Erlent

Kim lofar Bandaríkjamönnum jólagjöf

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Nú styttist óðfluga í að sá frestur sem Norður-Kóreustjórn gaf Bandaríkjunum til þess að klára viðræður um kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans renni út. Einræðisherra Norður-Kóreu lofar jólagjöf, náist ekki samkomulag.Frost hefur verið í viðræðunum alveg frá því fundi Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, lauk án undirritunar samkomulags í Víetnam í febrúar. Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar til þess að ná skriði á viðræðurnar á ný en árangurinn hefur enginn verið.Grundvallarástæðan fyrir því hversu hægt gengur er að Norður-Kórea vill að þvingunum verði aflétt áður en til afvopnunar kemur. Bandaríkin vilja hins vegar sjá árangur í kjarnorkuafvopnun fyrst.Í vikunni bárust þau skilaboð frá Asíuríkinu að Bandaríkjamenn mættu eiga von á jólagjöf, takist ekki að semja fyrir árslok. Þann frest hefur Norður-Kórea sett og þótt ríkið hafi ekki alltaf staðið við slíkar hótanir telja bæði Suður-Kóreustjórn og Bandaríkin að einræðisstjórninni sé nú alvara. Ekki er útilokað að Norður-Kórea setji aukinn þunga í bæði kjarnorku- og eldflaugatilraunir ef samningar nást ekki.Kim virtist hins vegar með hugann við annað í dag, ef marka má fréttaflutning norðurkóreska ríkissjónvarpsinss sem sýndi myndir þar sem sjá má Kim og undirmenn hans ferðast á hvítum hestum um Paektu-fjall, sem Norður-Kóreumenn álíta heilagt. Bæði fjallið og hvítu hrossin sem myndirnar sína eru sérstök tákn Kim-ættarinnar.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.