Íslenski boltinn

Rakel í Breiðablik

Anton Ingi Leifsson skrifar

Rakel Hönnudóttir er mætt aftur í íslenska boltann en hún skrifaði í dag undir samning við Breiðablik á nýjan leik.

Rakel hefur síðasta árið leikið með Reading í ensku úrvalsdeildinni en þar áður hafði hún leikið með LB07 í sænsku úrvalsdeildinni.

Rakel spilaði með Breiðabliki á árunum 2012 til 2017. Þá skoraði hún 68 mörk í 158 leiki en hún varð bikarmeistari í tvígang og Íslandsmeistari árið 2015.

Rakel hefur leikið hundrað A-landsleiki og skorað í þeim níu mörk.

Blikarnir fengu silfrið í Pepsi Max-deildinni í sumar en hafa nú þegar styrkt liðið með Sveindísi Jane Jónsdóttur og nú Rakel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×