Erlent

Hótuðu að birta myndband af aftöku Anne-Elisabeth

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabethar Hagen síðan í október í fyrra.
Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabethar Hagen síðan í október í fyrra. Norska lögreglan
Mennirnir sem grunaðir eru um að hafa annað hvort myrt eða rænt Anne-Elisabeth Hagen í október í fyrra, hótuðu eiginmanni hennar Tom Hagen.

Ef hann myndi ekki greiða þeim rúman milljarð í lausnargjald í órekjanlegri rafmynt myndu þeir myrða Anne-Elisabeth og hlaða myndskeiði af aftökunni á internetið.

Frá þessu greinir norska dagblaðið VG en þetta er í fyrsta sinn sem Tom Hagen upplýsir um það sem nákvæmlega fólst í hótunum mannræningjanna. Farið var fram á lausnargjaldið í bréfi sem þeir skildu eftir á heimili Hagen hjónanna daginn sem Anne-Elisabeth hvarf.

Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabeth síðan hún hvarf af heimili sínu og eiginmanns síns, sem er norskur milljarðamæringur, í Lørenskógi í Noregi síðan í október á síðasta ári. Lögreglan gengur út frá því að Anne-Elisabeth sé látin.

Heimildir VG herma að lögregluyfirvöld hafi lengi óttast að mannræningjarnir myndu gera alvöru úr hótunum sínum og birta myndband af aftöku Anne-Elisabeth á Internetinu.

Lögreglan í Noregi á þá að hafa haft áhyggjur af því að mannræningjarnir myndu nota Anne-Elisabeth sem fordæmi og að fleiri mannshvörf og hótanir myndu fylgja í kjölfarið.

Lögreglan hefur ítrekað sagt að ekkert bendi til þess að Anne-Elisabeth sé á lífi. Mannræningjarnir hefðu ekki gert neina tilraun til þess að færa sönnur á það.


Tengdar fréttir

Hefja leit í öðru stöðuvatni

Lögregla í Noregi leitaði í gær í tveimur stöðuvötnum, Langvannet og Vesletjernet, sem bæði eru í grennd við heimili Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs sem rænt var í lok október síðastliðnum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.