Erlent

Á þriðja tug látnir eftir árás í Badgad

Atli Ísleifsson skrifar
Árásin gærdagsins er sú mannskæðasta í íröksku höfuðborginni síðustu vikurnar.
Árásin gærdagsins er sú mannskæðasta í íröksku höfuðborginni síðustu vikurnar. Getty

Talsmenn íröksku lögreglunnar segja að 23 séu látnir eftir árás hóps manna á samkomustað mótmælenda í miðborg Bagdad í gær. Árásin er sú mannskæðasta í íröksku höfuðborginni síðustu vikurnar.

Reuters segir frá því að rúmlega 127 til viðbótar hafi særst í árásinni sem átti sér stað nærri Tahrir-torgi þar sem árásarmenn notuðust við bæði hnífa og skotvopn. Í hópi látinna eru þrír lögreglumenn.

Þúsundir Íraka hafa safnast saman á aðaltorgi höfuðborgarinnar og nálægum brúm síðustu vikurnar þar sem algerrar uppstokkunar á pólitísku kerfi landsins er krafist.

Enn hefur ekki tekist að bera kennsl á árásarmennina í árás gærdagsins.

Mótmælaaðgerðir hafa staðið í landinu síðustu mánuði, en fyrir um viku greindi forsætisráðherrann Adel Abdul Mahdi að hann myndi segja af sér embætti.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.