Ræddu um að stöðva aðstoð til Úkraínu beint eftir símtal Trump og Zelenskíj Kjartan Kjartansson skrifar 22. desember 2019 13:39 Volodýmýr Zelenskíj og Donald Trump þegar þeir hittust í kringum allherjarþing Sameinuðu þjóðanna í september. AP/Evan Vucci. Embættismenn Hvíta hússins skipuðu varnarmálaráðuneytinu að stöðva afgreiðslu á hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð til Úkraínu um níutíu mínútum eftir að umdeildu símtali Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Volodýmýrs Zelenskíj, forseta Úkraínu, lauk í sumar. Nýbirt skjöl varpa frekara ljósi á atburðina sem leiddu til þess að Bandaríkjaþing kærði Trump fyrir embættisbrot. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings kærði Trump fyrir að misbeita valdi sínu þegar hann þrýsti á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan mótherja sinn og stoðlausa samsæriskenningu um meint afskipti Úkraínu af forsetakosningunum árið 2016 í síðustu viku. Þá var Trump kærður fyrir að hindra framgang rannsóknar þingsins, meðal annars með því að banna embættismönnum að bera vitni. Trump krafði Zelenskíj Úkraínuforseta um rannsókn á Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegum mótframbjóðanda í forsetakosningum næsta árs, og samsæriskenningu um að demókratar og Úkraínumenn hafi reynt að koma í veg fyrir kjör Trump í símtali þeirra tveggja sem átti sér stað 25. júlí. Þetta má lesa í minnisblaði sem Hvíta húsið birti sjálft en Trump hefur engu að síður fullyrt að samtal þeirra Zelenskíj hafi verið „fullkomið“. Á sama tíma hélt Hvíta húsið eftir tæplega 400 milljóna dollara hernaðaraðstoð sem Bandaríkjaþing hafði samþykkt og varð ekki við óskum Úkraínustjórnar um fund Trump og Zelenskíj. Embættismenn Trump hafa borið vitni um að aðstoðin og fundurinn hafi verið skilyrt við að Zelenskíj tilkynnti opinberlega um rannsóknirnar sem Trump krafðist. Bað ráðuneytið um að hafa hljótt um stöðvun aðstoðarinnar Á meðal tölvupósta sem varnarmálaráðuneytið afhenti seint á föstudag vegna kröfu félagasamtaka á grundvelli upplýsingalaga er póstur frá starfsmanni fjárlagaskrifstofu Hvíta hússins sendi ráðuneytinu um níutíu mínútum eftir símtal Trump og Zelenskíj í júlí. Í honum gaf Michael Duffey ráðuneytinu fyrirmæli um að stöðva alla hernaðaraðstoð sem þingið hafði samþykkt fyrir Úkraínu. Duffey sagði ráðuneytinu einnig að hafa hljótt um stöðvunina vegna „viðkvæms eðlis beiðninnar“.New York Times segir að póstur Duffey sé ekki í samræmi við framburð embættismanna fyrir Bandaríkjaþingi um að tilkynnt hafi verið um að aðstoðin til Úkraínu hefði verið fryst á fundi embættismanna 18. júlí. Aðrir hafa sagt að aðstoðin hafi verið stöðvuð þegar í byrjun mánaðarins. Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa krafist þess að embættismenn eins og Duffey, John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump og Mick Mulvaney, starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, beri vitni, fyrst í rannsókn fulltrúadeildarinnar á mögulegum embættisbrotum Trump, og nú í réttarhöldum sem verða haldin í öldungadeildinni í byrjun nýs árs. Því hefur Hvíta húsið hins vegar hafnað sem og að afhenda þinginu ýmis gögn. Það er meðal annars ástæða þess að fulltrúadeildin kærði Trump einnig fyrir að hindra framgang rannsóknar þingsins. Mitch McConnell, leiðtogi meirihluta repúblikana í öldungadeildinni, hefur gefið í skyn að hann ætli ekki að leyfa vitnaleiðslur í réttarhöldunum og að hann ætli að ljúka þeim fljótt af. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Úkraína Tengdar fréttir Furða sig á að Trump hampi stuðningi Pútín Sumir fyrrverandi ráðgjafar Trump Bandaríkjaforseta óttuðust að Pútín hefði komið að hjá honum samsæriskenningu um Úkraínu sem hefur nú orðið til þess að Trump var kærður fyrir embættisbrot í þinginu. 22. desember 2019 09:45 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sjá meira
Embættismenn Hvíta hússins skipuðu varnarmálaráðuneytinu að stöðva afgreiðslu á hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð til Úkraínu um níutíu mínútum eftir að umdeildu símtali Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Volodýmýrs Zelenskíj, forseta Úkraínu, lauk í sumar. Nýbirt skjöl varpa frekara ljósi á atburðina sem leiddu til þess að Bandaríkjaþing kærði Trump fyrir embættisbrot. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings kærði Trump fyrir að misbeita valdi sínu þegar hann þrýsti á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan mótherja sinn og stoðlausa samsæriskenningu um meint afskipti Úkraínu af forsetakosningunum árið 2016 í síðustu viku. Þá var Trump kærður fyrir að hindra framgang rannsóknar þingsins, meðal annars með því að banna embættismönnum að bera vitni. Trump krafði Zelenskíj Úkraínuforseta um rannsókn á Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegum mótframbjóðanda í forsetakosningum næsta árs, og samsæriskenningu um að demókratar og Úkraínumenn hafi reynt að koma í veg fyrir kjör Trump í símtali þeirra tveggja sem átti sér stað 25. júlí. Þetta má lesa í minnisblaði sem Hvíta húsið birti sjálft en Trump hefur engu að síður fullyrt að samtal þeirra Zelenskíj hafi verið „fullkomið“. Á sama tíma hélt Hvíta húsið eftir tæplega 400 milljóna dollara hernaðaraðstoð sem Bandaríkjaþing hafði samþykkt og varð ekki við óskum Úkraínustjórnar um fund Trump og Zelenskíj. Embættismenn Trump hafa borið vitni um að aðstoðin og fundurinn hafi verið skilyrt við að Zelenskíj tilkynnti opinberlega um rannsóknirnar sem Trump krafðist. Bað ráðuneytið um að hafa hljótt um stöðvun aðstoðarinnar Á meðal tölvupósta sem varnarmálaráðuneytið afhenti seint á föstudag vegna kröfu félagasamtaka á grundvelli upplýsingalaga er póstur frá starfsmanni fjárlagaskrifstofu Hvíta hússins sendi ráðuneytinu um níutíu mínútum eftir símtal Trump og Zelenskíj í júlí. Í honum gaf Michael Duffey ráðuneytinu fyrirmæli um að stöðva alla hernaðaraðstoð sem þingið hafði samþykkt fyrir Úkraínu. Duffey sagði ráðuneytinu einnig að hafa hljótt um stöðvunina vegna „viðkvæms eðlis beiðninnar“.New York Times segir að póstur Duffey sé ekki í samræmi við framburð embættismanna fyrir Bandaríkjaþingi um að tilkynnt hafi verið um að aðstoðin til Úkraínu hefði verið fryst á fundi embættismanna 18. júlí. Aðrir hafa sagt að aðstoðin hafi verið stöðvuð þegar í byrjun mánaðarins. Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa krafist þess að embættismenn eins og Duffey, John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump og Mick Mulvaney, starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, beri vitni, fyrst í rannsókn fulltrúadeildarinnar á mögulegum embættisbrotum Trump, og nú í réttarhöldum sem verða haldin í öldungadeildinni í byrjun nýs árs. Því hefur Hvíta húsið hins vegar hafnað sem og að afhenda þinginu ýmis gögn. Það er meðal annars ástæða þess að fulltrúadeildin kærði Trump einnig fyrir að hindra framgang rannsóknar þingsins. Mitch McConnell, leiðtogi meirihluta repúblikana í öldungadeildinni, hefur gefið í skyn að hann ætli ekki að leyfa vitnaleiðslur í réttarhöldunum og að hann ætli að ljúka þeim fljótt af.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Úkraína Tengdar fréttir Furða sig á að Trump hampi stuðningi Pútín Sumir fyrrverandi ráðgjafar Trump Bandaríkjaforseta óttuðust að Pútín hefði komið að hjá honum samsæriskenningu um Úkraínu sem hefur nú orðið til þess að Trump var kærður fyrir embættisbrot í þinginu. 22. desember 2019 09:45 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sjá meira
Furða sig á að Trump hampi stuðningi Pútín Sumir fyrrverandi ráðgjafar Trump Bandaríkjaforseta óttuðust að Pútín hefði komið að hjá honum samsæriskenningu um Úkraínu sem hefur nú orðið til þess að Trump var kærður fyrir embættisbrot í þinginu. 22. desember 2019 09:45