Áttundi deildar­sigur Leicester í röð | Ný­liðarnir í 8. sætið eftir endur­­komu­­sigur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jamie Vardy léttur í dag.
Jamie Vardy léttur í dag. vísir/getty
Brendan Rodgers og lærisveinar hans hjá Leicester eru á fljúgandi siglingu í enska boltanum um þessar mundir en þeir unnu sinn áttunda deildarleikinn í röð er þeir rúlluðu yfir Aston Villa, 4-1.

Það kom fáum á óvart að fysrta markið skoraði Jamie Vardy en það kom á 20. mínutu. Kelechi Iheanacho tvöfaldaði svo forystuna á 40. mínútu en Jack Grealish minnkaði muninn á 45. mínútu.

Þriðja mark Leicester kom svo eftir hornspyrnu en það skoraði varnarmaðurinn Jonny Evans og fjórða og síðasta mark Leicester gerði Vardy stundarfjórðungi fyrir leikslok. Lokatölur 4-1.







Áttundi sigur Leicester í röð en liðið er í 2. sæti deildarinnar með 38 stig. Liðið er átta stigum á eftir toppliði Liverpool en Aston Villa er í 17. sætinu.

Newcastle vann 2-1 sigur á Southampton. Danny Ings kom Southampton yfir en tvö mörk í síðari hálfleik tryggðu Newcastle sigurinn. Jonjo Shelvey jafnaði metin á 68. mínútu og sigurmarkið skoraði Federico Fernandez á 87. mínútu.







Newcastle er í 10. sæti deildarinnar með 22 stig en Southampton er í fallsæti, nánar tiltekið 18. sætinu með fimmtán stig.

Nýliðar Sheffield United eru svo komnir í 8. sætið eftir 2-1 sigur á Norwich á útivelli. Alexander Tettey kom Norwich yfir á 27. mínútu en tvö mörk í upphafi síðari hálfleiks frá Enda Stevens og George Baldock tryggðu United sigur.







Sheffield er sem áður segir í áttunda sætinu en Norwich er í 19. sætinu með ellefu stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira