Íslenski boltinn

Rakel í Breiðablik

Anton Ingi Leifsson skrifar

Rakel Hönnudóttir er mætt aftur í íslenska boltann en hún skrifaði í dag undir samning við Breiðablik á nýjan leik.

Rakel hefur síðasta árið leikið með Reading í ensku úrvalsdeildinni en þar áður hafði hún leikið með LB07 í sænsku úrvalsdeildinni.

Rakel spilaði með Breiðabliki á árunum 2012 til 2017. Þá skoraði hún 68 mörk í 158 leiki en hún varð bikarmeistari í tvígang og Íslandsmeistari árið 2015.

Rakel hefur leikið hundrað A-landsleiki og skorað í þeim níu mörk.

Blikarnir fengu silfrið í Pepsi Max-deildinni í sumar en hafa nú þegar styrkt liðið með Sveindísi Jane Jónsdóttur og nú Rakel.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.