Jarðhæringar á Hvítu eyju Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. desember 2019 03:44 Hvíta Eyja gaus á mánudag og eru minnst sex látnir. epa/ AUCKLAND RESCUE HELICOPTER TRUST Jarðhræringar eru að aukast að nýju á Hvítueyju á Nýja Sjálandi og hafa þær hægt á aðgerðum viðbragðsaðila á eyjunni. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Fjallið, sem er einnig þekkt sem Whakaari, gaus á mánudag þegar tugir ferðamanna voru á eyjunni. Staðfest hefur verið að sex manns hafi látist, átta er enn saknað og er talið að þau séu öll látin. Enn eru tuttugu og fimm á sjúkrahúsi með alvarlegra áverka. Yfirvöld vonuðust til þess að hægt væri að endurheimta lík þeirra sem talin eru látin á eyjunni á miðvikudag. „Ég hef rætt við marga þeirra sem taka þátt í aðgerðunum og þeir bíða óþreyjufullir eftir að komast aftur á eyjuna, þeir vilja flytja ástvini fólks aftur heim,“ sagði Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands, í samtali við fréttamenn. Lögregluyfirvöld segja þó að jarðhræringar á svæðinu geri viðbragðsaðilum það ókleift að fara aftur á eyjuna. „Síðan um klukkan fjögur í morgun hafa jarðhræringar færst verulega í aukana á eyjunni,“ sagði jarðfræðimiðstöðin GeoNet í tilkynningu á miðvikudagsmorgunn. „Aðstæður eru ótraustar á eyjunni. Enn er líklegt að eyjan gjósi aftur næsta sólarhringinn.“ Lögreglumálaráðherrann Stuart Nash sagði að einnig væru eitraðar gufur á eyjunni sem kæmu frá gígnum og að eyjan væri sveipuð sýrumikilli ösku. Engin ummerki hafa sést um líf á eyjunni í eftirlitsflugum og yfirvöld telja að enginn þeirra átta sem urðu eftir á eyjunni sé á lífi. Minnst fjörutíu og sjö ferðamenn frá öllum heims hornum voru á Hvítu eyju þegar hún gaus. Lögreglan hefur einnig greint frá því að af þeim þrjátíu sem slösuðust séu tuttugu og fimm enn í lífshættu. Hinir fimm sem særðust eru illa særðir en ekki lengur í lífshættu. Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Manntjón eftir eldgos á vinsælli ferðamannaeyju Ferðamenn sáust ganga við gíg fjallsins rétt áður en gosið hófst. 9. desember 2019 06:25 Átta saknað og aðstandendur segja óvissuna versta Átta er enn saknað eftir eldgosið á Nýja-Sjálandi. Faðir eins, sem ekkert hefur heyrst frá, segir óvissuna það versta. 10. desember 2019 19:00 Sex lík hafa fundist úr lofti Sex eru látnir eftir eldgos á eyju við Nýja-Sjáland í gærnótt og átta er enn saknað. 10. desember 2019 13:33 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Jarðhræringar eru að aukast að nýju á Hvítueyju á Nýja Sjálandi og hafa þær hægt á aðgerðum viðbragðsaðila á eyjunni. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Fjallið, sem er einnig þekkt sem Whakaari, gaus á mánudag þegar tugir ferðamanna voru á eyjunni. Staðfest hefur verið að sex manns hafi látist, átta er enn saknað og er talið að þau séu öll látin. Enn eru tuttugu og fimm á sjúkrahúsi með alvarlegra áverka. Yfirvöld vonuðust til þess að hægt væri að endurheimta lík þeirra sem talin eru látin á eyjunni á miðvikudag. „Ég hef rætt við marga þeirra sem taka þátt í aðgerðunum og þeir bíða óþreyjufullir eftir að komast aftur á eyjuna, þeir vilja flytja ástvini fólks aftur heim,“ sagði Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands, í samtali við fréttamenn. Lögregluyfirvöld segja þó að jarðhræringar á svæðinu geri viðbragðsaðilum það ókleift að fara aftur á eyjuna. „Síðan um klukkan fjögur í morgun hafa jarðhræringar færst verulega í aukana á eyjunni,“ sagði jarðfræðimiðstöðin GeoNet í tilkynningu á miðvikudagsmorgunn. „Aðstæður eru ótraustar á eyjunni. Enn er líklegt að eyjan gjósi aftur næsta sólarhringinn.“ Lögreglumálaráðherrann Stuart Nash sagði að einnig væru eitraðar gufur á eyjunni sem kæmu frá gígnum og að eyjan væri sveipuð sýrumikilli ösku. Engin ummerki hafa sést um líf á eyjunni í eftirlitsflugum og yfirvöld telja að enginn þeirra átta sem urðu eftir á eyjunni sé á lífi. Minnst fjörutíu og sjö ferðamenn frá öllum heims hornum voru á Hvítu eyju þegar hún gaus. Lögreglan hefur einnig greint frá því að af þeim þrjátíu sem slösuðust séu tuttugu og fimm enn í lífshættu. Hinir fimm sem særðust eru illa særðir en ekki lengur í lífshættu.
Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Manntjón eftir eldgos á vinsælli ferðamannaeyju Ferðamenn sáust ganga við gíg fjallsins rétt áður en gosið hófst. 9. desember 2019 06:25 Átta saknað og aðstandendur segja óvissuna versta Átta er enn saknað eftir eldgosið á Nýja-Sjálandi. Faðir eins, sem ekkert hefur heyrst frá, segir óvissuna það versta. 10. desember 2019 19:00 Sex lík hafa fundist úr lofti Sex eru látnir eftir eldgos á eyju við Nýja-Sjáland í gærnótt og átta er enn saknað. 10. desember 2019 13:33 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Manntjón eftir eldgos á vinsælli ferðamannaeyju Ferðamenn sáust ganga við gíg fjallsins rétt áður en gosið hófst. 9. desember 2019 06:25
Átta saknað og aðstandendur segja óvissuna versta Átta er enn saknað eftir eldgosið á Nýja-Sjálandi. Faðir eins, sem ekkert hefur heyrst frá, segir óvissuna það versta. 10. desember 2019 19:00
Sex lík hafa fundist úr lofti Sex eru látnir eftir eldgos á eyju við Nýja-Sjáland í gærnótt og átta er enn saknað. 10. desember 2019 13:33