Guðfaðir snjóbrettaíþróttarinnar er látinn Atli Ísleifsson skrifar 22. nóvember 2019 07:08 Jake Burton Carpenter stofnaði Burton Snowboards árið 1977. Getty/Johannes Kroemer Jake Burton Carpenter, einnig þekktur sem guðfaðir snjóbrettaíþróttarinnar og stofnandi Burton Snowboards, er látinn eftir glímu við krabbamein. Hann varð 65 ára gamall. Bandaríkjamaðurinn sagði upp starfi sínu árið 1977 og stofnaði þá fyrirtækið sem hann nefndi í höfuðið á sjálfum sér. Í frétt BBC um andlátið segir að Burton Carpenter hafi séð tækifæri í því að fá fólk til að notast við bretti til að ferðast á snjó. 21 ári eftir stofnun fyrirtækisins var keppt á snjóbrettum á Ólympíuleikum í fyrsta sinn. „Hann var sál snjóbrettaíþróttarinnar, sá sem færði okkur íþróttina sem við elskum,“ segir í tilkynningu frá Burton Snowboarding. Burton Carpenter stofnaði fyrirtækið í Vermont og átti erfitt uppdráttar til að byrja með. Þannig seldust einungis 300 bretti fyrsta starfsárið en átti með árunum eftir að verða sannkallaður risi í geiranum. Hann greindist með Miller Fisher heilkenni, sjaldgæfan taugakerfissjúkdóm, sem varð til þess að hann lamaðist í nokkrar vikur árið 2015. Fjórum árum áður hafði hann greinst með krabbamein í eistum. Fyrr í þessum mánuði sendi hann starfsfólk fyrirtækisins skilaboð þar sem hann greindi frá því að hann hafi greinst með krabbamein á ný. Hann sagðist staðráðinn í því að berjast við meinið af fullum krafti.It is with a heavy heart that we share that Burton founder Jake Burton Carpenter passed away peacefully last night surrounded by loved ones as a result of complications from recurring cancer. He was the soul of snowboarding, the one who gave us the sport we love. #RideonJakepic.twitter.com/8dChSsm54Y — Burton Snowboards (@burtonsnowboard) November 21, 2019Hér fyrir neðan má sjá viðtal sem BBC tók við Burton Carpenter og gaf út fyrr á árinu. Þar lýsir hann upphafi snjóbrettaíþróttarinnar og magnaðri þróun hennar síðustu fjóra áratugi. Andlát Bandaríkin Snjóbrettaíþróttir Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fleiri fréttir Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Sjá meira
Jake Burton Carpenter, einnig þekktur sem guðfaðir snjóbrettaíþróttarinnar og stofnandi Burton Snowboards, er látinn eftir glímu við krabbamein. Hann varð 65 ára gamall. Bandaríkjamaðurinn sagði upp starfi sínu árið 1977 og stofnaði þá fyrirtækið sem hann nefndi í höfuðið á sjálfum sér. Í frétt BBC um andlátið segir að Burton Carpenter hafi séð tækifæri í því að fá fólk til að notast við bretti til að ferðast á snjó. 21 ári eftir stofnun fyrirtækisins var keppt á snjóbrettum á Ólympíuleikum í fyrsta sinn. „Hann var sál snjóbrettaíþróttarinnar, sá sem færði okkur íþróttina sem við elskum,“ segir í tilkynningu frá Burton Snowboarding. Burton Carpenter stofnaði fyrirtækið í Vermont og átti erfitt uppdráttar til að byrja með. Þannig seldust einungis 300 bretti fyrsta starfsárið en átti með árunum eftir að verða sannkallaður risi í geiranum. Hann greindist með Miller Fisher heilkenni, sjaldgæfan taugakerfissjúkdóm, sem varð til þess að hann lamaðist í nokkrar vikur árið 2015. Fjórum árum áður hafði hann greinst með krabbamein í eistum. Fyrr í þessum mánuði sendi hann starfsfólk fyrirtækisins skilaboð þar sem hann greindi frá því að hann hafi greinst með krabbamein á ný. Hann sagðist staðráðinn í því að berjast við meinið af fullum krafti.It is with a heavy heart that we share that Burton founder Jake Burton Carpenter passed away peacefully last night surrounded by loved ones as a result of complications from recurring cancer. He was the soul of snowboarding, the one who gave us the sport we love. #RideonJakepic.twitter.com/8dChSsm54Y — Burton Snowboards (@burtonsnowboard) November 21, 2019Hér fyrir neðan má sjá viðtal sem BBC tók við Burton Carpenter og gaf út fyrr á árinu. Þar lýsir hann upphafi snjóbrettaíþróttarinnar og magnaðri þróun hennar síðustu fjóra áratugi.
Andlát Bandaríkin Snjóbrettaíþróttir Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fleiri fréttir Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Sjá meira