Erlent

Bandaríkin – Baráttan um Demókrataflokkinn

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar

Kosningabaráttan fyrir prófkjör Demókrata fyrir forsetakosningar næsta árs er í fullum gangi. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, er enn á toppnum en öldungadeildarþingmennirnir Bernie Sanders og Elizabeth Warren, og borgarstjórinn Pete Buttigieg, fylgja fast á hæla Bidens.Sanders, Buttigieg og Biden skiptast á að leiða í Iowa, fyrsta prófkjörsríkinu, og frambjóðendurnir fjórir hafa skipst á fyrsta sætinu í New Hampshire, öðru prófkjörsríkinu. Kannanir nú sýna Buttigieg efstan í Iowa, Sanders í New Hampshire og Biden á landsvísu.Um þetta er fjallað í öðrum þætti Bandaríkjanna, hlaðvarps fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar um bandarísk stjórnmál.Einnig verður litið yfir nokkra frambjóðendur sem hafa ekki náð jafnmiklu fylgi og fyrrnefnd fjögur og þá mun sérstakur gestur þáttarins leiklesa Trump-tíst vikunnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.