Bader Ginsburg lögð inn á sjúkrahús Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. nóvember 2019 07:59 Ruth Bader Ginsburg er elsti hæstaréttardómari Bandaríkjanna. getty/Tom Brenner Ruth Bader Ginsburg, einn hæstaréttardómara Bandaríkjanna, hefur verið lögð inn á sjúkrahús vegna kuldakasta og mikils hita. Bader Ginsburg er 86 ára gömul. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hæstarétti Bandaríkjanna. Bader Ginsburg fór á Sibley Memorial sjúkrahúsið í Washingtonborg á föstudag þar sem hún gekkst undir læknisskoðun og var hún svo færð yfir á Johns Hopkins sjúkrahúsið til meðferðar við sýkingu. Ekki er vitað hver sýkingin er. Talið er að Ginsburg gæti verið send heim í dag. Ginsburg er elsti frjálslyndi dómari hæstaréttar og er náið fylgst með heilsu hennar en hún hefur tvisvar greinst með krabbamein. Að sögn hæstaréttar batnaði líðan Ginsburg eftir að henni voru gefin sýklalyf. Ginsburg er elsti dómarinn í hæstarétti Bandaríkjanna en hún hefur lagst inn á sjúkrahús reglulega síðustu ár. Í ágúst gekkst hún undir meðferð vegna krabbameinsæxlis á brisi. Hún greindist með krabbamein í ristli árið 1999 og gekkst undir meðferð. Þá greindist hún með krabbamein í brisi árið 2009. Í desember 2018 þurfti hún að fara í aðgerð til að fjarlægja tvo krabbameinshnúða úr lungum. Heilsu hennar hefur hrakað en hún hefur nokkrum sinnum brotið rifbein eftir að hafa dottið. Hæstaréttardómarar í Bandaríkjunum sinna sínu starfi fyrir lífstíð eða þar til þeir ákveða að fara á eftirlaun. Stuðningsmenn Ginsburg hafa lýst yfir áhyggjum, að ef eitthvað komi fyrir hana muni íhaldssamari dómari taka við. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur tilnefnt tvo dómarar síðan hann tók við embætti og skiptast dómararnir því þannig að fimm íhaldssamir dómarar sitja og fjórir frjálslyndir. Bandaríkin Tengdar fréttir Fjarlægðu tvö æxli úr lunga Ginsburg Ginsburg er elsti sitjandi dómarinn við Hæstarétt Bandaríkjanna 21. desember 2018 20:53 Hæstiréttur Bandaríkjanna afléttir lögbanni á ferðabann Trumps Bannið umdeilda nær nú til sex ríkja þar sem meirihluti ríkisborgaranna eru múslimar á meðan lægri dómstig fjalla um lögmæti þess. 4. desember 2017 23:59 Bandarískur hæstaréttardómari hrósar fjölmiðlum Ruth Bader Ginsburg, hæstaréttardómari, hrósar fjölmiðlum í hástert og segist vera vongóð um framtíð Bandaríkjanna. 23. febrúar 2017 20:30 Ginsburg sigrast á krabbameini í fjórða sinn Bandaríski hæstaréttardómarinn Ruth Bader Ginsburg hefur gengist undir vel heppnaða lyfja- og geislameðferð við krabbameini í brisi 24. ágúst 2019 18:42 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Ruth Bader Ginsburg, einn hæstaréttardómara Bandaríkjanna, hefur verið lögð inn á sjúkrahús vegna kuldakasta og mikils hita. Bader Ginsburg er 86 ára gömul. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hæstarétti Bandaríkjanna. Bader Ginsburg fór á Sibley Memorial sjúkrahúsið í Washingtonborg á föstudag þar sem hún gekkst undir læknisskoðun og var hún svo færð yfir á Johns Hopkins sjúkrahúsið til meðferðar við sýkingu. Ekki er vitað hver sýkingin er. Talið er að Ginsburg gæti verið send heim í dag. Ginsburg er elsti frjálslyndi dómari hæstaréttar og er náið fylgst með heilsu hennar en hún hefur tvisvar greinst með krabbamein. Að sögn hæstaréttar batnaði líðan Ginsburg eftir að henni voru gefin sýklalyf. Ginsburg er elsti dómarinn í hæstarétti Bandaríkjanna en hún hefur lagst inn á sjúkrahús reglulega síðustu ár. Í ágúst gekkst hún undir meðferð vegna krabbameinsæxlis á brisi. Hún greindist með krabbamein í ristli árið 1999 og gekkst undir meðferð. Þá greindist hún með krabbamein í brisi árið 2009. Í desember 2018 þurfti hún að fara í aðgerð til að fjarlægja tvo krabbameinshnúða úr lungum. Heilsu hennar hefur hrakað en hún hefur nokkrum sinnum brotið rifbein eftir að hafa dottið. Hæstaréttardómarar í Bandaríkjunum sinna sínu starfi fyrir lífstíð eða þar til þeir ákveða að fara á eftirlaun. Stuðningsmenn Ginsburg hafa lýst yfir áhyggjum, að ef eitthvað komi fyrir hana muni íhaldssamari dómari taka við. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur tilnefnt tvo dómarar síðan hann tók við embætti og skiptast dómararnir því þannig að fimm íhaldssamir dómarar sitja og fjórir frjálslyndir.
Bandaríkin Tengdar fréttir Fjarlægðu tvö æxli úr lunga Ginsburg Ginsburg er elsti sitjandi dómarinn við Hæstarétt Bandaríkjanna 21. desember 2018 20:53 Hæstiréttur Bandaríkjanna afléttir lögbanni á ferðabann Trumps Bannið umdeilda nær nú til sex ríkja þar sem meirihluti ríkisborgaranna eru múslimar á meðan lægri dómstig fjalla um lögmæti þess. 4. desember 2017 23:59 Bandarískur hæstaréttardómari hrósar fjölmiðlum Ruth Bader Ginsburg, hæstaréttardómari, hrósar fjölmiðlum í hástert og segist vera vongóð um framtíð Bandaríkjanna. 23. febrúar 2017 20:30 Ginsburg sigrast á krabbameini í fjórða sinn Bandaríski hæstaréttardómarinn Ruth Bader Ginsburg hefur gengist undir vel heppnaða lyfja- og geislameðferð við krabbameini í brisi 24. ágúst 2019 18:42 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Fjarlægðu tvö æxli úr lunga Ginsburg Ginsburg er elsti sitjandi dómarinn við Hæstarétt Bandaríkjanna 21. desember 2018 20:53
Hæstiréttur Bandaríkjanna afléttir lögbanni á ferðabann Trumps Bannið umdeilda nær nú til sex ríkja þar sem meirihluti ríkisborgaranna eru múslimar á meðan lægri dómstig fjalla um lögmæti þess. 4. desember 2017 23:59
Bandarískur hæstaréttardómari hrósar fjölmiðlum Ruth Bader Ginsburg, hæstaréttardómari, hrósar fjölmiðlum í hástert og segist vera vongóð um framtíð Bandaríkjanna. 23. febrúar 2017 20:30
Ginsburg sigrast á krabbameini í fjórða sinn Bandaríski hæstaréttardómarinn Ruth Bader Ginsburg hefur gengist undir vel heppnaða lyfja- og geislameðferð við krabbameini í brisi 24. ágúst 2019 18:42