Erlent

Langri baráttu fyrir reykingabanni lokið í Austurríki

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Deilt hefur verið um reykingabann í þrettán ár.
Deilt hefur verið um reykingabann í þrettán ár. fréttablaðið/EPA
Reykingabann á veitingastöðum og skemmtistöðum hefur loksins tekið gildi í Austurríki en lög þess efnis voru samþykkt í júlí. Andstæðingar reykinga hafa um árabil kallað landið „öskubakka Evrópu“.Umræðan hefur verið hörð í 13 ár en til stóð að setja reykingabannið á árið 2017 en þá kom hinn þjóðernispopúlíski Frelsisflokkur í veg fyrir það. Heinz-Christian Strache, leiðtogi Frelsisflokksins til 14 ára og sjálfur mikill reykingamaður, taldi að ríkið ætti ekki að skipta sér af reykingum fólks. Og reyndar ekki heldur hraðakstri í umferðinni.Um 25 prósent Austurríkismanna reykja sígarettur, sem er hæsta hlutfallið í Evrópu vestan járntjaldsins og langt yfir 18 prósenta meðaltali álfunnar.Í fyrra hófst mikið átak til þess að fá bannið í gegn. Heilbrigðisstofnun landsins beitti sér fyrir undirskriftasöfnun sem tæp milljón manns skrifaði undir. En Frelsisflokkurinn kom í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um málið, þrátt fyrir að flokkurinn væri almennt hlynntur þjóðaratkvæðagreiðslum um flest mál. Þegar Frelsisflokkurinn hrökklaðist úr ríkisstjórninni í vor eftir spillingarmál tengt Strache gafst tækifæri til að koma löggjöfinni í gegn.
Tengdar fréttir

Austurríkismenn blása af reykingabann

Austurríski Frelsisflokkurinn hefur lýst því hátíðlega yfir að hætt verði við fyrirhugað reykingabann á skemmtistöðum og knæpum þar í landi, sem taka átti gildi árið 2018.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.