Enski boltinn

Leeds á toppinn eftir sigur í níu marka leik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Leeds er komið á topp ensku B-deildarinnar.
Leeds er komið á topp ensku B-deildarinnar. vísir/getty

Leeds United vann 4-5 sigur á Birmingham City í ótrúlegum leik í ensku B-deildinni í dag.



Lukas Jutkiewicz jafnaði í 4-4 þegar ein mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma. Fjórum mínútum síðar varð Wes Harding fyrir því óláni að skora sjálfsmark sem tryggði Leeds sigurinn.

Með sigrinum komst Leeds á topp deildarinnar. Á sama tíma tapaði West Brom, sem var á toppnum, fyrir Middlesbrough, 0-2. Þetta var aðeins annað tap West Brom á tímabilinu.

Jón Daði Böðvarsson lék síðustu tíu mínúturnar þegar Milwall vann 1-0 sgur á Brentford. Millwall er í 11. sæti deildarinnar með 37 stig, aðeins tveimur stigum frá umspilssæti.

Huddersfield Town vann góðan sigur á Blackburn Rovers, 2-1, og Fulham sigraði Stoke City, 1-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×