Enski boltinn

Vardy í hóp með Van Nistelrooy

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Óstöðvandi
Óstöðvandi vísir/getty
Enski framherjinn Jamie Vardy er laglega að stimpla sig inn sem ein mesta markamaskína í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Vardy skoraði 2 mörk í 1-4 sigri Leicester á Aston Villa í dag og var þetta áttundi deildarleikurinn í röð sem Vardy tekst að skora í.

Hann á metið yfir flesta markaleiki í röð í ensku úrvalsdeildinni en hann hirti það af Ruud van Nistelrooy þegar hann skoraði í ellefu leikjum í röð 2015-2016 tímabilið þegar Leicester hampaði Englandsmeistaratitilinum.

Hann kom sér aftur í hóp með van Nistelrooy í dag þar sem þeir eru einu leikmennirnir sem hafa afrekað það að skora í átta leikjum í röð tvívegis á sínum ferli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×