Íslenski boltinn

Farið yfir fótboltaárið 2019 hjá körlunum á Stöð 2 Sport í kvöld

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Farið verður yfir fótboltaárið 2019 hjá körlunum á Stöð 2 Sport í kvöld.
Farið verður yfir fótboltaárið 2019 hjá körlunum á Stöð 2 Sport í kvöld.

Fyrsti annáll Stöðvar 2 Sports af fjórum er á dagskrá í kvöld.

Þar verður farið yfir íslenska knattspyrnu karla á árinu 2019; Pepsi Max-deildina, Inkasso-deildina, Mjólkurbikarinn og A-landsliðið.

Dagskrárgerð var í höndum þeirra Guðmundar Benediktssonar og Ólafs Þórs Chelbat.

Meðal þeirra sem rætt er við í annálnum eru Rúnar Kristinsson, Ólafur Kristjánsson, Freyr Alexandersson, Ágúst Gylfason, Arnar Gunnlaugsson Helgi Sigurðsson og Óskar Hrafn Þorvaldsson.Annáll 2019: Íslensk knattspyrna karla verður sýndur á Stöð 2 Sport klukkan 20:00 í kvöld.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.