Enski boltinn

Vardy í hóp með Van Nistelrooy

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Óstöðvandi
Óstöðvandi vísir/getty

Enski framherjinn Jamie Vardy er laglega að stimpla sig inn sem ein mesta markamaskína í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Vardy skoraði 2 mörk í 1-4 sigri Leicester á Aston Villa í dag og var þetta áttundi deildarleikurinn í röð sem Vardy tekst að skora í.

Hann á metið yfir flesta markaleiki í röð í ensku úrvalsdeildinni en hann hirti það af Ruud van Nistelrooy þegar hann skoraði í ellefu leikjum í röð 2015-2016 tímabilið þegar Leicester hampaði Englandsmeistaratitilinum.

Hann kom sér aftur í hóp með van Nistelrooy í dag þar sem þeir eru einu leikmennirnir sem hafa afrekað það að skora í átta leikjum í röð tvívegis á sínum ferli.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.