Erlent

Reykjar­mökkur yfir S­yd­n­ey og Adela­i­de

Atli Ísleifsson skrifar
Óperuhúsið í Sydney.
Óperuhúsið í Sydney. AP

Reykjarmökkurinn frá kjarreldunum sem nú brenna víðs vegar um Ástralíu liggur nú yfir stórborgunum Sydney og Adelaide.

Í Sydney vöknuðu íbúar upp við þykkan mökk og eru loftgæðin í borginni sögð hættuleg. Nú er svo komið að eldhætta er í öllum sex ríkjum Ástralíu og mjög mikil í fjórum þeirra.

Sex hafa látið lífið í eldunum en verst hefur ástandið verið í New South Wales og í Queensland.

Um fimm milljónir manna búa í Sydney og hvetja heilbrigðisyfirvöld fólk til að halda sig eins mikið innandyra og mögulegt er.

Efsta hættustigi hefur nú verið lýst yfir í Viktoríu-fylki í suðurhluta landsins og er það í fyrsta sinn í áratug sem slíkt gerist þar, en árið 2009 létu 179 manns lífið í miklum eldi sem blossaði þar upp.

Scott Morrison, forsætisráðherra landsins, varði á ný stefnu stjórnar sinnar í loftslagsmálum í dag. Fyrrverandi slökkviliðsstjórnar og fleiri hafa gagnrýnt stefnuna og segja að hana hafa átt þátt í því ástandi sem upp sé komið. Segja þeir nauðsynlegt að grípa til harðari aðgerða til að stemma stigu við útblæstri gróðurhúsalofttegunda.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.