Guðfaðir snjóbrettaíþróttarinnar er látinn Atli Ísleifsson skrifar 22. nóvember 2019 07:08 Jake Burton Carpenter stofnaði Burton Snowboards árið 1977. Getty/Johannes Kroemer Jake Burton Carpenter, einnig þekktur sem guðfaðir snjóbrettaíþróttarinnar og stofnandi Burton Snowboards, er látinn eftir glímu við krabbamein. Hann varð 65 ára gamall. Bandaríkjamaðurinn sagði upp starfi sínu árið 1977 og stofnaði þá fyrirtækið sem hann nefndi í höfuðið á sjálfum sér. Í frétt BBC um andlátið segir að Burton Carpenter hafi séð tækifæri í því að fá fólk til að notast við bretti til að ferðast á snjó. 21 ári eftir stofnun fyrirtækisins var keppt á snjóbrettum á Ólympíuleikum í fyrsta sinn. „Hann var sál snjóbrettaíþróttarinnar, sá sem færði okkur íþróttina sem við elskum,“ segir í tilkynningu frá Burton Snowboarding. Burton Carpenter stofnaði fyrirtækið í Vermont og átti erfitt uppdráttar til að byrja með. Þannig seldust einungis 300 bretti fyrsta starfsárið en átti með árunum eftir að verða sannkallaður risi í geiranum. Hann greindist með Miller Fisher heilkenni, sjaldgæfan taugakerfissjúkdóm, sem varð til þess að hann lamaðist í nokkrar vikur árið 2015. Fjórum árum áður hafði hann greinst með krabbamein í eistum. Fyrr í þessum mánuði sendi hann starfsfólk fyrirtækisins skilaboð þar sem hann greindi frá því að hann hafi greinst með krabbamein á ný. Hann sagðist staðráðinn í því að berjast við meinið af fullum krafti.It is with a heavy heart that we share that Burton founder Jake Burton Carpenter passed away peacefully last night surrounded by loved ones as a result of complications from recurring cancer. He was the soul of snowboarding, the one who gave us the sport we love. #RideonJakepic.twitter.com/8dChSsm54Y — Burton Snowboards (@burtonsnowboard) November 21, 2019Hér fyrir neðan má sjá viðtal sem BBC tók við Burton Carpenter og gaf út fyrr á árinu. Þar lýsir hann upphafi snjóbrettaíþróttarinnar og magnaðri þróun hennar síðustu fjóra áratugi. Andlát Bandaríkin Snjóbrettaíþróttir Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Jake Burton Carpenter, einnig þekktur sem guðfaðir snjóbrettaíþróttarinnar og stofnandi Burton Snowboards, er látinn eftir glímu við krabbamein. Hann varð 65 ára gamall. Bandaríkjamaðurinn sagði upp starfi sínu árið 1977 og stofnaði þá fyrirtækið sem hann nefndi í höfuðið á sjálfum sér. Í frétt BBC um andlátið segir að Burton Carpenter hafi séð tækifæri í því að fá fólk til að notast við bretti til að ferðast á snjó. 21 ári eftir stofnun fyrirtækisins var keppt á snjóbrettum á Ólympíuleikum í fyrsta sinn. „Hann var sál snjóbrettaíþróttarinnar, sá sem færði okkur íþróttina sem við elskum,“ segir í tilkynningu frá Burton Snowboarding. Burton Carpenter stofnaði fyrirtækið í Vermont og átti erfitt uppdráttar til að byrja með. Þannig seldust einungis 300 bretti fyrsta starfsárið en átti með árunum eftir að verða sannkallaður risi í geiranum. Hann greindist með Miller Fisher heilkenni, sjaldgæfan taugakerfissjúkdóm, sem varð til þess að hann lamaðist í nokkrar vikur árið 2015. Fjórum árum áður hafði hann greinst með krabbamein í eistum. Fyrr í þessum mánuði sendi hann starfsfólk fyrirtækisins skilaboð þar sem hann greindi frá því að hann hafi greinst með krabbamein á ný. Hann sagðist staðráðinn í því að berjast við meinið af fullum krafti.It is with a heavy heart that we share that Burton founder Jake Burton Carpenter passed away peacefully last night surrounded by loved ones as a result of complications from recurring cancer. He was the soul of snowboarding, the one who gave us the sport we love. #RideonJakepic.twitter.com/8dChSsm54Y — Burton Snowboards (@burtonsnowboard) November 21, 2019Hér fyrir neðan má sjá viðtal sem BBC tók við Burton Carpenter og gaf út fyrr á árinu. Þar lýsir hann upphafi snjóbrettaíþróttarinnar og magnaðri þróun hennar síðustu fjóra áratugi.
Andlát Bandaríkin Snjóbrettaíþróttir Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira