Brom 3-1 Hull - Bristol City 1-1 Ipswich - Leeds 3-2 Nottingham Forest - Bolton 1-0 Reading - Birmingham 0-0 Rotherham - Middlesbrough 1-2 Sheffield Wednesday - QPR 1-1 Stoke - Sheffield United 2-2 Wigan - Millwall 1-0 Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira
Derby County tryggði sér sæti í umspilinu um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni með dramatískum sigri á West Bromwich Albion á lokadegi ensku Championship deildarinnar. Línurnar voru nokkuð skýrar fyrir daginn. Norwich var svo gott sem búið að tryggja sér sigur í deildinni, Sheffield United var öruggt í öðru sæti og Leeds, West Brom og Aston Villa voru örugg með sæti í umspilinu. Það var hins vegar mikil barátta á milli Derby, Middlesbrough og Bristol um síðasta umspilssætið. Derby var í bestu stöðunni fyrir lokaumferðina en þegar seinni hálfleikur var nýfarinn af stað var útlitið ekki gott fyrir lærisveina Frank Lambard. Stefan Johansen var nýbúinn að skora fyrir West Brom og jafna leikinn á sama tíma og Middlesbrough var 2-0 yfir gegn Rotherham. Sú staða þýddi að Derby var komið niður í sjöunda sæti og ekki í umspilssæti. Þetta var þó enn í þeirra höndum, mark myndi breyta öllu. Það var Derby sem náði að koma þriðja markinu í leikinn, Mason Bennet kom þeim yfir á 70. mínútu af stuttu færi. Derby var aftur komið upp í sjötta sætið. Þremur mínútum síðar skoraði Harry Wilson og fór langt með að tryggja Derby í umspilið. Derby sá leikinn út, vann 3-1 og tryggði sig inn í umspilið. Norwich vann Aston Villa 2-1 á Villa Park og gulltryggði deildarmeistaratitilinn, Sheffield United gerði 2-2 jafntefli í Stoke. Rotherham, Bolton og Ipswich féllu niður í C-deildina, Norwich og Sheffield United fara beint upp í úrvalsdeildina en Leeds, West Brom, Aston Villa og Derby spila umspil um eitt laust sæti. Leeds og Derby mætast í fyrri umferð umspilsins og West Brom og Aston Villa. Birkir Bjarnason var á varamannabekknum hjá Aston Villa í dag, Patrik Sigurður Gunnarsson var á bekknum hjá Brentford og Jón Daði Böðvarsson var ekki í leikmannahóp Reading.Úrslit lokaumferðarinnar: Aston Villa - Norwich 1-2 Blackburn - Swansea 2-2 Brentford - Preston 3-0 Derby - West Brom 3-1 Hull - Bristol City 1-1 Ipswich - Leeds 3-2 Nottingham Forest - Bolton 1-0 Reading - Birmingham 0-0 Rotherham - Middlesbrough 1-2 Sheffield Wednesday - QPR 1-1 Stoke - Sheffield United 2-2 Wigan - Millwall 1-0
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira