Erlent

Brexitáætlun Boris samþykkt á þingi

Samúel Karl Ólason skrifar
Forsætisráðherrann sagði að með þessu væri Bretland skrefinu nær Brexit.
Forsætisráðherrann sagði að með þessu væri Bretland skrefinu nær Brexit. Breska þingið/JESSICA TAYLOR

Breskir þingmenn samþykktu í dag frumvarp Boris Johnson, forsætisráðherra, varðandi úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu með miklum meirihluta atkvæða. 358 greiddu atkvæði með frumvarpinu og 234 gegn því. Frumvarpið felur í sér að Bretland fari úr Brexit þann 31. janúar.

Það felur einnig í sér að aðlögunarferli Bretlands lýkur á næsta ári og ekki sé hægt að lengja það. Boris heldur því fram að vel sé hægt að gera viðskiptasamning við ESB fyrir þann tíma en sérfræðingar draga það verulega í efa.

Samkvæmt frétt BBC sagði forsætisráðherrann að með þessu væri Bretland skrefinu nær Brexit. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hafði sagt sínum þingmönnum að greiða atkvæði gegn frumvarpinu en sex þeirra hlýddu því ekki.

Brexit mun byggja á því samkomulagi sem Boris Johnson náði við forsvarsmenn ESB í október. Íhaldsmenn hafa tekið þessum fregnum fagnandi og það hefur Charles Michel, forseti leiðtogaráðs ESB, gert einnig. Hann segir þetta mikilvægt skref í átt að úrgöngu Bretlands.

 


Tengdar fréttir

Drottningin setti nýtt þing

Elísabet Bretlandsdrottning setti í dag þýtt þing landsins er hún hélt ræðu um áætlanir Boris Johnson, forsætisráðherra.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.