Erlent

Á þriðja tug látnir eftir árás í Badgad

Atli Ísleifsson skrifar
Árásin gærdagsins er sú mannskæðasta í íröksku höfuðborginni síðustu vikurnar.
Árásin gærdagsins er sú mannskæðasta í íröksku höfuðborginni síðustu vikurnar. Getty
Talsmenn íröksku lögreglunnar segja að 23 séu látnir eftir árás hóps manna á samkomustað mótmælenda í miðborg Bagdad í gær. Árásin er sú mannskæðasta í íröksku höfuðborginni síðustu vikurnar.Reuters segir frá því að rúmlega 127 til viðbótar hafi særst í árásinni sem átti sér stað nærri Tahrir-torgi þar sem árásarmenn notuðust við bæði hnífa og skotvopn. Í hópi látinna eru þrír lögreglumenn.Þúsundir Íraka hafa safnast saman á aðaltorgi höfuðborgarinnar og nálægum brúm síðustu vikurnar þar sem algerrar uppstokkunar á pólitísku kerfi landsins er krafist.Enn hefur ekki tekist að bera kennsl á árásarmennina í árás gærdagsins.Mótmælaaðgerðir hafa staðið í landinu síðustu mánuði, en fyrir um viku greindi forsætisráðherrann Adel Abdul Mahdi að hann myndi segja af sér embætti.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.