Skrifar ástarbréf til Bretlands og segir það alltaf velkomið í ESB Sylvía Hall skrifar 26. desember 2019 15:41 Frans Timmermans. Vísir/Getty Frans Timmermans, varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segist vera sár yfir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu í pistli sem hann skrifar í The Guardian. Hann segir Breta þó alltaf velkomna aftur í sambandið. Pistlinum má líka við nokkurs konar ástarbréf til Bretlands þar sem hann segir Bretland alltaf hafa verið hluta af sér, allt frá því að hann var ungur drengur. „Nú hefurðu ákveðið að fara. Það brýtur í mér hjartað, en ég virði þá ákvörðun. Þú varst tvístígandi með það, eins og þú hefur alltaf verið tvístígandi með Evrópusambandið. Ég vildi að þú hefðir haldið þig við þá skoðun, hún þjónaði þér vel og hélt okkur í betra formi,“ skrifar Timmermans.Sjá einnig: Brexitáætlun Boris samþykkt á þingi Hann segir það ekki hafa verið nauðsynlegt að knýja fram slíka ákvörðun með sama hætti og raun bar vitni. Það hafi þó verið niðurstaðan og hann sjái að það sé að „særa“ Bretland. „Af því að þessi tvö viðhorf munu alltaf vera þarna, líka þegar þú ert farið. Ferlið hefur valdið þér ónauðsynlegum skaða, og okkur öllum líka. Ég óttast það að [frekari skaði] fylgi.“ Hann segist vera miður sín að Bretland ætli sér úr sambandinu, en áætlað er að útganga Breta verði að veruleika þann 31. janúar. Hann líkir því við að fjölskyldumeðlimur sé að slíta öll tengsl við fjölskyldu sína. „Ég finn huggun í þeirri tilhugsun að fjölskyldutengsl geta aldrei í raun rofnað. Við erum ekki að fara neitt og þér er alltaf velkomið að koma aftur.“ Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Brexitáætlun Boris samþykkt á þingi Breskir þingmenn samþykktu í dag frumvarp Boris Johnson, forsætisráðherra, varðandi úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu með miklum meirihluta atkvæða. 20. desember 2019 15:29 Brexit og heilbrigðismál efst á baugi í ræðu drottningar Elísabet Bretlandsdrottning flutti stefnuræðu nýrrar ríkisstjórnar á breska þinginu í dag. Stjórnin ætlar að einbeita sér að útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 19. desember 2019 19:00 Breskir auðjöfrar lauma sér inn um bakdyr ESB Auðugir bakhjarlar Íhaldsflokksins í Bretlandi hafa frá þjóðaratkvæðagreiðslunni um Brexit árið 2016 sóst eftir ríkisborgararétti á Kýpur. Eyríkið er aðili að Evrópusambandinu og með því að öðlast ríkisborgararétt þar njóta þessi aðilar þeirra réttinda sem aðild býður upp á. 20. desember 2019 14:22 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Sjá meira
Frans Timmermans, varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segist vera sár yfir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu í pistli sem hann skrifar í The Guardian. Hann segir Breta þó alltaf velkomna aftur í sambandið. Pistlinum má líka við nokkurs konar ástarbréf til Bretlands þar sem hann segir Bretland alltaf hafa verið hluta af sér, allt frá því að hann var ungur drengur. „Nú hefurðu ákveðið að fara. Það brýtur í mér hjartað, en ég virði þá ákvörðun. Þú varst tvístígandi með það, eins og þú hefur alltaf verið tvístígandi með Evrópusambandið. Ég vildi að þú hefðir haldið þig við þá skoðun, hún þjónaði þér vel og hélt okkur í betra formi,“ skrifar Timmermans.Sjá einnig: Brexitáætlun Boris samþykkt á þingi Hann segir það ekki hafa verið nauðsynlegt að knýja fram slíka ákvörðun með sama hætti og raun bar vitni. Það hafi þó verið niðurstaðan og hann sjái að það sé að „særa“ Bretland. „Af því að þessi tvö viðhorf munu alltaf vera þarna, líka þegar þú ert farið. Ferlið hefur valdið þér ónauðsynlegum skaða, og okkur öllum líka. Ég óttast það að [frekari skaði] fylgi.“ Hann segist vera miður sín að Bretland ætli sér úr sambandinu, en áætlað er að útganga Breta verði að veruleika þann 31. janúar. Hann líkir því við að fjölskyldumeðlimur sé að slíta öll tengsl við fjölskyldu sína. „Ég finn huggun í þeirri tilhugsun að fjölskyldutengsl geta aldrei í raun rofnað. Við erum ekki að fara neitt og þér er alltaf velkomið að koma aftur.“
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Brexitáætlun Boris samþykkt á þingi Breskir þingmenn samþykktu í dag frumvarp Boris Johnson, forsætisráðherra, varðandi úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu með miklum meirihluta atkvæða. 20. desember 2019 15:29 Brexit og heilbrigðismál efst á baugi í ræðu drottningar Elísabet Bretlandsdrottning flutti stefnuræðu nýrrar ríkisstjórnar á breska þinginu í dag. Stjórnin ætlar að einbeita sér að útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 19. desember 2019 19:00 Breskir auðjöfrar lauma sér inn um bakdyr ESB Auðugir bakhjarlar Íhaldsflokksins í Bretlandi hafa frá þjóðaratkvæðagreiðslunni um Brexit árið 2016 sóst eftir ríkisborgararétti á Kýpur. Eyríkið er aðili að Evrópusambandinu og með því að öðlast ríkisborgararétt þar njóta þessi aðilar þeirra réttinda sem aðild býður upp á. 20. desember 2019 14:22 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Sjá meira
Brexitáætlun Boris samþykkt á þingi Breskir þingmenn samþykktu í dag frumvarp Boris Johnson, forsætisráðherra, varðandi úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu með miklum meirihluta atkvæða. 20. desember 2019 15:29
Brexit og heilbrigðismál efst á baugi í ræðu drottningar Elísabet Bretlandsdrottning flutti stefnuræðu nýrrar ríkisstjórnar á breska þinginu í dag. Stjórnin ætlar að einbeita sér að útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 19. desember 2019 19:00
Breskir auðjöfrar lauma sér inn um bakdyr ESB Auðugir bakhjarlar Íhaldsflokksins í Bretlandi hafa frá þjóðaratkvæðagreiðslunni um Brexit árið 2016 sóst eftir ríkisborgararétti á Kýpur. Eyríkið er aðili að Evrópusambandinu og með því að öðlast ríkisborgararétt þar njóta þessi aðilar þeirra réttinda sem aðild býður upp á. 20. desember 2019 14:22