Erlent

Reykur vegna gróður­eldanna gerir í­búum S­yd­n­ey lífið leitt

Atli Ísleifsson skrifar
Loftgæðin í Sydney eru mjög slæm.
Loftgæðin í Sydney eru mjög slæm. AP

Íbúar í áströlsku stórborginni Sydney vöknuðu í morgun upp við að mikill reykur lá eins og mara yfir borginni. Er hann rakinn til þeirra miklu gróðurelda sem geisa í suðausturhluta landsins.

Loftgæðin í borginni eru mjög slæm og hafa flokkast sem „hættuleg“ á sumum svæðum. Þannig hafa astmasjúklingar og aðrir með öndunarsjúkdóma verið hvattir til að halda sig inni fyrir og loka gluggum.

Loftgæðin eru verst í vesturhluta borgarinnar. Um fimmtíu gróðureldar geisa enn í fylkinu New South Wales og þar af hefur enn ekki tekist að ná stjórn á um helmingi þeirra. Í fylkinu Queensland geisa enn um sjötíu eldar.

Þá veðrið verið mjög óhagstætt og haldið áfram að torvelda slökkvistarf. Hefur verið heitt í veðri, þurrt og vindasamt.

Um 1.400 slökkviliðsmenn vinna nú að því að slökkva eldana, en alls hafa sex manns týnt lífi og um fimm hundruð heimili eyðilagst í eldunum.


Tengdar fréttir

Eldarnir gætu ógnað íbúum í Sydney

Óttast er að mikir gróðureldar í Ástralíu geti ógnað íbúum í Sydney. Að minnsta kosti þrír hafa látist í eldunum. Gróðureldunum hefur fylgt mikil eyðilegging en á annað hundrað heimili eru gjörónýt eftir eldana.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.