Lögregla telur enn að Anne-Elisabeth hafi verið myrt Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. ágúst 2019 13:33 Tommy Brøske yfirmaður rannsóknardeildar hjá norsku lögreglunni á blaðamannafundi vegna hvarfs Anne-Elisabeth í janúar. Vísir/EPA Lögregla í Noregi gengur enn út frá því að Anne-Elisabeth Hagen, ein ríkasta kona Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, hafi verið myrt. Hverfandi líkur séu á því að Anne-Elisabeth sé á lífi, þrátt fyrir að meintir mannræningjar haldi því fram í samskiptum við Hagen-fjölskylduna. Þetta sagði Tommy Brøske yfirmaður rannsóknardeildar hjá norsku lögreglunni á blaðamannafundi í Lillestrøm í hádeginu. Svein Holden lögmaður Hagen-fjölskyldunnar greindi frá því á blaðamannafundi í morgun að hinir ætluðu mannræningjar hafi sett sig í samband við fjölskylduna þann 8. júlí síðastliðinn eftir langt hlé. Þeir hafi lýst því yfir að Anne-Elisabeth væri á lífi, þó að fjölskyldunni hafi ekki borist staðfesting þess efnis, og veitt frekari upplýsingar um hvarf hennar. Lögregla boðaði svo til blaðamannafundar vegna hvarfs Anne-Elisabeth klukkan tvö að norskum tíma í dag, eða klukkan tólf á hádegi að íslenskum tíma. Þar ítrekaði Brøske óbreytta afstöðu lögreglu, sem gaf það út í júní að Anne-Elisabeth hefði líklega verið myrt. Henni hafi þannig ekki verið rænt gegn lausnargjaldi heldur hafi mannránið jafnvel verið sett á svið. Holden gagnrýndi þessa stefnubreytingu lögreglu á sínum tíma. „Eins og áður leggjum við áherslu á að við höfum engar sannanir fyrir því að hún sé látin og getum þar af leiðandi ekki útilokað möguleikann á því að hún sé á lífi,“ sagði Brøske. „En við stöndum við ályktanir okkar frá því fyrr í sumar. […] Þegar hér er komið sögu, og þangað til það kemur fram trúverðug og nýleg sönnun fyrir því að hún sé á lífi, stendur lögregla við kenningar sínar um að við stöndum líklega frammi fyrir morði.“Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabethar Hagen síðan í október í fyrra.Norska lögreglanEkkert hefur spurst til Anne-Elisabeth síðan hún hvarf af heimili sínu og eiginmanns síns, norska milljarðamæringsins Tom Hagen, í Lørenskógi þann 31. október í fyrra en hinir meintu mannræningjar kröfðust yfir milljarðs íslenskra króna í lausnargjald í órekjanlegri rafmynt. Í byrjun ágúst hafði norska dagblaðið VG eftir heimildarmönnum sínum að Hagen-fjölskyldunni hefði borist ný lausnargjaldskrafa í júlí. Þá hefði eiginmaður hennar greitt yfir tíu milljónir norskra króna, um 136 milljónir íslenskra króna, gegn því að fá staðfestingu á því að hún væri á lífi. Slík staðfesting hefði ekki borist, þrátt fyrir greiðslurnar. Holden sagði á blaðamannafundinum í morgun að fjölskyldan vænti þess nú að skrið komist á málið. Næsta útspil yrði hjá hinum meintu mannræningjum. Holden vildi ekki tjá sig um það hvenær síðast hefði verið haft samband við þá en upplýsti að öll samskipti færu fram á norsku. Ekkert væri þó hægt að fullyrða um hvort ræningjarnir væru norskir.Í spilaranum hér að neðan má sjá upptöku af blaðamannafundi lögreglu í dag. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Telja að mannránið hafi verið sviðsett til að hylma yfir slóð morðingja Lögregla í Noregi telur nú að Anne Elisabeth Hagen, ein ríkasta kona Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, hafi verið myrt. 26. júní 2019 11:14 Meintir mannræningjar fullyrða að Anne-Elisabeth sé á lífi Meintir mannræningjar Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, settu sig í samband við fjölskyldu hennar í júlí. 6. ágúst 2019 10:34 Hefja leit í öðru stöðuvatni Lögregla í Noregi leitaði í gær í tveimur stöðuvötnum, Langvannet og Vesletjernet, sem bæði eru í grennd við heimili Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs sem rænt var í lok október síðastliðnum. 30. apríl 2019 07:44 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
Lögregla í Noregi gengur enn út frá því að Anne-Elisabeth Hagen, ein ríkasta kona Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, hafi verið myrt. Hverfandi líkur séu á því að Anne-Elisabeth sé á lífi, þrátt fyrir að meintir mannræningjar haldi því fram í samskiptum við Hagen-fjölskylduna. Þetta sagði Tommy Brøske yfirmaður rannsóknardeildar hjá norsku lögreglunni á blaðamannafundi í Lillestrøm í hádeginu. Svein Holden lögmaður Hagen-fjölskyldunnar greindi frá því á blaðamannafundi í morgun að hinir ætluðu mannræningjar hafi sett sig í samband við fjölskylduna þann 8. júlí síðastliðinn eftir langt hlé. Þeir hafi lýst því yfir að Anne-Elisabeth væri á lífi, þó að fjölskyldunni hafi ekki borist staðfesting þess efnis, og veitt frekari upplýsingar um hvarf hennar. Lögregla boðaði svo til blaðamannafundar vegna hvarfs Anne-Elisabeth klukkan tvö að norskum tíma í dag, eða klukkan tólf á hádegi að íslenskum tíma. Þar ítrekaði Brøske óbreytta afstöðu lögreglu, sem gaf það út í júní að Anne-Elisabeth hefði líklega verið myrt. Henni hafi þannig ekki verið rænt gegn lausnargjaldi heldur hafi mannránið jafnvel verið sett á svið. Holden gagnrýndi þessa stefnubreytingu lögreglu á sínum tíma. „Eins og áður leggjum við áherslu á að við höfum engar sannanir fyrir því að hún sé látin og getum þar af leiðandi ekki útilokað möguleikann á því að hún sé á lífi,“ sagði Brøske. „En við stöndum við ályktanir okkar frá því fyrr í sumar. […] Þegar hér er komið sögu, og þangað til það kemur fram trúverðug og nýleg sönnun fyrir því að hún sé á lífi, stendur lögregla við kenningar sínar um að við stöndum líklega frammi fyrir morði.“Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabethar Hagen síðan í október í fyrra.Norska lögreglanEkkert hefur spurst til Anne-Elisabeth síðan hún hvarf af heimili sínu og eiginmanns síns, norska milljarðamæringsins Tom Hagen, í Lørenskógi þann 31. október í fyrra en hinir meintu mannræningjar kröfðust yfir milljarðs íslenskra króna í lausnargjald í órekjanlegri rafmynt. Í byrjun ágúst hafði norska dagblaðið VG eftir heimildarmönnum sínum að Hagen-fjölskyldunni hefði borist ný lausnargjaldskrafa í júlí. Þá hefði eiginmaður hennar greitt yfir tíu milljónir norskra króna, um 136 milljónir íslenskra króna, gegn því að fá staðfestingu á því að hún væri á lífi. Slík staðfesting hefði ekki borist, þrátt fyrir greiðslurnar. Holden sagði á blaðamannafundinum í morgun að fjölskyldan vænti þess nú að skrið komist á málið. Næsta útspil yrði hjá hinum meintu mannræningjum. Holden vildi ekki tjá sig um það hvenær síðast hefði verið haft samband við þá en upplýsti að öll samskipti færu fram á norsku. Ekkert væri þó hægt að fullyrða um hvort ræningjarnir væru norskir.Í spilaranum hér að neðan má sjá upptöku af blaðamannafundi lögreglu í dag.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Telja að mannránið hafi verið sviðsett til að hylma yfir slóð morðingja Lögregla í Noregi telur nú að Anne Elisabeth Hagen, ein ríkasta kona Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, hafi verið myrt. 26. júní 2019 11:14 Meintir mannræningjar fullyrða að Anne-Elisabeth sé á lífi Meintir mannræningjar Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, settu sig í samband við fjölskyldu hennar í júlí. 6. ágúst 2019 10:34 Hefja leit í öðru stöðuvatni Lögregla í Noregi leitaði í gær í tveimur stöðuvötnum, Langvannet og Vesletjernet, sem bæði eru í grennd við heimili Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs sem rænt var í lok október síðastliðnum. 30. apríl 2019 07:44 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
Telja að mannránið hafi verið sviðsett til að hylma yfir slóð morðingja Lögregla í Noregi telur nú að Anne Elisabeth Hagen, ein ríkasta kona Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, hafi verið myrt. 26. júní 2019 11:14
Meintir mannræningjar fullyrða að Anne-Elisabeth sé á lífi Meintir mannræningjar Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, settu sig í samband við fjölskyldu hennar í júlí. 6. ágúst 2019 10:34
Hefja leit í öðru stöðuvatni Lögregla í Noregi leitaði í gær í tveimur stöðuvötnum, Langvannet og Vesletjernet, sem bæði eru í grennd við heimili Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs sem rænt var í lok október síðastliðnum. 30. apríl 2019 07:44