Leggur til að leiðtoga Katalóna verði sleppt úr fangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 30. desember 2019 12:20 Junqueras (t.h.) í spænska þinginu í maí. Hann var dæmdur í þrettán ára fangelsi í október. Vísir/EPA Ríkissaksóknari Spánar hefur beðið hæstarétt landsins að sleppa Oriol Junqueras, einum leiðtoga katalónskra sjálfstæðissinna, úr fangelsi svo að hann geti tekið sæti sitt á Evrópuþinginu. Junqueras var dæmdur í þrettán ára fangelsi í október vegna aðildar sinnar að misheppnaðri tilraun katalónsku héraðsstjórnarinnar til þess að lýsa yfir sjálfstæði árið 2017. Evrópudómstóllinn úrskurðaði fyrr í þessum mánuði að Junqueras ætti rétt á friðhelgi sem Evrópuþingmaður. Hann var kjörinn á Evrópuþingið í maí á meðan hann beið dóms á Spáni. Að sögn Reuters-fréttastofunnar er krafa ríkissaksóknarans talin tilraun Sósíalistaflokksins til þess að afla sér stuðnings við myndun ríkisstjórnar. Flokkurinn þarf að reiða sig á stuðning flokks Junqueras, Vinstri lýðveldissinna Katalóníu (ERC) til að geta myndað vinstristjórn með Við getum (sp. Podemos). Junqueras var varaforseti katalónska héraðsþingsins þegar héraðsstjórnin lét fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði og lýsti síðan yfir sjálfstæði árið 2017. Hann hlaut þyngsta dóminn þegar níu leiðtogar sjálfstæðissinna hlutu þunga dóma í október. Þeir voru fundir sekir um undirróður og misnotkun á opinberu fé. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Ný handtökuskipun á hendur Puigdemont gefin út Tilkynningin kemur í kjölfar þungra dóma sem fjöldi leiðtoga katalónskra sjálfstæðissinna fengu í Hæstarétti Spánar í morgun. 14. október 2019 14:32 Leiðtogar Katalóna fá þunga fangelsisdóma Hæstiréttur Spánar dæmdi í morgun níu af leiðtogum sjálfstæðishreyfinga Katalóníu í fangelsi fyrir aðgerðir sínar í tengslum við atkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Katalóníu árið 2017 og sjálfstæðisyfirlýsinguna sem fylgdi í kjölfarið. 14. október 2019 08:03 Katalónskir aðskilnaðarsinnar opna á stuðning við stjórn sósíalista Stærsti flokkur katalónskra aðskilnaðarsinna hefur samþykkt að styðja nýja stjórn spænskra sósíalista í skiptum fyrir viðræður um sjálfstæði héraðsins. 26. nóvember 2019 08:53 Junqueras segir nýja þjóðaratkvæðagreiðslu óumflýjanlega Oriol Junqueras segir að dómarnir yfir leiðtogum katalónskra aðskilnaðarsinna komi bara til með að efla aðskilnaðarheyfinguna. 15. október 2019 10:13 Ráðherra segir dóminn yfir Katalónunum pólitískan Níu leiðtogar katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar fengu fangelsisdóma í morgun. Ráðherra utanríkismála í Katalónsku héraðsstjórninni segir grafið undan stoðum lýðræðis og mannréttinda á Spáni. 14. október 2019 20:15 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Fleiri fréttir Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Sjá meira
Ríkissaksóknari Spánar hefur beðið hæstarétt landsins að sleppa Oriol Junqueras, einum leiðtoga katalónskra sjálfstæðissinna, úr fangelsi svo að hann geti tekið sæti sitt á Evrópuþinginu. Junqueras var dæmdur í þrettán ára fangelsi í október vegna aðildar sinnar að misheppnaðri tilraun katalónsku héraðsstjórnarinnar til þess að lýsa yfir sjálfstæði árið 2017. Evrópudómstóllinn úrskurðaði fyrr í þessum mánuði að Junqueras ætti rétt á friðhelgi sem Evrópuþingmaður. Hann var kjörinn á Evrópuþingið í maí á meðan hann beið dóms á Spáni. Að sögn Reuters-fréttastofunnar er krafa ríkissaksóknarans talin tilraun Sósíalistaflokksins til þess að afla sér stuðnings við myndun ríkisstjórnar. Flokkurinn þarf að reiða sig á stuðning flokks Junqueras, Vinstri lýðveldissinna Katalóníu (ERC) til að geta myndað vinstristjórn með Við getum (sp. Podemos). Junqueras var varaforseti katalónska héraðsþingsins þegar héraðsstjórnin lét fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði og lýsti síðan yfir sjálfstæði árið 2017. Hann hlaut þyngsta dóminn þegar níu leiðtogar sjálfstæðissinna hlutu þunga dóma í október. Þeir voru fundir sekir um undirróður og misnotkun á opinberu fé.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Ný handtökuskipun á hendur Puigdemont gefin út Tilkynningin kemur í kjölfar þungra dóma sem fjöldi leiðtoga katalónskra sjálfstæðissinna fengu í Hæstarétti Spánar í morgun. 14. október 2019 14:32 Leiðtogar Katalóna fá þunga fangelsisdóma Hæstiréttur Spánar dæmdi í morgun níu af leiðtogum sjálfstæðishreyfinga Katalóníu í fangelsi fyrir aðgerðir sínar í tengslum við atkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Katalóníu árið 2017 og sjálfstæðisyfirlýsinguna sem fylgdi í kjölfarið. 14. október 2019 08:03 Katalónskir aðskilnaðarsinnar opna á stuðning við stjórn sósíalista Stærsti flokkur katalónskra aðskilnaðarsinna hefur samþykkt að styðja nýja stjórn spænskra sósíalista í skiptum fyrir viðræður um sjálfstæði héraðsins. 26. nóvember 2019 08:53 Junqueras segir nýja þjóðaratkvæðagreiðslu óumflýjanlega Oriol Junqueras segir að dómarnir yfir leiðtogum katalónskra aðskilnaðarsinna komi bara til með að efla aðskilnaðarheyfinguna. 15. október 2019 10:13 Ráðherra segir dóminn yfir Katalónunum pólitískan Níu leiðtogar katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar fengu fangelsisdóma í morgun. Ráðherra utanríkismála í Katalónsku héraðsstjórninni segir grafið undan stoðum lýðræðis og mannréttinda á Spáni. 14. október 2019 20:15 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Fleiri fréttir Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Sjá meira
Ný handtökuskipun á hendur Puigdemont gefin út Tilkynningin kemur í kjölfar þungra dóma sem fjöldi leiðtoga katalónskra sjálfstæðissinna fengu í Hæstarétti Spánar í morgun. 14. október 2019 14:32
Leiðtogar Katalóna fá þunga fangelsisdóma Hæstiréttur Spánar dæmdi í morgun níu af leiðtogum sjálfstæðishreyfinga Katalóníu í fangelsi fyrir aðgerðir sínar í tengslum við atkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Katalóníu árið 2017 og sjálfstæðisyfirlýsinguna sem fylgdi í kjölfarið. 14. október 2019 08:03
Katalónskir aðskilnaðarsinnar opna á stuðning við stjórn sósíalista Stærsti flokkur katalónskra aðskilnaðarsinna hefur samþykkt að styðja nýja stjórn spænskra sósíalista í skiptum fyrir viðræður um sjálfstæði héraðsins. 26. nóvember 2019 08:53
Junqueras segir nýja þjóðaratkvæðagreiðslu óumflýjanlega Oriol Junqueras segir að dómarnir yfir leiðtogum katalónskra aðskilnaðarsinna komi bara til með að efla aðskilnaðarheyfinguna. 15. október 2019 10:13
Ráðherra segir dóminn yfir Katalónunum pólitískan Níu leiðtogar katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar fengu fangelsisdóma í morgun. Ráðherra utanríkismála í Katalónsku héraðsstjórninni segir grafið undan stoðum lýðræðis og mannréttinda á Spáni. 14. október 2019 20:15