Erlent

Guð­faðir snjó­bretta­í­þróttarinnar er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Jake Burton Carpenter stofnaði Burton Snowboards árið 1977.
Jake Burton Carpenter stofnaði Burton Snowboards árið 1977. Getty/Johannes Kroemer
Jake Burton Carpenter, einnig þekktur sem guðfaðir snjóbrettaíþróttarinnar og stofnandi Burton Snowboards, er látinn eftir glímu við krabbamein. Hann varð 65 ára gamall.Bandaríkjamaðurinn sagði upp starfi sínu árið 1977 og stofnaði þá fyrirtækið sem hann nefndi í höfuðið á sjálfum sér. Í frétt BBC um andlátið segir að Burton Carpenter hafi séð tækifæri í því að fá fólk til að notast við bretti til að ferðast á snjó. 21 ári eftir stofnun fyrirtækisins var keppt á snjóbrettum á Ólympíuleikum í fyrsta sinn.„Hann var sál snjóbrettaíþróttarinnar, sá sem færði okkur íþróttina sem við elskum,“ segir í tilkynningu frá Burton Snowboarding.Burton Carpenter stofnaði fyrirtækið í Vermont og átti erfitt uppdráttar til að byrja með. Þannig seldust einungis 300 bretti fyrsta starfsárið en átti með árunum eftir að verða sannkallaður risi í geiranum.Hann greindist með Miller Fisher heilkenni, sjaldgæfan taugakerfissjúkdóm, sem varð til þess að hann lamaðist í nokkrar vikur árið 2015. Fjórum árum áður hafði hann greinst með krabbamein í eistum.Fyrr í þessum mánuði sendi hann starfsfólk fyrirtækisins skilaboð þar sem hann greindi frá því að hann hafi greinst með krabbamein á ný. Hann sagðist staðráðinn í því að berjast við meinið af fullum krafti.

Hér fyrir neðan má sjá viðtal sem BBC tók við Burton Carpenter og gaf út fyrr á árinu. Þar lýsir hann upphafi snjóbrettaíþróttarinnar og magnaðri þróun hennar síðustu fjóra áratugi.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.