Erlent

Brexit og heilbrigðismál efst á baugi í ræðu drottningar

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar

Elísabet Bretlandsdrottning flutti stefnuræðu nýrrar ríkisstjórnar á breska þinginu í dag. Stjórnin ætlar að einbeita sér að útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.

Það var að venju mikill viðbúnaður þegar breska drottningin heimsótti þingmenn sína á þessum fyrsta fundi eftir að Íhaldsflokkurinn tryggði sér hreinan meirihluta í nýafstöðnum kosningum.

Boris Johnson forsætisráðherra útlistaði stefnu ríkisstjórnar sinnar í ræðunni, sem Elísabet drottning flutti svo. Yfirvofandi útganga Bretlands úr Evrópusambandinu var efst á baugi.


„Fyrsta forgangsatriði ríkisstjórnar minnar er að stýra Bretlandi út úr Evrópusambandinu þann 31. janúar. Ráðherrar munu leggja fram frumvörp til þess að tryggja útgöngu á þeim degi og til þess að tryggja að þau tækifæri sem bjóðast í kjölfarið verði nýtt,“ sagði Elísabet drottning. Einnig að ríkisstjórnin myndi beita sér fyrir innspýtingu í heilbrigðiskerfið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.