Arteta: Væri ekki hér ef ég væri ekki tilbúinn Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. desember 2019 18:30 Mikel Arteta er nýr knattspyrnustjóri Arsenal vísir/getty Mikel Arteta var ráðinn nýr knattspyrnustjóri Arsenal í dag. Hann hélt sinn fyrsta blaðamannafund hjá nýja félaginu nú síðdegis. Arteta kemur frá Manchester City þar sem hann hefur verið aðstoðarmaður Pep Guardiola síðustu ár. Hann gerði garðinn frægan sem leikmaður fyrir Arsenal. „Það var alltaf draumur hjá mér að koma aftur hingað. Ég ber svo mikla virðingu fyrir þessu fótboltafélagi,“ sagði Arteta. Spánverjinn spilaði 149 leiki fyrir Arsenal á árunum 2011-2016 og skoraði hann í þeim 16 mörk. Þegar hann hætti sem leikmaður 2016 gerðist hann aðstoðarmaður Guardiola hjá City. Þetta er hans fyrsta starf sem aðalþjálfari. „Ef ég héldi að ég væri ekki tilbúinn þá sæti ég ekki hér.“ „Mér líður eins og ég sé kominn aftur heim. Ég er ótrúlega ánægður og stoltur með tækifærið að fá að stýra þessu fótboltaliði.“ „Síðustu ár er ég búinn að undirbúa mig fyrir þessa áskorun. Ég er tilbúinn í hana og get ekki beðið eftir því að byrja.“ Arsenal hefur ekki gengið vel á tímabilinu og er liðið aðeins í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. „Það fyrsta sem þarf að breyta er orkan innan félagsins.“ „Utan frá þá er eins og félagið hafi misst sjónar á einkennum sínum. Ég vil komast að því afhverju og koma öllum inn á sama hugarfarið.“ Arteta vann náið með Pep Guardiola síðustu ár og það tók á hann að yfirgefa Manchester City. „Ég átti í ótrúlega góðu sambandi við Pep. Hann er leiður yfir því að ég hafi farið og tímasetningin er ekki sú besta, en hann skildi mig.“ „Kveðjustundin hefði ekki getað farið betur og samband okkar er enn gott. Ég kvaddi leikmennina og grét.“ Arteta fær lítinn tíma til að undirbúa sig fyrir fyrsta leik, en næsti leikur Arsenal er í hádeginu á morgun, gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn Mest lesið Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Sport Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Enski boltinn Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Enski boltinn Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Handbolti Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Körfubolti Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Fótbolti Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Fótbolti Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Declan Rice var hetjan þegar Arsenal náði sex stiga forskoti Fór að gráta eftir að hafa gefið mark í ensku úrvalsdeildinni Fyrsti sigurinn hjá Úlfunum var stórsigur á West Ham Sjá meira
Mikel Arteta var ráðinn nýr knattspyrnustjóri Arsenal í dag. Hann hélt sinn fyrsta blaðamannafund hjá nýja félaginu nú síðdegis. Arteta kemur frá Manchester City þar sem hann hefur verið aðstoðarmaður Pep Guardiola síðustu ár. Hann gerði garðinn frægan sem leikmaður fyrir Arsenal. „Það var alltaf draumur hjá mér að koma aftur hingað. Ég ber svo mikla virðingu fyrir þessu fótboltafélagi,“ sagði Arteta. Spánverjinn spilaði 149 leiki fyrir Arsenal á árunum 2011-2016 og skoraði hann í þeim 16 mörk. Þegar hann hætti sem leikmaður 2016 gerðist hann aðstoðarmaður Guardiola hjá City. Þetta er hans fyrsta starf sem aðalþjálfari. „Ef ég héldi að ég væri ekki tilbúinn þá sæti ég ekki hér.“ „Mér líður eins og ég sé kominn aftur heim. Ég er ótrúlega ánægður og stoltur með tækifærið að fá að stýra þessu fótboltaliði.“ „Síðustu ár er ég búinn að undirbúa mig fyrir þessa áskorun. Ég er tilbúinn í hana og get ekki beðið eftir því að byrja.“ Arsenal hefur ekki gengið vel á tímabilinu og er liðið aðeins í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. „Það fyrsta sem þarf að breyta er orkan innan félagsins.“ „Utan frá þá er eins og félagið hafi misst sjónar á einkennum sínum. Ég vil komast að því afhverju og koma öllum inn á sama hugarfarið.“ Arteta vann náið með Pep Guardiola síðustu ár og það tók á hann að yfirgefa Manchester City. „Ég átti í ótrúlega góðu sambandi við Pep. Hann er leiður yfir því að ég hafi farið og tímasetningin er ekki sú besta, en hann skildi mig.“ „Kveðjustundin hefði ekki getað farið betur og samband okkar er enn gott. Ég kvaddi leikmennina og grét.“ Arteta fær lítinn tíma til að undirbúa sig fyrir fyrsta leik, en næsti leikur Arsenal er í hádeginu á morgun, gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni.
Enski boltinn Mest lesið Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Sport Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Enski boltinn Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Enski boltinn Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Handbolti Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Körfubolti Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Fótbolti Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Fótbolti Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Declan Rice var hetjan þegar Arsenal náði sex stiga forskoti Fór að gráta eftir að hafa gefið mark í ensku úrvalsdeildinni Fyrsti sigurinn hjá Úlfunum var stórsigur á West Ham Sjá meira